Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 15
Mústafa Kemal hvílist á vesturvígstöðvunum árið 1921. hlýðnir foringjar í hernum voru hengdir, og þegar þingið reyndi að láta til sín taka, var því sagt stutt og laggott, að hann væri Generalissimo og mundi halda fast við það. Árið 1922 hélt hann enn gegn Grikkjum, kom þeim í opna skjöldu og stökkti þeim á flótta til sjávar. Þeir tóku með sér alla þá kristnu menn, sem fylgzt gátu með þeim, og myrtu þá Tyrki sem þeir náðu til á leiðinni, en voru sjálfir stráfelldir af ridd- araliði Tyrkja sem kom fast á hæla þeim. í þessari martröð grimmdar, haturs og hefndar lék Mústafa Kemal á alsoddi, misk- unnarlaus og grimmlyndur, og gat jafnvel skopazt að öllu saman á sinn kaldhæðna hátt. Þegar fyrir honum urðu aumkunar- verðir grískir tötramenn, varð honum að orði: „í þessum föngum sjáið þið aldirnar og framfarirnar, sem þessi dásamlega skepna, maðurinn, hefur komið til leiðar." En hann hélt áfram að hvetja til eftirfarar og slátrunar. Meginherinn gríski komst und- an í skipum sínum, en tugir þúsunda hjálp- arlausra grískra borgara, sem ekki komust frá Smýrnu, voru myrtir með köldu blóði. Farið var eldi og ránshendi um borgina, en brenndum líkum hrúgað í höfnina. Þegar hér var komið, drógu Frakkar og ítalir herafla sinn tilbaka, en Bretar skildu eftir lítinn liðstyrk í Chanak til að varna Tyrkjum vegarins til Evrópu. Mörgum Bretum til skelfingar juku Lloyd George og Churchill þennan herstyrk og sendu Mústafa Kemal harðorða viðvörun. Að baki Bretum höfðu Grikkirnir, sem björguðust frá Smýrnu, skipað sér í nýjar fylkingar nálægt Miklagarði. Mústafa Kemal var var- kár og skipaði herjum sínum að sækja fram með byssur um öxl. Hættan á stríði við Breta var brýn, en þá miðluðu Frakkar málum og komu til leiðar vopnahléi. í Bret- landi féll Lloyd George og stjórn hans, aðal- lega vegna áhættunnar sem hún hafði tekið í Tyrklandi. Þegar frá leið féllust Bretar á að fara frá Tyrklandi og fá Grikki til að gera slíkt hið sama. Mústafa Kemal hafði náð fyrsta marki sínu: Tyrkland var sjálf- stætt og laust við útlendinga. Meðan á öllu þessu gekk, hafði hann gengið í hjónaband. Þegar hann hafði upp- haflega setzt að í Chan Kaya, í útjaðri An- kara, hafði hin aðsópsmikla móðir hans fylgt honum — hún var nú orðin blind. Til Chan Kaya hafði líka komið Fikríje frænka hans, fínleg, aðlaðandi og tilfinninganæm stúlka, sem hann gerði að frillu sinni. Þau voru bæði nautnagjörn og skapmikil, enda kom oft til hrottalegra átaka milli þeirra. Þegar hann svo gerði hosur sínar grænar fyrir virðulegri, Evrópu-menntaðri dóttur auðugs skipakóngs í Smýrnu, og hún heimt- aði giftingu að launum, þá varð hann við þeirri kröfu — mörgum til mikillar furðu, og kannski ekki sízt sjálfum sér. Latife varð því eiginkona hans, en svallarinn í honum svaf ekki lengi, og fyrr en varði voru drykkjuveizlurnar og kvennafarið kom- ið til sögunnar aftur í Chan Kaya. Mústafa Kemal var undarlegt sambland af rudda og hugsjónamanni, tilfinningaríkum nautna- manni og skörpum hugsuði. Sköpunaröflin og tortímingaröflin toguðust á um hann. í miðju drykkjusvalli átti hann til að verða leiður á öllu saman, fara í kalt steypibað, taka hraðskreiðan bíl og þeytast í morgun- sárið til að skoða fyrirmyndarbúgarð eða nýbyggingu — eða bara aka útí buskann til að komast frá heimskulátum heimsins eða gefa sig á vald örvæntingunni. Fikríje, fyrrum frilla hans, varð berkla- veik og var send á heilsuhæli í Munchen þar sem hún dvaldist í tvö ár. Þegar hún sneri aftur, vildi hún fá að hitta Mústafa Kemal, var vísað á dyr af lífverðinum og skaut sig í