Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 10
„Bölvun Islands er fúsk- ið“ (Islands forbandelse er dilettantismen), sagði Jón Helgason prófessor í viðtali við danska blaðið „Politiken" í tilefni af sjötugsafmæli hans 30. júní síðastliðinn, og benti f því sambandi á, að í dvergríki væru gerðar svo litlar kröfur til manna, að fúskarar fylltu flokk áhrifamanna og leiðtoga. Þó þessi dómsorð prófessorsins kunni að þykja hörð, munu margir vera honum samdóma í hjarta sínu þegar þeir virða fyrir sér islenzkt nútímaþjóðfélag opnum augum. Hvarvetna blasir við augum meðalmennskan og sú ranghverfa lýðrœðis, sem leit- ast við að þrýsta niður eða ýta til hliðar þeim sem skara framúr á ein- hverju sviði, á sama tíma og skussarnir eru hafnir til valda og áhrifa. Óvíða er þessi staðreynd jafnaugljós og í hinu vanburðuga íslenzka sjónvarpi, sem nú er að sllta barnsskónum. Ekki skal úr því dregið, að það er ærið verkefni og kannski ofvaxið svo fámennri þjóð að koma sér upp sjónvarpi sem sómi og ávinningur sé að. En þeim mun ríkari ástæða var til að búa svo um hnútana þegar i upphafi, að til þessa vandmeðfarna og áhrifamikla fjölmiðils veldust þeir beztu kraftar sem völ var á í landinu, og vissuleqa voru til menn sem kunnu ýmislegt fyr- ir sér í meðferð þess fjölmiðils sem fyrst og fremst höfðar til sjón- skynsins. En einsog venja er til hér á landi, voru önnur sjónarmið látin ráða en þau að velja hæfustu og bezt menntuðu mennina. Und- ir handarjaðri hápólitísks útvarpsráðs varð sjónvarpið vitanlega spegil- mynd hinnar flokkspólitisku skiptareglu — með það sjónarmið efst á blaði, að þar skyldu róttækir menn eða ferskir í hugsun hvergi nærri koma. Afleiðing skiptareglunnar varð vitanlega sú, að sjónvarpið var frá byrjun markað andleysi og hugmyndafátækt. Þar mátti aldrei koma fram neitt það sem ýtt gæti við mönnum, örvað til frjórrar hugsunar eða endurmats á viðteknum hugmyndum. í sjónvarpinu ber það sára- sjaldan við, að boðið sé uppá verulega lifandi eða vekjandi efni, til dæmis þætti þar sem fjallað só um málefni þjóðfélagsins af einurð og hispursleysi. „Viðkvæmu málin", einsog til dæmis Atlantshafsbanda- lagið og hersetan, eru bannvara nema þegar skutilsveinar rlkisstjórn- arinnar taka sig til að setja saman þurra og leiðinlega áróðursþætti um efnið. Af þremur innlendum umræðuþáttum hafa tveir verið lagðir niður á þessu hausti, og var annar þeirra, ,,( brennidepli“, með fjörlegasta inn- lendu efni sem sjónvarpið bauð uppá. Hinsvegar er klénasta þættin- um, „Á öndverðum meiði“, haldið áfram, og virðist hann ætla að verða eilifur augnakarl í sjónvarpinu, enda er stjórnandi hans varafulltrúi f útvarpsráði. I stað þáttanna, sem hverfa af dagskránni, mun meðal annars eiga að koma „þjóðlegur þáttur" undir nafninu „Samtfma- menn", þar sem sérkennilegir einstaklingar verða látnir segja frá. Er það enn eitt dapurlegt dæmi um skilningsskort forráðamanna sjón- varpsins á þeim grundvallanmuni sem er á sjónvarpi og hljóðvarpi. Eitt af þvi sem leiðir af stjórn fúskara á sjónvarpinu er gegndar- laus fjáraustur í verkefni sem enginn þeirra hefur þá þekkingu á, að hann geti sett svonefndum „sérfræðingum" stólinn fyrir dyrnar. Þetta gerist meðal annars að sögn með þeim hætti, að til dæmis leiktjalda- smiður fer framá eltt eða tvö hundruð þúsund króna fjárveitingu til að smlða leikmynd fyrir bitlahljómsveit, sem kemur fram i hálftíma þætti. Enginn ábyrgur aðili I stofnuninni hefur til að bera þá tæknilegu þekk- ingu, að hann treystist til að synja umsókninni eða lækka gjaldaliðinn, og vitaskuld áræðir enginn að afhjúpa vanþekklngu sína með því að malda I móinn og fá það kannski framani sig, að hann hafi ekkert vit á efninu