Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 28
Þorsteinn Antonsson: Fjöimiðtun Umhverfi mitt er ekki stað- reyndaheimur stjarna og fang- elsa, heldur hillingaheimur sjón- varps og bíómynda. Það er raun- veruleikinn ummyndaður að lit og hlutföllum. Umhverfi mitt er ekki byggt fólki af holdi og blóði; ég sé að vísu slíkum ver- um bregða fyrir, en fremur sem skapbrigðalausum Hadesarver- um; nei, þeir staðgenglar, sem svala félagslegri þörf minni, eru gráir dvergar sjónvarpsins og afmánir kvikmyndatjaldsins. Það er heimur þagnarinnar, heimur hins hlutlausa áhorfanda, minn, þar sem ég sit litverpur við skerminn eða í niðamyrkri kvik- myndahúss í jógatransi og neyt- andastellingum í andlegu fjar- skiptasambandi við hinn dul- vædda hillingaheim. Veröld mín er sundruð í ótölulegan grúa smáparta, þar sem víxlast á raun- veruleiki og óraunveruleiki, fyr- irmynd og eftirmynd, hraðar en svo, að ég nái að greina i milli hvað sé hvað. Ég er neytandi gagnvart bókum, bíómyndum, sjónvarpi, greipilegu vöruúrvali, þindarlausu skólunarþrugli, og viðnámsþrek mitt, sem af nátt- úrunnar hendi er ekki mótað til að standast slíkt úrhelli, er fyrir löngu orðið meyrt. Neyzluvenjur mínar eru ekki mótaðar af mér, þær eru meira að segja í sumum tilvikum í andstöðu við það, sem ég raunverulega vil, þá sjaldan ég get gert mér grein fyrir vilja mínum; þær eru til orðnar með þeim hætti, að heil fyrirtæki uppá þúsundir manna og stað- sett í fleiri en einu þjóðlandi hafa steðjað gegn mér með of- boðslegum fyrirskipunum, sem dunið hafa á mér uppstyttulaust, unz ég hef látið að þeim með undarlegu samblandi af gleði og hryggð í geði mínu. Ég hef oft kúgazt undan of stórri inngjöf af útvarpsefni. Sérstaklega meðan ég var yngri og átti mér færri undankomu- leiðir. Ég hef orðið aðnjótandi þeirrar vafasamt ánægjulegu en sérdeilis dularfullu reynslu að hlusta, þegar ég hef verið í svefnrofunum og hvergi nærri neinu útvarpi, á rödd útvarps- þular taka sig upp og flytja sam- fellt og með sama hraða hluta af erindi, sem ég hef þá áður heyrt undir væng. Stundum hef ég kannazt við upprunann, ella hef- ur brotið verið of lítið til að ég hafi náð að rekja saman orsök og afleiðingu. Þessi reynsla nær langt inní óvit svefnsins. Hún er oftast ógeðfelld, stundum hlægi- leg. Og hún nær ekki aðeins til mælts máls, heldur einnig til tónverka, og það hefur komið fyrir að ég hafi hlýtt andaktug- ur á tónverk í svefnrofunum eða í draumi. Á þennan hátt lærði ég að njóta sígildrar tónlistar löngu áður en ég fór að gefa henni gaum vakandi. Þegar ég var unglingur rifust dægurlögin um vitund mína eins og vargar um bráð. Með ein- beitni stóð ég jafnframt í bar- áttu við að bægja þeim frá. Þau komu mörg í einu með öllum þeim lit-, afl- og víddatáknum og tilfinningum, sem ég hafði upp- lifað við að hlýða á flutning þeirra í hin ýmsu skipti. Þau fléttuðust saman, ómuðu sundur- tætt, og önnur ný komu fram. Á þessu gekk hvort sem mér líkaði betur eða verr. Á þessum tímum gerði velvilj- að fólk mikið af að brýna fyrir unglingum, að þeir skyldu ekki leggja sig of mikið eftir dægur- lagagauli. Það var rætt mikið um þennan tónlistaráhuga ungl- inganna og vitnað til aðlögunar- sérfræðinga í því sambandi. Það tal orkaði á mig eins og maður stæði á bryggju og kallaði til annars sem væri að því kominn að drukkna, að hann skyldi ekki súpa sjó, því að saltið skemmdi magann; kæmi svo með formúlur máli sínu til sönnunar. Samtímis vöndu hinir eldri sig af því að tala hver við annan og höfðu kveikt á viðtækjum sínum öllum stundum til að kæmi ekki þögn. Hinir elztu hlustuðu á jarðar- farir oft í viku af nautn, sem sannarlega var hrollvekjandi. Ég man eftir einni kerlingu, sem var hálfheyrnarlaus og var tengd með hlustunarapparati við út- varp og sat við það öll kvöld þannig frá gengin. Einum manni vitlausum hafði ég afskipti af um skeið. Hann var orðinn að útvarpi og gat ekki lengur talað af sjálfum sér, en flutti útvarps- þætti í síbylju. Ef hann vildi segja eitthvað, þurfti hann fyrst að koma því í tilkynningarform. Og ef einhverjir ættu skilið sam- jöfnuð við eiturlyfjaneytendur í þessu tilliti, þá eru það íslenzkir sveitamenn. Útvarpið er alstaðar í gangi. Fyrirbærið er dæmigert um, hvernig íslendingar fara að því að móta sér félagslegar venjur. Stöðin hefur verið starfrækt um áratuga skeið, en fólk notar við- tæki sín eins og hún hafi verið opnuð í gær. í almenningsvögn- um, jafnt langferðavögnum sem