Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 27
Tafla 2. Spurning 15: Hve „góðar“ eða „slæmar“ eru eftirfarandi þjóðir? Taflan sýnir meðaltal númera, sem börn úr báðum hópum gáfu þjóðunum (því lægra númer því vinsælli þjóð), og mismun meðaltalanna. Sjónv,- Samanb,- hópur hópur Mismunur íslendingar 1.20 1.41 0.21 Englendingar 2.97 3.06 0.09 Norðmenn 3.94 2.79 1.15 Frakkar 4.09 4.41 0.32 Bandaríkjamenn 4.61 5.82 1.21 Afríkumenn 6.56 7.37 0.81 Þjóðverjar 6.85 7.13 0.28 Japanir 7.12 6.60 0.52 Kínverjar 7.70 7.82 0.12 N-Víetnamar 8.90 8.66 0.24 S-Víetnamar 9.27 9.00 0.27 Enginn af ofangreindum mismunum er marktækur, þ. e. a. s. nær ekki merkni 0.05. meir af hugmyndum, sem orðið hafa til og verið æfðar í teikni- tímum í skólanum eða annars staðar. Þannig hafa sjónvarps- börnin mestan áhuga á skemmti- persónum úr kvikmyndum og sjónvarpi, þar sem Fred Flint- stone ber höfuð og herðar yfir aðra, enda höfðu þau, að eigin sögn, teiknikennara, sem var sér- fræðingur í slíkum verkum. Efni í teikningum samanburðarbarn- anna dreifðist nokkru jafnara. Upplýsingar um óskir barn- anna um íramtíðaratvinnu sýna, að sjónvarpsbörnin hafa almennt meiri áhuga á iðngreinum, þar sem óskir samanburðarbarna eru aftur á móti dreifðari. Nokkur munur á hópunum er augljós að því er varðar kynni þeirra af öðrum fjölmiðlunar- tækjum (sjá Töflu 4). Sem sjá má fara sjónvarps- börn nokkru oftar í bíó, þrátt fyrir það að þau horfa á sjón- varp að meðaltali 29 klst. á viku. Ekkert bendir þó til þess, að þau taki glæpamyndir fram yfir aðrar tegundir kvikmynda meira en samanburðarhópurinn. Hins vegar sýna þau mun meiri áhuga á fréttaefni í útvarpi og lesa fleiri dagblöð og tímarit. í heild hlustar samanburðarhópurinn nokki-u meira á útvarp og þá helzt á dægurlagaþætti, leikrit og tómstundaþætti. Einnig lesa þau meira af bókum og þá helzt spennandi unglingasögur. Þann mun, sem hér kemur fram, má túlka sem möguleg áhrif frá sjón- varpi þannig að það taki tíma frá bókalestri og valdi minnkandi áhuga á venjulegu útvarpsefni en auknum áhuga á fréttum og daglegum viðburðum. Ganga má út frá því sem vísu, að önnur meðalgreind 12 ára börn í Keflavík og á Akureyri hefðu svarað öllum okkar spurn- ingum á sama hátt og hóparnir Tafla 3. Svör við spurningu 14: „Hve mikilvægir eru eftirfarandi eiginleikar til að hjálpa manni við að komast vel áfram í lífinu?“ Taflan sýnir meðaltal af mati barna í hvorum hópi fyrir sig og mikilvægi hvers eiginleika fyrir sig, muninn á mati hópanna og merkni þess munar. (Allt metið á skalanum: Mjög mikilvægt = +10, mikilvægt = +5, hvorki mikil- né lítilvægt/,veit ekki = 0, lítilvægt = -4-5, mjög lítilvægt = -4-10). Sjónv.- Samanb.- Munur Merkni hópur hópur munar Hjálpsemi 9.48 7.49 1.99 0.05 Sannsögli 8.34 8.56 0.22 — Góð menntun 8.86 7.48 1.38 — Eiga rétta vini 8.08 7.61 0.47 — Góð greind 8.30 7.36 0.94 — Vingjarnleiki 6.15 6.91 0.76 — Heppni 6.13 6.93 0.80 — Vera vingjarnlegur 6.80 5.70 1.10 (0.25) Vinir fjöiskyldunnar 8.14 4.72 3.42 0.01 Hugrekki 5.57 6.67 1.10 (0.25) Áreiðanleiki 4.37 6.15 1.78 0.05 Gjafmildi 4.58 5.72 1.14 (0.10) 4.25 4.91 0.66 Peningar 2.70 2.84 0.14 (0.25) Vera sniðugur 2.26 3.23 0.97 — Vera tízkuklæddur 2.76 0.53 2.23 0.01 Vera harður í horn að taka 1.66 h-1.43 3.09 0.01 tveir gerðu. Þó verðum við að draga almennar ályktanir með gætni. Hin fyrsta og augljósasta ályktun, sem draga má, er sú, að sjónvarpsefni, hvort sem er frá bandaríska hersjónvarpinu á Keflavíkurflugvelli eða íslenzka sjónvarpinu í Reykjavík, hefur ekki náð að breyta hugmyndum 12 ára barna á sjónvarpssvæðinu að nokkru ráði um flest þau at- riði, sem spurt var um, þ. e. a. s. einfaldar siðferðishugmyndir, glæpi og ofbeldi, hve spennandi eigið líf er, hve eftirsóknarvert líf fullorðinna sé og álit á á- kveðnum þjóðum. Þessi viðhorf