Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 57
Kúrdísk kona meö brunasár eftir napalmsprengjur. landið árið 1962, þótti ferðin þess verð að skrifa bók um hana. Dana Adam Schmidt, fréttaritari New York Times: „Journey Among Brave Men“; David Adamson fréttaritari Daily Telegraþh: „The Kur- dish War“; og greinarhöfundur: „Með uppreisnarmönnum í Kúrdistan“. Hvar á nær varnarlaus smáþjóð, sem verður fyrir miskunnarlausu ofbeldi, að leita réttar síns? Hjá Sameinuðu þjóðun- um, álitu forystumenn Kúrda. í apríl 1962 sendi Barzani fyrstu orðsendingu sína til Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðarauða- krossins og fleiri alþjóðastofnana, þar sem hann bað um að stofnanir þessar beittu sér fyrir málamiðlun og reyndu að hindra áframhald þessa útrýmingar- stríðs. Þá bað hann um að sendir yrðu fulltrúar til að kynna sér hörmungarnar meðal almennings af völdum stríðsins. Þessari orðsendingu var dauflega tekið og ekkert aðhafzt. Þann 8. febrúar 1963 steypti flokkur Baþista (ofstækisfullur þjóðernissinnað- ur sósíalistaflokkur) Kassem af stóli. Nóttina eftir lét hann myrða hundruð ef ekki þúsundir kommúnista, sem einnig voru að undirbúa byltingu gegn Kassem. Höfðu Baþistar komizt yfir meðlimalista kommúnistaflokksins, sem var sterkur í írak, og gengu þessa illræmdu nótt milli húsa í Bagdað og skutu hvern flokks- mann, sem þeir náðu tii. Ýmsir hafa fullyrt, þ. á m. Hússeín Jórdanskonung- ur, að þeir hafi komizt yfir listann hjá bandarísku leyniþjónustunni. Gagnvart Kúrdum var hegðun þeirra ekki betri. Þeir lofuðu gulli og grænum skógum, en réðust síðan skyndilega þrem mánuðum síðar að Kúrdum með hjálp sýrlenzks flugliðs. Þá jöfnuðu þeir fjölda þorpa á olíusvæðunum við jörðu með skriðdrekum og jarðýtum og flæmdu íbúana á brott eða drápu þá. Hin nýja stjórn var hlynntari Vesturveldunum en Kassem hafði verið, en hann sagði írak úr CENTO og tók upp nána samvinnu við Rússa. Allt varð þetta til þess, að Sovétríkin, sem höfðu ekki minnzt á Kúrda til þessa, tóku að tala af miklu kappi um „fasískt útrýmingarstríð íraksstjórnar gegn Kúrdum." Send voru harðorð mótmæli til Bagdað, og Öryggisráðinu var skýrt frá áhyggjum Sovétríkjanna vegna ástands- ins í Norður-írak. 29. júní fór Alþýðulýð- veldið Mongólía fram á það við Samein- uðu þjóðirnar, að „þjóðarmorð það, sem íraksstjórn fremur á Kúrdum í Norður- írak“, yrði rætt á Allsherjarþinginu næsta haust. Kúrdar fögnuðu þessum fréttum mjög, þótt þeir vissu vel, að flug- vélar þær og skriðdrekar, sem beitt var gegn þeim, væru mestmegnis rússnesk. Einum eða tveim dögum áður en til- laga Mongólíu um þjóðarmorð á Kúrdum skyldi rædd á Allsherjarþinginu, var hún dregin til baka án þess að nokkuð hefði breytzt um hag Kúrda. Sovétríkin höfðu komizt að raun um, að þau áttu annarra og þýðingarmeiri hagsmuna að gæta í Arabaríkjunum en velferðar Kúrda. Blöð Sovétríkjanna og annarra kommúnista- ríkja hættu jafnskyndilega að rita um þjóðarmorðið á Kúrdum og þau höfðu byrjað á því. Þessum öðrum hluta stríðsins i Kúrd- istan lauk vorið 1964. Þriðji hlutinn hófst ári síðar og stóð í rúmt ár. Enn lét fjöldi manna lífið, hundruð þorpa voru brennd með napalmsprengjum og tugir ef ekki hundruð þúsunda manna urðu að yfir- gefa heimili sín. Kúrdar sendu enn sendi- mann af stað. Hann fékk sem fyrr daufar undirtektir. Þetta væri innanlandsmál íraks, var sagt. Margir áttu vinsamleg orð, en ekki var einu sinni unnt að mjaka neinum til að leggja