öðrum, er útvarpið í gangi frá morgni til miðnættis. Á matsöl- um sitja menn undir jarðarfarar- tilkynningum og auglýsingum meðan þeir snæða. Og sama er að segja um heimili yfirleitt. Dægurlagatónlistin er ungl- ingnum nauðsyn. Ofsi hennar spennir einmitt upp þær járn- greipar, sem hinir eldri nísta hann af ótta við öra ummyndun hans. Hún er unglingnum meitill sem hann beitir til að mölva ut- anaf sér stokkfreðið form skipu- lagsins; honum er nauðsyn að fleyga sundur það háttarlag, sem staðnað fólk heldur að honum, koma undir sig fótum, öðlast sjálxskennd og eigin hugmyndir um kerfið. Ég var mjög áhrifagjarn, þegar ég var unglingur, þó skömm sé frá að segja. Ef ég var til dæmis í bíó, þá fann ég eftirá, að ég hneigðist til að haga mér eins og einhver karakterinn í mynd- inni. Það var alls ekki endilega aðalmaðurinn. Og ég reyndi ekki beinlínis að stæla þennan kar- akter viljandi, heldur fór á mig atferli einhvers í myndinni ósjálf- rátt. Við kringumstæður, sem leiddu til sömu kenndar og hafði snortið mig meðan á sýningunni stóð, kom karakterinn ásamt at- vikasamstæðu frammí hugann með jafnósjálfráðum hætti; sam- stæðan var umturnuð og blönduð öðrum reynslubrotum, orðin að einskonar heildarmynd, líkt og orð. En hún var frábrugðin orði í því, að hún dró merkingu sína aðeins af hluta ákveðinnar kvik- myndar. Þessi heildarmynd, sem stóð mér óljóst fyrir hugskots- sjónum við gefnar kringumstæð- ur, hafði svo miklu máttugri geð- brigði í för með sér, að hún svalg í sig þau hughrif, sem ég sjálfur hafði af atferli mínu við kringumstæðurnar. Þannig varð ég, jafnframt því að vera ég sjálfur, karakterinn. Og af því ég vissi af þessu tvöfalda hlutverki mínu og að ég var eiginlega að framkvæma í nafni annars, þá var ég til muna ákveðnari í fram- komu við þessar gefnu kringum- stæður. Tengslin milli þeirrar verald- ar, sem neytandi fjölmiðlunar lifir sig inní við neyzluna, og þeirrar, sem umlykur hann þá og ella, eru mér óráðin gáta. Ég sit til dæmis fyrir framan sjón- varp og fæ að vita, að um beina útsendingu sé að ræða. í húsi útí bæ sitja tveir menn og rök- ræða, og á sama tíma sit ég og horfi á einlitar, tvívíðar myndir þeirra á dálitlum glerskermi í hinum enda bæjarins. Tengslin milli mín og þeirra eru skýrð með vísindalegum hætti, en um veruleik sjálfs upprunans get ég ekkert vitað. Útsendingin gæti allteins verið af filmu, þ. e. a. s. umræðurnar hafi þegar átt sér stað og sé lokið. Það sem ég er með fyrir skilningarvitunum, þeg- ar ég sökkvi mér niðrí málefnið, væri þá nokkurra millimetra breið myndræma, sem ber fyrir sjónarsvið mitt með miklum hraða, staðreynd sem ég yrði óþyrmilega var við, ef filman slitnaði. Þessi möguleiki rennur upp fyrir mér, þar sem ég sit fyr- ir framan skerminn, og ég verð mér vitandi um tvö reynsluform, sem ég get ekki samræmt; ann- arsvegar litverpt mannsígildi, sem ég, hrifinn inní umræðurnar, tek fullgilt sem mennskt og því með frumkvæðiseigindir (es- sence); hinsvegar myndræmu, þar sem hver mynd fyrir sig, livað stærð snertir, stæði varla útaf nögl. Útsendingin gæti meira að segja hafa verið hluti af kvikmynd og ég tekið af fullri alvöru það sem alls ekki var meint sem slíkt. Ég sé fyrir mér kvikmyndagerðarmanninn við klippingu filmunnar hagræða nosturslega örsmáum myndunum með það fyrir augum að ná frarn hjá áhorfendum þeim geðbrigð- um, sem hann æskir, líkan risa, sem breytir mönnum í kletta og klettum í menn samkvæmt duttl- ungum sínum, sem mönnum eru, vegna eðlismunar, óskiljanlegir. Filman byggir á sjónhverfingum að verulegu leyti; hún er mögu- leg vegna þess að menn í aðlögun sinni hver að öðrum móta með sér einskonar manneskjustaðla, sem þeir ósjálfrátt færa hinar raunverulegu rnanneskjur til samræmis við á stund reynslunn- ar. Þegar svo aðlagað sambýlis- fólk horfir á risavaxna manngerv- inga kvikmyndatjaldsins eða dvergsmá mannsígildi sjónvarps- skermsins, yfirfærir það víddar- skyn sitt og persónustaðla á flöt- inn og lifir sig inní atburðarás- ina. Myndfjölmiðlun rænir menn hæfileikanum til að skynja hver annan. Fyrr en þá varir eru þeir farnir að sjá hver annan og ver- öldina filmrænt. í stað þess að eiga innangengt í hillingaheim tjalds og skerms vegna gamal- kunnugleika mannsígildanna, er maður farinn að upplifa kynni sín af fólki eins og það væri óefniskenndar og tilfinningalaus- ar leikfígúrur á tjaldi, gervismíði einhvers yfirvættismikils kvik- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.