Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 61
Jóladagatal og póstpoki, sem auðvelt er að búa til á einu kvöldi. Sníðið hessianstriga 38x56 sm og kantið með rauðu skábandi. Búið til þrjár lykkjur i annan endann. Teiknið bréfsnið af jólasveini, poka, jólatré og stjörnu og leggið það á strigann til að athuga stærð og hlut- föll. Merkið fyrir dagatalinu 5 sm frá hliðarbrún og 8 sm frá efri brún. Lengd milli gatanna er 24 sm. Klippið götin 5 sm breið og saumið með kappmelluspori eða kantið með skábandi. Klippið millimetramálið af málbandi og festið það á skáband 50 sm langt eða á rauðan borða. Fyrir neðan málbandið er saumað kerti úr hvítu bendlabandi og loginn úr gulu efni eða filti. Leggið bréfsniðin á mislitt efni eða filt og sníðið án saumfara, nema þar sem skegg, andlit, hár og húfa mætast. Saumið eða límið efnið síðan á strigann, fyrst blússuna, skeggið, andlitið, hárið, húfuna, póstpokann og hendurnar. Jólatréð er fest á sama hátt. Hengið teppið upp á mjóa stöng með rauðri silkisnúru. Jólaórói. í jólaóróanum eru hafðar 6 jafnlangar stengur t. d. bambusstengur eða mjóir viðarlistar sem þá eru málaðir grænir, listarnir eru hafðir 30 sm langir. Búið til grind úr listunum, tvo þríhyrninga, sem síðan eru festir saman. Hnýtið sex jafnlöng bönd í grindina, þræðið þau siðan gegnum stóra perlu eða hólk og festið grindina í loft, dyr eða glugga. Jólasveinar: Teiknið þrjá hálfhringi á rauðan pappír eða málið teikni- pappír rauðan. Hæfileg stærð er ef þvermál hringsins er 18 sm. Búið til hvítt skegg úr pappír eða bómull. Límið einnig hendur og málið augu dökkblá. Húfukanturinn er búinn til úr pípuhreinsara, sem er 10 sm langur, eða úr bómull. Stjörnur: Klippið gylltar stjörnur og límið saman tvær og tvær þannig að þær séu eins báðum megin. Jólatré: Teiknið sex þríhyrninga á grænan pappír, hæðin er 9 sm en breiddin 7 sm. Brjótið hvern þríhyrning eins og þegar búin er til píla (sjá mynd). Málið mynstur á þríhyrningana og límið tvo og tvo saman. 'Festið að síðustu jólasveinana, tré og stjörnur í þræði, sem hnýttir eru við samskeytin á grindinni. Eplaterta. 200 g hveiti 200 g smjör eöa smjörlíki 11á—2 dl vel súr mjólk Smjörið eða smjörlíkið á að vera fremur lint. Sáldið hveitið, hrærið súru mjólkinni fljótt saman við og hnoðið. Fletjið deigið út í ferkantaða köku sem er þykkri í miðjunni og leggið smjörið á miðja kökuna, brjótið deigið yfir og fletjið út. Endurtakið tvisvar til þrisvar eða þar til smjörið hefur samlagazt deiginu. Látið bíða á köldum stað minnst Vz klst. Fletjið deigið út % sm þykkt og mótið í kringlóttar kökur sem eru 30 - 26 - 22 - 16 - 10 sm í þvermál (bezt er að búa til smjörpappírssnið til að móta eftir). Penslið kökurnar með eggi, stróið á þær sykri, pikkið og bakið við um 225° í 10—15 mín. Leggið botnana saman með epla- eða sveskjumauki og rjóma (6 dl rjómi og vanilla eftir bragði). Ath. að vera á köldum stað við að búa til deigið og látið það á kalda ósmurða plötu. Hafið málin rúm því að kökurnar minnka við baksturinn. Brauðlengjur með einni eða fleiri áleggstegundum. Smurt brauð á auknum vinsældum að fagna og flestir munu því sammála að það má ekki vanta á kaffiborðið, hvort sem er daglega eða við betri tækifæri. Aðalatriðið er að smyrja brauðið á sem fljótlegastan og handhægastan hátt. Skerið brauðið í lengjur eftir endilöngu, smyrjið og leggiö á fat t. d. tvær lengjur eftir endilöngu fatinu. Einnig má skera lengjurnar í bita og raða sem heilu á fatið. Leggið eina til tvær áleggstegundir sem vel eiga saman á brauð- lengjurnar t. d. salatblöð, uppvafinn reyktan lax, síld eða silung öðrum megin ásamt sítrónusneiðum, en egg og þunnar lauksneiðar, gúrku eða tómatsneiðar hinum megin. Ýmiss konar kjötáleggi og salötum er auð- velt að koma fyrir svo vel fari t. d. reyktu hangikjöti, tungu eða reyktu svínakjöti (skinku) ásamt ítölsku salati og spergli. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.