Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 22
Magnús Jónsson: Hvers vegna er Sjónvarpið hlutdrægt? á borði, enda löngu svo komið að stjórnmálamennirnir hafa vik- ið til hliðar ágreiningi sínum og brætt sig saman í hagsmunaklíku allra flokka gegn fólkinu, sem landið byggir. Samkomulag um skiptingu veizluborðsins, sem er afraksturinn af erfiði lands- manna, er löngu fengið og inn- byrðis stympingar veizlugestanna verða því aðeins, að einhver sé að reyna að hrifsa til sín meira en honum ber. Fulltrúar þessa samsætis vakta svo stofnanir eins og Sjónvarp og Útvarp. Varga- klíkan gætir þess þar að bægja frá hverri sjálfstæðri og persónu- legri umræðu um málefni líð- andi stundar. Útvarpsráð klúkir því eins og marghöfðaður hræ- fugl, reiðubúið að klóra augun úr hverri sjálfstæðisviðleitni þessara stofnana — en einhöfð- aður fasisminn er náttúrlega víðs fjarri. Það væri því harla óraun- sætt að ætla það, að stofnun undir svo ströngu eftirliti fram- leiddi nokkuð það efni sem hefði lifandi snertingu við mannleg vandamál. Þessvegna er ólíklegt að Sjónvarpið sjálft gæti, meðan svo heldur sem horfir í stjórn- málum okkar, látið af sér leiða nein þau verk sem venjulegu fólki kæmi við. Til þess þyrfti sjálfstæða afstöðu, persónulegri sýn á veröldina en hræfuglinn mundi leyfa. Og því sitjum við nú uppi með kerfið, sem Tafla I lýsir, og framleiðslu Sjónvarpsins eins og hún er: guggin af fjár- magnssvelti vegna þess hún mið- ast við smærri markað en staðið fái undir lágmarkskröfu um tæknifrágang — skoðanalaus og sljó eftirherma — langt til að verða lögmálsbundinn séríslenzk- ur lágstandard á þessu sviði; lág- standard sem enginn lítur nokk- urn tíma við að kaupa fyrir tú- skildingsvirði. Hvað erum við þá að bögglast við að velta hundruðum milljóna á tiltölulega fáum árum í stofn- un sem engan útveg virðist hafa til að skapa nokkur verðmæti, andleg ellegar fjármuna virði? Kerfið stendur náttúrlega svo lengi sem útbreiðslutíminn end- ist, en hvernig ætlar svo stofnun, sem enga verðmætasköpun bygg- ir inní kerfi sitt, að mæta síaukn- um útgjöldum þaðanífrá? Náttúr- lega með því bara að hækka ár- gjöldin svo lengi sem stjórn- málamannaklíkan eygir minnstu von til að hafa gagn af þessu skrípi, sem í rauninni er hvorki íslenzkt né sjónvarp — heldur skopstæling á hvorutveggju. Þegar því svo sleppir er bara vonandi að allir aðilar hafi heilsu til að leggja út í lífsbaráttuna. Þorgeir Þorgeirsson. Ekki er þörf á að rökstyðja þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðlunartækja í lýðræðisríkj- um, að þau flytji áreiðanlegar og óhlutdrægar fréttir og upp- lýsingar. Eðlilegt er að hérlendis séu í þessu efni gerðar strang- astar kröfur til sjónvarpsins, þar sem það er talið áhrifamesta fjölmiðlunartækið og er auk þess alþjóðareign, og á því að vera málgagn alls samfélagsins en ekki einstakra skoðana- og hags- munahópa eins og raun er á um dagblöðin. Hvernig stenzt sjónvarpið þess- ar kröfur, hvernig gegnir það frumskyldum sínum við samfé- lagið? í fljótu bragði virðast fréttir sjónvarpsins af daglegum innlendum viðburðum yfirleitt bæði góðar og áreiðanlegar — en við nánari athugun kemur annað í ljós. Fréttastofan hefur og legið undir ámæli fyrir hlut- drægan fréttaflutning af mikils- verðum málaflokkum. „Það er skoðun okkar í stjórn- arandstöðunni, að það sé ekki fullt jafnrétti í fjölmiðlunartækj- um á milli stjórnar og stjórnar- andstöðu,“ sagði Ólafur Jóhann- esson formaður Framsóknar- flokksins í umræðum á alþingi hinn 7. maí síðastliðinn er rætt var um fréttaflutning í sjónvarpi og nokkrir þingmenn úr stjórn- arandstöðunni deildu á frétta- stofu þess fyrir hlutdrægni, röktu dæmi, og gagnrýndu þann hátt fréttastofunnar að skýra ekki frá frumvörpum stjórnarandstæðinga á þingi, þó jafnan sé sagt frá frumvörpum stjórnarinnar. í þessum umræðum voru frétta- menn sjónvarpsins einnig sakaðir um að láta undan ágangi mennta- málaráðherra og væri það skýr- ingin á því, að hann birtist oftar í fréttatíma sjónvarpsins en merk tilefni væru til. Síðastnefndri á- sökun vísuðu fréttamenn á bug í opinberri yfirlýsingu: „Hvorki ráðherra né aðrir utanaðkomandi hafa nokkru sinni sagt okkur fyr- ir um fréttaval eða fréttaviðtöl í fréttum sjónvarpsins ...