garðinum í Chan Kaya. Þegar hér var kom- ið hafði hann orðið ósáttur við Latife konu sína, gengið sjálfur frá skilnaði þeirra og sent hana burt. Lifnaður hans varð æ blygð- unarlausari með hverju nýju áfalli í einka- lífi hans. Þetta var árið 1924, og nú var Mústafa Kemal orðinn svo óvinsæll, að hann þorði hvergi að fara alfaraleiðir án öflugs líf- varðar. Tvö banatilræði höfðu þegar verið gerð við hann, og fleiri komu síðar. Vopn- aðir verðir á mótorhjólum fylgdu honum hvar sem hann fór, og öll umferð var bönn- uð á vegum sem hann ók frá heimili sínu til þinghússins. Þessar miklu óvinsældir stötuðu af róttækum og harðneskjulegum umbótum hans. Fyrst neyddi hann þingið með hótunum og vopnuðum fylgdarmönnum til að leggja niður embætti soldánsins. „Ég er viss um að þingið samþykkir það ein- róma,“ sagði hann ógnandi. Nokkrir þing- menn réttu upp hendurnar. „Samþykkt ein- um rómi,“ tilkynnti forsetinn. Menn hans héldu höndum um skammbyssurnar. Þing- heimur leystist upp í algeran glundroða. Þó var engu skoti hleypt af. Mústafa Kemal yfirgaf þingsalinn. Fimm dögum síðar fiúði soldáninn frá Miklagarði á brezku herskipi, óttasleginn gamall maður sem hafði með- ferðis nokkra gimsteina og samstæða keis- aralega kaffibolla úr skíragulli ásamt einum geldingi. Þannig hvarf síðasti soldán hinna voldugu Osmana af sviðinu. Embætti kal- ífans fól hann frænda sínum. Næsta ár afréð Mústafa Kemal að gera Ankara að höfuðborg ríkisins og neyða þing- ið, með samblandi af ógnunum og baktjalda- makki, til að gera Tyrkland að lýðveldi og kjósa hann sjálfan fyrsta forseta þess. Samt brást hann ekki verri við en þegar honum var líkt við Mussolini, þessa „hýenu í há- stígvélum“, þennan „bolafrosk Pontinus- mýranna". Hvað sem því leið, var hann forseti lýðveldisins með heimild til að skipa forsætisráðherra, hann var forseti rík- isstjórnarinnar, þingsins og Þjóðarflokksins. Hann var líka yfirmaður alls herafla rík- isins. Næst tók hann sér fyrir hendur að upp- ræta trúarbrögðin að hætti frönsku bylt- ingarforkólfanna. Múhameðstrú hæfði ara- bískum hirðingjum, ekki nútímalegri menn- ingarþjóð, sagði hann og fór hinum háðu- legustu orðum um kalífana, klerkaveldið og „annan slíkan fénað“. Slíkt guðlast frá yfir- lýstum guðleysingja hlaut að leiða til þess, að klerkarnir æstu hina rétttrúuðu gegn honum og pólitískir andstæðingar hans hóp- uðust um kalífann í Miklagarði, því í An- kara þorðu þeir ekki að veita honum and- spyrnu. Eitt kvöld var þingmaður, sem andmælti honum, myrtur á leiðinni heim til sín. Það varð öðrum til viðvörunar. Mánuðum saman hikaði Mústafa Kemal áður en hann steig hið örlagaríka skref. Svo lagði hann fram frumvarp í þinginu 1924 og fékk það samþykkt á einni klukkustund: embætti kalífans var úr sögunni. Tyrkland var orðið veraldlegt ríki, trúarlegir skólar og dómstólar voru afnumdir, ríkið og trúar- brögðin aðskilin. Kalífinn var sendur úr landi í fylgd lögreglu. Tveimur dögum síð- ar fóru prinsar og prinsessur Osmana sömu leið. Ekki kom til neinnar uppreisnar, þó Kúrdar gripu til vopna síðar, en fjandskap- urinn við hinn harðhenta og tillitslausa byltingarmann gróf um sig með þjóðinni. Það var ur.i þetta leyti sem hann áræddi ekki að koma fram opinberlega án líf- varðar. Þao var um þetta leyti sem hann skildi við Latife konu sína og Fikríje framdi sjálfsmorð. Sveitirnar voru illa á sig komnar eftir áralangar styrjaldir og bylt- ingar; hungurvofan var á næsta leiti. I Chan Kaya sveiflaðist Mústafa milli ofstopa og ótta, drykkjusvalls og örvænis. Árásin á trúarbrögðin var einn þáttur 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.