Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 29
myndavers. Einnig sjálf aðstaða neytandans temur honum að halda við rofi milli sín og ótil- kvæmilegs umheims, þar sem hann verður að gera hvorttveggja í senn að samlaga hversdagsleg viðbrögð sín myndbrigðum sýn- ingarinnar og raska ekki innlif- un annarra áhorfenda með nein- um eiginlegum viðbrögðum, þótt engum takmörkum sé sett hvað fyrir hann ber. Atvik, sem höfð- ar sterkt til árásarhvatar hans, er skeytt aftan við lágfreyðandi un- aðsbríma og umlukið tregaslagi þrívíðra tóna sígilds verks; El- vira Madigan er skotin meðal blóma og fiðrilda af unnusta sín- um meðan leikin er sinfónía eftir Mozart; afleiðingin er lost á- horfandans og síðan tilfinninga- sljóleiki. Filman er gerviveröld, og áhorfandinn verður bæði að gleyma því og muna í senn; ánægja hans er undir því komin að hann gleymi sér við efnið, en viðbrögð hans, að honum sé ljóst, að um uppspuna er að ræða. Hann verður því að ávinna sér varnagla við óvæntum at- burðum. Sveitamaður, sem ekki hefur farið áður í bíó, stekkur upp og ber saman hnefunum af ákafa. Hinsvegar eru allar líkur á að bæjarmaðurinn verði klumsa, ef eitthvað ber fyrir hann í virkileikanum, sem ekki fellur í löð við skipulag velferð- arríkisins; þá er atburðurinn strax orðinn hilling og hann ó- virkur áhorfandi. Myndir filmræmunnar gegna svipuðu hlutverki og orð í les- máli. En þær verka á andstæðan hátt. Filman er dregin áfram fyrir augum áhorfandans, svo að segja, til þess að ýfa innra með honum hin kjörnu viðbrögð. Það er skekið að honum hverskyns effektum til að hafa hann með á nótunum. En við lestur er það lesandinn sjálfur, sem er hinn virki aðili. Hann fikrar sig á- fram frá línu til línu, og stafirnir eru fyrir framan hann í smæð sinni, hljóðir, kyrrir, næstum hlédrægir og óræðir öðrum en þeim, sem lært hafa táknmál þeirra. Lesandinn getur gripið til bókarinnar, þegar hann vill, og honum er í sjálfsvald sett, hve vel hann les hana. Ég tel það höfuðkost bókarinnar framyfir filmuna, að hún hvetur menn, en filman letur óháð því hvert efnið er. Hvað ER í raun og veru að horfa á leikrit? Áhorfandinn situr í salnum og horfir á leiksviðið; m. ö. o. hann dvelur í sama sjónpunkti, meðan leikurinn varir, umlukinn veggj- um og horfir inná pall, sem einn- ig er afmarkaður, nema á þann veg, sem að áhorfandanum snýr. Hús og svið eru þannig byggð, að þau leiða sjónlínuna og þjappa henni að miðsvæði sviðsins. Þar fer fram eftirlíking mannlegra samskipta. Aðferðin hefur þann kost, að hægt er að sniðganga ýmis atriði, sem menn eru bundn- ir af í dagfari sínu, s. s. krónó- lógíu, staðhætti; siðir, fjarlægir í tíma eða rúmi, eru útfærðir á sviðinu. Hinsvegar er áhorfand- inn í aðstöðu, sem væri honum ótilkvæmileg án hjálpartækja sem þessa; hann fylgist tilsýndar með fólki í samlífissamfellu þess, þar sem meining og mannlegar kenndir miðast við verkið sjálft, eru aðeins raunverulegar innan þess; í heimi áhorfandans eru tengslin milli hans og þessa forms ópersónulegt mat á listaverki — líkt og einhver guð hugsi sem snöggvast til lífsins á afskekktri reikistjörnu. Og hér er líkt á komið og með filmuna; það er alveg sama, hvað ber fyrir skiln- ingarvit áheyrandans, hann er alltaf hjúpaður óraunveruleik, en á sviðinu er þó tilgerðin miklu gagngerari, og verði áhorfandinn síðar fyrir reynslu sambærilegri annarri, sem fyrir hann hefur borið á sviðinu, stendur