sem um er að reeða. Annað dæmi um meðferð fjármuna hjá sjónvarpinu er það, að í ein- um og sama mánuði lét það gera þrjú stærstu innlendu verkefni ársins, leikritið „Hrólf“, barnaóperuna „ApaspiT eftir Þorkel Sigurbjörnsson og óperuna „Ástardrykkinn" eftir Donizetti. Af þessu leiddi árekstra og glundroða, sem meðal annars kom fram i því, að leikarar og hljóm- sveitir biðu verklausar timunum saman á fullu kaupi. Fyrir kom, að leikarar urðu að bíða verklausir frá klukkan átta á morgnana til klukk- an tvö eftir hádegi á fullu kaupi, sem var einhversstaðar milli 5 og 10 þúsund krónur á timann. Ekki ber mönnum saman um, hvað „Ástar- drykkurinn" hafi kostað, en beinar kaupgreiðslur til söngvara og hljómsveitar námu hálfri milljón króna, og telja fróðir menn, að upp- færslan öll kosti ekki undir tveimur milljónum króna. Jafnvel þó sú upphæð sé eitthvað lœgri, sem er vafamál, þá liggur í augum uppi, að hægt hefði verið að kaupa erlenda uppfærslu á „Ástardrykknum" með miklu betri söngkröftum og fagmannlegri sviðsetningu á mun skaplegra verði, en verja heldur fjármunum sjónvarpsins til innlendra verkefna. Á sama tíma og þetta gerist er íslenzk kvikmyndagerð ná- lega alveg vanrækt og sáralítið gert til að örva og þjálfa unga inn- lenda höfunda til að semja sjónvarpsleikrit. Til samanburðar við fjár- hæðina, sem varið er til einnar einustu óperu, má geta þess, að sam- anlagðar greiðslur Rfkisútvarpsins til allra íslenzkra rithöfunda á heilu ári nema einungis einni milljón króha. Hér er greinilega um að ræða svo geigvænlegt handahóf um með- ferð fjármuna og val verðugra verkefna, að timi virðist vera kominn til að skipuleggja alla starfsemi sjónvarpsins af skynsamlegu viti og móta einhverja þá heildarstefnu, sem geri hinum ýmsu listgreinum nokkurnveginn jafnhátt undir höfði. Meðan sjónvarpið lýtur sömu yfir- stjórn og hljóðvarpið er þó naumast að vænta róttækra umbóta f þessu efni fremur en öðrum. Lágkúran, handahófið og fúskið verða sennilega héreftir sem hingaðtil sú ginnheilaga þrenning, sem útvarpsráð tign- ar og tilbiður. Einsog fram kemur í grein Franks Ponzis, er kannski afdrifaríkasti annmarki fslenzka sjónvarpsins fólginn í skilningsleysi forráðamanna þess á djúpinu sem er staðfest milli orðsins og myndarinnar. Einmitt þessvegna er þörfin á sérhæfðum mönnum í sérstakt sjónvarpsráð svo brýn, mönnum sem gera sér fulla grein fyrir þeim mikla ábyrgðarhluta sem það er að stjórna áhrifamesta fjölmiðli samtfmans. Segja má, að sjónvarpið hafi í hendi sér menningarlega framtíð þjóðarinnar, því ekkert mun til jafns við það móta smekk, viðhorf, venjur og hugsunar- hátt landsmanna á næstu áratugum. Stefnuleysi og handahóf er þvf óvfða hættulegra en á þessum vettvangi. Einsog ástandið er nú, minn- ir fslenzka sjónvarpið einna helzt á mann sem ríður ótemju og fær ekkert við hana ráðið — eða kannski væri nær að segja að það minnti á hest sem rfður ótömdum manni beint af augum. Hér þarf að koma til hið bráðasta fullur skilningur á einstæðum möguleikum sjónvarpsins til góðs og ills, jafnframt því að forráða- mennirnir geri sér Ijósa grein fyrir þeim mistökum sem hafa átt sér stað og reyni að ráða bót á þeim. (slendingar fengu sjónvarpið svotil óundirbúnir og berast enn fyrir veðrum og vindum án stefnumarks eða viðhlftandi siglingatækja. Verði ekki mótuð raunhæf stefna í fjármál- um, framleiðslu og menningarlegu hlutverki íslenzka sjónvarpsins, er sú röst ekki langl undan, sem gæti riðið því að fullu. Það hygg ég að allir góðir Islendingar vilji forðast í lengstu lög, úrþví sem komið er, og því hlýtur krafa dagsins að vera: Betri skipstjórn og hæfari áhöfn! s-a-m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.