Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 20
Þorgeir Þorgeirsson: Tvær töflur og vatnssopi Motto: „Of lengi höfum við setið hér við yzta haf og kembt hærurnar." (Dr. G. Schram í ritstjórnar- grein um sjónvarp). FORMÁLI Það er undramargt sem maður ekki skilur. Sumt skilur maður aldrei — annað rennur upp fyrir manni einn góðan veðurdag. Þá verður maður kannski hissastur á því að hafa ekki skilið þetta fyrir löngu. Þannig las ég ný- lega í málgagni menningarmála- ráðherrans okkar viðtal við einn af menningarfrömuðum Alþýðu- flokksins svokallaða, mann sem um áratugi hefur gegnt opinber- um embættum á sviði menning- armála og öðrum fremur ráðsk- azt með fjármál og hagsmuni listamanna. Þetta viðtal varð mér hrein uppljómun, eins og vænta mátti, því maðurinn greindi frá því, að honum léki nú hugur á að snúa sér að öðr- um og mannborulegri verkefnum. Ástæðan fyrir þessu var sú, að hann hafði nýlega gengið undir vel heppnaða læknisaðgerð er- lendis svo hann er nú heill heilsu og reiðubúinn að takast á við erfiðleika lífsins. Þetta er vitaskuld óblandið gleðiefni og vonandi að ekki skorti örkumla- menn til að setjast í stólana, sem losna þegar Helgi Sæm heldur út í lífsbaráttuna. Þessi opinskáa játning, en einkanlega þó hvernig hún er fram sett líkt og sjálfsögð almenn sannindi, hlýtur að leyfa manni að draga þá ályktun, að minnsta kosti sum embætti á vegum menntamálaráðuneytisins séu einkum ætluð farlama fólki, sem þá væntanlega er of stolt eða stórættað til að þiggja beint af sveit. Nú er svosem ekki öllu svarað þó þetta renni upp fyrir manni. Hvernig stendur t. d. á því að sósíaldemókratar virðast í þessu tilliti heilsulausari en annað fólk? Skiljanlegra er nátt- úrlega þegar þetta heilsuleysi leggst í ættir. Þannig smásaxast á þann hluta veraldarinnar, sem maður ekki skilur, þótt hinn parturinn verði svosem aldrei neitt yfirmáta stór. Þetta með skilninginn á hress- ingarhælinu mikla, sem í daglegu tali gengur undir því langa nafni: menningarmálaembættis- kerfi dr. Gylfa, finnst mér nauð- ugt að undirstrika hér framan- við fátæklegar athuganir mínar á dagskrárfjárreiðum sjónvarps- ins okkar. Annars gæti einhver farið að halda að hér væri á ferð- inni kröfugerð nokkurskonar eða tillögur um stefnu í rekstrinum. Slíkar kröfur væri stórhlægilegt að gera til fólks sem eytt hefur manndómsárum sínum í að búa sig undir alls óskylt ævistarf sjónvarpsrekstri — og varla eru þeir sem hafa undirbúið sig und- ir kennimennsku, tónskáldskap, kaupmennsku ellegar utanríkis- þjónustuna neitt viðbúnari því að rísa undir kröfugerð um TAFLA I (Árið 1968) Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Vagnssyni greiddi Sjón- varpsdeild Ríkisútvarpsins árið 1968 frá janúarbyrjun til nóvember- loka samtals rúmlega 8y2 milljón króna fyrir aðkeypt dagskrárefni og þjónustu vegna þess. Er þá ekki meðtalinn reksturskostnaður sjálfrar dagskrárgerðar sjónvarpsins, laun etc. Skýrslur fyrir desem- bei-mánuð hafði hann ekki handbærar, en taldi hlutföllin mundu vera svipuð. Til að einfalda reikningsdæmið og færa það nær okkur, setjum við töfluna upp í því formi að athuga, hvernig útgjöld þessi hafa skipt sér miðað við hverjar 100 krónur og reiknum í heilum tug aura: 1. Greiðslur til erlendra efnisframleiðenda ............ kr. 28,00 2. — — innlendra hljómsveita og skemmtikrafta — 26,90 3. — — þýðenda v. erlends efnis ................ — 14,10 4. — — vegna innlendra fræðsluþátta ............ — 13,10 5. Ýmsar greiðslur (Helgistund, veðrið o. fl.) .......... — 6,50 6. Greiðslur vegna barnatímans ...................... — 5,30 7. — — leikrita .............................. — 3,30 8. — — aðkeyptra innlendra kvikmynda . . — 2,80 Samtals kr. 100,00 stefnufestu í störfum sínum eftir að þeir eru orðnir vistmenn í embættiskerfinu. Þetta sem fylgir eru því ekki annað en athuganir á því hvernig slíkt fyrirkomulag artar sig í framkvæmdinni borið saman við annan hugsanlegan möguleika, án minnstu vonar um að sá mögu- leiki (né aðrir yfirleitt) verði tekinn til greina — því eins og þar stendur: Maðurinn þenkir, en Gylfi ræður. TÖFLURNAR Stofnun eins og Sjónvarpið getur haft bein áhrif á samfé- lagið með útsendingum sínum og væntanlega fjalla aðrir