hafa staðizt breytingu þrátt fyrir það að meðaltími, sem sjónvarps- tæki hafði verið á heimilum sjón- varpsbarnanna, var 3 ár og 8 mán., og að börnin horfðu á það að eigin sögn að meðaltali 29 klst. á viku (Keflav.sjv. 13 klst., Reykjav.sjv. 16 klst.). Hafa þarf í huga að börnin svara siðferðisspurningum sam- kvæmt þeirri þekkingu á sið- um og þó einkum erlendum fréttnæmum atburðum, þekktum persónum, erlendum dægurlög- um og ensku máli; í stuttu máli: það víkkar svið áhugamála barns- ins, en á hinn bóginn tekur það svo mikinn tíma, að barninu gef- ast færri tækifæri til að grafa dýpra, t. d. með bókalestri. Að lokum mætti draga þá á- lyktun af svörum við spurningu 14, að sjónvarp auki efnishyggju með börnum, þ. e. a. s. áhuga á að öðlast metorð og meðfylgj- andi efnisleg þægindi. Hér verð- ur þó að fara varlega í sakirnar og hafa í huga, að sá munur, sem kemur fram — hér og annars staðar — á viðhorfum barnanna, var ef til vill fyrir hendi áður en nokkurt sjónvarp kom til sög- unnar. Ef vel ætti að vera, skyldi allur slíkur munur jafnaður með hópunum tveim áður en saman- burður fer fram, en því miður er það ekki ávallt auðvelt. Eftir fara nokkur þeirra atriða, sem geta skilið rannsóknarhópana að Tafla 4. Meðaltími, sem börnin sögðust eyða í fjölmiðlunartæki önnur en sjónvarp: Sjónv.- Samanb,- hópur hópur Hve oft á mánuði farið í bíó..................... 3.3 2.7 Hlustað á útvarp í hve margar klst. á dag 2.6 3.1 Fjöldi bóka sem lesnar eru í hverjum mánuði . 4.8 6.9 Fjöldi dagblaða og tímarita, lesinn í hverri viku 22.3 16.2 ferðisvenjum og reglum, sem ríkjandi eru í umhverfi þeirra. Það hefur sýnt sig (sjá t. d. H. Hartshorne & M.A. May, Studies in the Nature of Character, New York, Macmillan 1930), að slík þekking fer ekki ávallt saman við hegðun. Þannig má ekki álykta, að svör við samvizkuspurningum gefi ávallt rétta hugmynd um raunverulega hegðun barnanna í kringumstæðum þeim, sem þar er lýst. Við höfum hins vegar tilhnéig- ingu til að álykta af svörum við spurningunni um réttmæti stríðs, að aukin þekking á eðli og af- leiðingum bardaga og styrjalda leiði til aukinnar andúðar á slík- um viðburðum, þrátt fyrir þann dramatíska búning, sem þeim er oft gefinn í sjónvarpi. Slík niður- staða hefur raunar komið fram áður í rannsókn á viðhorfum barna til athafna vasaþjófa í Bandaríkjunum (L. L. Thur- stone, The Measurement of Values, 1959). Þar eð svo mörg samanburðarbörn svöruðu ekki spurningunni eða vissu ekki, þyrfti þó að fá frekari staðfest- ingu á þessu atriði með nánari rannsókn áður en ákveðin álykt- un er dregin. Enn má álykta, að sjónvarps- efni örvi meira en önnur fjöl- miðlunartæki áhuga á innlend- í upphafi, en mjög erfitt er að jafna: 1. Ríkjandi atvinnuvegur í heimabænum, sem skapað get- ur ákveðnar lífsvenjur og bæj- aranda. 2. Staðsetning bæjarins með tilliti til höfuðborgar, sem getur valdið ólíkum áhrifum, t. d. frá mismunandi dagblöðum og at- burðum, sem gerast á staðnum. 3. Ríkjandi fjölskylduandi og skoðanir á uppeldi og menntun. 4. Sú staðreynd, að fjöldi bandarískra hermannafjölskyldna býr í Keflavík og nágrenni, þannig að íslenzk og bandarísk börn leika sér gjarna saman. Flest þessara atriða eru sam- ofin, og áhrif þeirra er erfitt að mæla. Hins vegar gefa hinar líku heildarniðurstöður frá báðum hópum í skyn, að sé einhver mun- ur á Keflavík og Akureyri að því er varðar ofangreind atriði, þá hefur sá munur breytt við- horfum barnanna hverfandi lítið. Sama er að segja um sjónvarpið — sem vissulega veldur mun — að því er varðar atriði þau, sem börnin voru spurð um, og geng- ur sú meginniðurstaða sannar- lega í berhögg við þær skoðanir, sem ég hafði áður á málinu og urðu til þess að ég tókst þessa rannsókn á hendur. Gretar L. Marinósson. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.