“ segja þeir. Öðrum ásökunum um hlut- drægni svara þeir engu. Frétta- stjóri svaraði aftur á móti með því að birta yfirlýsingu, þar sem hann taldi knýjandi að settar yrðu reglur um starfshætti sína. í eldhúsdagsumræðum skömmu síðar skýrði Ragnar Arnalds, for- maður hins stjórnarandstöðu- flokksins, Alþýðubandalagsins, frá dæmi um óeðlileg vinnubrögð fréttamanns sjónvarpsins. Frétta- maður þessi hringdi í Ragnar á afmæli Nato og bauð honum að koma samdægurs í sjónvarpið og lýsa afstöðu flokks síns til Nato. Fréttamaðurinn var búinn að fá formenn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins til að koma, en átti eftir að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Nú fer eng- um sögum af viðræðum frétta- manns við Bjarna Benediktsson, en hitt er víst að hann hætti við þennan þátt. Og var þar með úr sögunni eini möguleikinn sem sjónvarpið hafði boðið fulltrúum andstæðinga bandalagsins á að koma fram og lýsa skoðun sinni, að sögn Ragnars, en hann sagði í umræðunum að allt þetta ár hefði enginn and- stæðingur Nato verið kvaddur í sjónvarp. Og því hefur ekki verið mótmælt. Allir sjónvarpsáhorf- endur vita hins vegar hve mikið hefur verið fjallað um bandalag- ið allt á eina og sömu bók. Fáránlegust varð þessi fylgi- spekt við hernaðarstefnuna um það leyti sem Nato átti tuttugu ára afmæli snemma á árinu. Þá hljóp fréttamönnum svo mikið kapp í kinn, að ósögulegar ferðir rússneskra skipa um heimshöfin urðu þeim tilefni í æsifréttir dag eftir dag — og var m. a. flogið mörg hundruð km. suður um Atlantshaf í boði Bandaríkja- manna á Keflavíkurflugvelli til að mynda rússnesku skipin. Grín- ið var kórónað á afmælishátíð- inni í Washington er fréttamað- ur sjónvarpsins fékk þau svör við spurningu sinni um skipin, að ferðir þeirra breyttu engu. Hlutdrægni sjónvarpsins í holl- ustu við bandalagið er mjög al- varlegt mál — ekki fyrst og fremst af því að líkur eru á að skoðanir sjónvarpsins séu skoð- anir minnihluta þjóðarinnar og þessi áróður því valdníðsla — heldur vegna þess að fá mál munu nú tengdari þeirri sjálf- stæðisbaráttu, sem margir hafa við orð að lítil þjóð þurfi stöðugt að heyja. Hvort sem hlutdrægni sjón- varps og einhliða túlkun á skoð- unum núv. ráðamanna: með Nato, með her, með stjórnarfrumvörp- um er vísvitandi, eða sprottin af því að þessar skoðanir eigi svo góðan hljómgrunn í stofnuninni sjálfri að ekki þyki þörf á að láta aðrar skoðanir koma fram, er auðséð að í starf sjónvarpsins vantar mikilvæga meginreglu: virka óhlutdrægni. Það er að í fréttaflutningi sé ekki látið nægja að birta það sem rekur á fjörur fréttastofunnar, eða hald- ið er að henni sérstaklega, held- ur sé leitazt við að draga upp heildarmynd, að mál séu upplýst frá öllum hliðum. Sami skortur á virkri óhlut- drægni kemur fram í erlendum fréttum, en í því efni er aðstaða fréttamanna fyrir neðan gagn- rýni, þar sem þeir hafa aðeins um að velja fréttamyndir frá enskum og bandarískum stöðvum og virðast ekki einu sinni færir um að fella niður úr því efni hráa áróðursþætti, sbr. ýmsar fréttir frá Vietnam. Reyndar er það ekkert undr- unarefni að sjónvarpið hneigist til hlutdrægni á ákveðnum þýð- ingarmiklum sviðum — hitt gegn- ir meiri furðu að það skuli ekki vera verra en raun ber vitni, þegar þess er gætt, að sömu öfl- in eru áhrifamest í útvarpsráði og bera ábyrgð á málflutningi Morgunblaðsins. En kerfisbund- in endurtekning á fölsunum í Morgunblaðinu eins og t. d. um afstöðu Magnúsar Kjartanssonar ritstjóra til innrásarinnar í Tékkóslóvakíu sýnir að sterk öfl sem ekki vilja heiðarlegan mál- flutning eru á kreiki og gegn þeim þarf að sporna vitandi vits. Fréttamenn sjónvarpsins eru yfirleitt duglegir við öflun dag- legra frétta. En þeir eru ekki jafn duglegir við að skýra bak- svið fréttanna, setja þær í stærra samhengi og gera fréttafrásagnir sem varpi ljósi á tiltekin mál, svo ekki sé talað um að þeir reyni að gera úttekt á umdeild- um málum. Slíkar kröfur eru gerðar til allra góðra fréttablaða og fréttamenn sjónvarpsins reyna oft að uppfylla slíkar kröfur en þó sjaldnast á faglegri hátt en með viðtölum og aftur viðtölum. Tökum sem dæmi meðferð sjón- varpsins á atvinnuleysi — það er talað við þennan og talað við hinn, en málið hefur ekki verið tekið myndrænum, sjónvarpsleg- um tökum. í þessu dæmi er þó líklega ekki aðeins um faglegan slóðaskap að ræða, heldur virðist þetta mál falla utan við áhuga- svið frétta- og fræðsludeildar eins og önnur málefni samfélagsins. Það er eftirtektarvert að fræðslu- deild hefur ekki gert nokkra 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.