um dagskrána út frá því sjónarmiði hér í blaðinu. Hins ber líka að gæta, að peningavelta sem nem- ur tugmilljónum á ári hefur sér á parti áhrif á umhverfi sitt. Einkum skiptir náttúrlega máli í þessu tilliti hvert dagskrár- stjórnin veitir því fé, sem hún fær í hendur til ráðstöfunar um- fram reksturskostnað sinn — þ. e. a. s. til verzlunar við utan- aðkomandi aðila. Þetta er kring- um milljónatugur á ári og vissu- lega er nokkuð vald falið í því að ráða hverjar brautir þetta fé rennur, hvaða aðilar hljóta af því stærstu bitana og hverjir una við smáu molana. Þetta sjáum við af töflu I. Stærsti bitinn fer beint til erlendra framleiðenda og nemur 28 krónum af hverjum 100 krónum, sem Sjónvarpið greiðir. Nokkuð vænlegt hlutfall, eða 14 krónur og 10 aurar af hverjum 100 krónum, rennur til þýðendanna, sem vinna öldungis ófrjótt starf í sambandi við flutn- ing þessarar erlendu framleiðslu. — þannig að nærfellt helmingur þess fjár, sem sjónvarpið veitir til annarra, fer í það að koma erlenda efninu áleiðis — nánar tiltekið 42 krónur og 10 aurar af hverjum 100. Þetta er mikið fé og rambar vel á fimmtu milljón yfir árið. Þetta fé er ófrjótt því það rennur ekki til að skapa nein verðmæti innanlands, heldur beint til kaupa á annarra fram- leiðslu og til ófrjórra starfa við að koma þeirri vöru á framfæri. í þessum ummælum felst ekkert vanmat á starfi þýðendanna sem slíkra, þeir eru vissulega vel að sínum launum komnir, rétt eins og þeir einnig væru með öðru fyrirkomulagi eins og síðar mun ljóst. Af innlendum aðilum hljóta stærstan bitann hljómsveitirnar og aðrir skemmtikraftar, eða 26 krónur og 90 aura af hverjum 100. Sjálfsagt er þetta við hæfi, og getur hver og einn lagt það út eftir sínu þankalagi. Ánægju- legt er að sjá 13 krónur og 10 aura af hverjum 100 renna til sérfræðinga sem eru að fræða þjóðina gegnum sjónvarpið. Það er vissulega skapandi starf að nokkrum parti. Sáluhjálp, veður- spá og fleira smálegt er naum- ast ofsælt af því að maula úr 6 krónum og 50 aurum af hverju hundraði. Börnin fá 5 og 30. Leik- arar, leikstjórar og höfundar mega una við að vera hálfdrætt- ingar á við Guð og veðrið sam- eiginlega en þetta tvennt þó tæplega hálfdrætt á móti þýð- endum. Loks rekur svo lestina óskabarnið, sem allir töldu að mundi dafna og blómgast við móðurbrjóst Sjónvarpsins — ís- lenzk kvikmyndagerð — en henni réttir Sjónvarpið kr. 2,80 af hverjum hundraðkalli umfram brýnustu heimilisþurftir og svo má barnið bjarga sér sjálft með þetta. Heildarupphæðin jan.— nóv.-loka 1968 var 245.000,00 krónur. Það er ekki smáræði fyr- ir heilan atvinnuveg að fá þann- ig af þessu fé sem svarar hálfum öðrum sendisveinslaunum, og von er að flestir verði seinþreytt- ir á því að tala um hvernig kvik- myndagerðin hljóti að dafna og vaxa fyrir tilstilli Sjónvarpsins. Tafla I sýnir okkur ástandið eins og það er, og beri hún vott um eitthvað yfirhöfuð, annað en alveldi handahófsins, þá skín út úr henni vanmat á getu íslend- inga sjálfra til að skapa nokkuð á sviði sjónvarps — upphæðirn- ar sem mylgrað er í íslenzka leik- stjóra, höfunda, leikara og kvik- myndagerðarmenn eru ekki ann- að en smáskítur til málamynda svo enginn geti sagt að þetta fólk sé með öllu sniðgengið. Meginupphæðin fer beint og milliliðalaust til erlendra fram- leiðenda vegna þess að innlendu listafólki er vantreyst til að vinna verk sín frambærilega á þessu sviði — annars væri því fengið þetta fé til að kosta með verk sín áður en því er spand- erað í erlenda framleiðendur ónotuðu. Til slíks væru margar leiðir — og skal ég strax benda á eina með því að setja upp aðra töflu um hundraðkallinn okkar úr töflu I. (Sjá Töflu II). Hvað hefur nú gerzt? Hundrað- kallinn er orðinn að kr. 128,00. Kraftaverk? Nei. Einfaldlega þetta: dagskrárstjórnin rýkur ekki bara til og kaupir efni af hverjum sem bezt býður fyrir peningana, heldur segir við selj- endur efnisins: „Ég kaupi efni af þér, ef þú kaupir efni af mér fyrir sömu upphæð á móti.“ Þetta segir dagskrárstjórnin náttúrlega ekki nema vera þess fullviss að íslendingar séu færir um að búa til frambærilegt sjón- varpsefni. Tafla II reiknar með því að dagskrárstjórnin trúi á 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.