fram tillögu um að send yrði rannsóknarnefnd til Kúrdist- ans. Menn óttuðust að kalla yfir sig reiði Arabaríkjanna með því að hjálpa þessari margskiptu þjóð, sem flestir vissu lítil deili á og vitað var að ekkert átti nema hugprýði manna sinna. Sumpart olli sinnuleysi um annarra hag. Meðan á öllu þessu stóð jókst smám saman almenn vitneskja um Kúrda og samúð með þeim. Þeir fengu vinsamleg blaðaummæli og meira að segja voru stofnaðar nefndir áhugamanna í ýmsum löndum Vestur-Evrópu til að kynna mál- stað þeirra og veita þeim einhverja að- stoð. T. d. sendi sænsk Kúrdavinanefnd til Kúrdistans fulltrúa, sem var þekktur fyrir skýrslu, sem hann hafði nokkru áður skrifað fyrir „Amnesty Internation- al“ um meðferð Breta á föngum í Aden. Kom skýrslan um Kúrdistan út í Stokk- hólmi 1967 undir nafninu „Glömda krig- et“, og var þar lýst hörmungum þeim sem almenningur varð að búa við af völdum stríðsins og hryðjuverkum irakska hersins. Hér á landi stofnuðum við Kúrdavina- nefnd árið 1966. Varð Helgi Briem fyrr- verandi sendiherra formaður hennar, en sá margfróði maður hafði lengi þekkt Kúrda. Með hjálp eins nefndarmanna okkar, Páls Kolka, kynntum við svo for- ráðamönnum Rauðakrossins hér málið, og tóku þeir því svo vel, að síðan hefur íslenzka Rauðakrossdeildin barizt skel- eggast fyrir því allra Rauðakrossdeilda, að Alþjóðarauðikrossinn veiti meiri hjálp en hann gerði í fyrstu, en það hefur aldrei getað orðið nema lítið eitt, því að íraksstjórn hefur synjað hverri bón um að mega senda hjálp til kúrdísku hérað- anna. Enn eru á landsvæði uppreisnar- manna, þar sem ein milljón manns býr, að vísu tveir læknar, en ekkert það, sem við myndum nefna sjúkrahús. Við nefnd- armenn höfðum því einnig tal af „Her- ferð gegn hungri“, sem sinnt hefur þörf- um verkum, og stungum upp á því, að notaður yrði smáhluti næsta söfnunar- fjár til kaupa á einu eða tveim sjúkra- skýlum (tjöldum) með álíka útbúnaði og tíðkast hjá héraðslæknum hérlendis. Þessum tilmælum synjuðu ungu menn- irnir, en vonandi íhuga þeir málið aftur við tækifæri. Allar tilraunir Kúrda til að fá mál þeirra tekið upp hjá Sameinuðu þjóðun- um mistókust, en þar fást mál ekki tekin upp nema einhver meðlimaþjóðin beri þau fram. Kúrdum er auðvitað ljóst, að ósennilegt er að mál þeirra leysist við það eitt að verða tekið til umræðu, en margt myndi samt við það vinnast. Almenn þekking á málum þeirra myndi aukast og íraksstjórn yrði að taka meira tillit til álits annarra þjóða á verkum sínum en hún hefur gert til þessa. Ef til vill mætti fá alþjóðlega málamiðlun, sem til þess gæti leitt, að írak fyndi sig knúið til að halda gefin loforð og samninga eða semja á nýjan leik. Mál Kúrda gæti ekki orðið eitt hinna mörgu óleysanlegu vandamála sem Sam- einuðu þjóðirnar verða að glíma við. Það verður smámál á alþjóðamælikvarða, meðan stórveldin telja sig engra sér- stakra hagsmuna hafa að gæta þar. Hér er ekki um að ræða djúpstætt hatur milli þjóða; hér deila ekki Arabar og Kúrdar, aðeins fraksstjórn og Kúrdar. Og sérstaða Kúrda í írak á sér langa lagalega sögu. Að öllu óbreyttu telja Kúrdar einungis hugsanlegt að fá smáríki til að leggja mál þeirra fyrir Sameinuðu þjóðirnar, ríki sem ekki sé rammbundið af stórveldun- um, hafi lítilla eða engra hagsmuna að gæta í Arabaríkjunum og sé nægilega siðferðilega vakandi til að láta sig líf og frumstæðustu mannréttindi smáþjóðar einhverju skipta. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.