gervi- keimur hinnar fyrri í vegi fyrir að hann geti notið ferskleika hinnar síðari. Þau fyrirbæri, sem hreyfast um sviðið og halda hug áhorf- andans föngnum, eru ekki mann- eskjur í venjulegum skilningi. Formið — það sem hann sér — er framvarp í tímann á hátternis kerfi og umhverfi, sem mann- eskjur, leikarai'nir, hafa tekið á sig að verða að: leiksviðið er hinn deterministiski heimur, andstætt þeim sem þeir lifa í dagsdaglega. Mismunur þessai'a tveggja heima, þar sem annar hefur skapað hinum örlög, gerir það að verkum, að áhorfandinn upplifir skemmtun sína, sem er í því fólgin, að hann verður sér um stund meðvitandi um frelsi sitt umfi-am leikpei'sónurnar. Niðrí þennan determinisma smækkar leiksviðið allt, sem þar er fært upp; hann er takmark þessa listforms. Það sem vekur geðbrigði mannsígildanna á sviðinu er ekki utanvið þau sjálf, nema að svo miklu leyti sem þau eru ósam- kvæm sjálfum sér. Hversu góð- ur sem leikurinn er, er hann þó uppgerð, og hið raunverulega tii- efni geðbrigðanna er ekki al- mennt atriði mannlegi-a sam- skipta, heldur einstakt og átekið af leikaranum. Eiginleg sam- skipti manna á meðal einkennir samhengi í viðbrögðum viðræðu- aðila; þegar annar hefur gert hlé í máli sínu, gætir óvissu í fari hins, jafnvægisröskunar; hann saknar sem snöggvast kunnug- leikans úr fari hins; óstyrkui'inn ýfir árásai’hvöt hans, sem kemur göfguð fram sem tjáning hans — þessi atriði, sem eru endalaust n\önnum til smáóþæginda, vantar í tilbui'ði leikpersónanna eða það er mishljómur í skipun þeirra. Það, sem er á sviðinu, er að reyna að vera annað en það er. Hér er líking við gervimennsku og ópersónuleik skriffinnskurík- isins, enda hafa vinsældir leik- ritsins vaxið með því. Leikarinn er í starfi sínu tvær manneskjur innan sama lát- bragðs. Við íslenzkar aðstæður kernur upp vandamál, með því að úr svo fáum leikurum er að velja, að áhorfandi, sem eitthvað gerir að því að fara í leikhús, verður fljótlega kunnugur leik- aranum, manninum að baki gerv- inu; kunnugleiki sem svo stend- ur í vegi fyrir að persónugei'v- ingurinn verði metinn ómengað. Áhorfendurnir venjast á að ræða sín í milli leikarana, en hvorki leikrit né persónur þess. Á leik- arana orkar slíkt públikum sem dragbítur, og hinir eldri eru mai'gir hverjir svo mótaðir oi'ðn- ir, að þeir hafa einfaldlega einn leikkax-akter, sem þeir láta ganga óbreyttan að öllurn hlutvei'kum. Lífið er ekki leikrit, því að rnenn geta ekki kastað hlutverk- um sínum og komið fram sem hinir sönnu menn. Að temja sér það hugai'far, að fólk, sem mað- ur hefur daglega afskipti af, sé óraunverulegar ytri skeljar, en í-aunveruleiki þess sé einhvers- staðar annars (heima hjá því; í huga þess), er misskilningur, sem leiðir til þess eins, að maður verður æ ístöðulausai'i sjálfur. Að lifa er ekki að vera á leik- sviði; að gangast inná hið gagn- stæða er að ganga á mála gagn- kvæmrar sjálfsblekkingar, sem ætluð væri til að gera mönnum aðstöðuna þægilegri, en veldur, þegar til lengdar lætur, meiri örðugleikum. Hinar leiknu per- sónur eru í leikhúsum og fjöl- miðlun mynda. Þær eru hinar óraunverulegu manneskjur, enda getur leikandinn kastað gervinu. Afgreiðslumaður í búð tekur að vísu á sig staðlaða fi'amkomu af- greiðslumanns, en hann er frá sjónarmiði mínu, þegar ég skipti við hann, hinn eini algjöri veru- leiki. Þorsteinn Antonsson. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.