Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 31
„Þótt ég telji þingsályktunartillögu Alþýðubandalagsins fráleita og enga ástæðu til afskipta Alþingis af málinu sérstaklega nú, úr því að það aldrei hefur komið til kasta þingsins á neinu stigi þess, þá tel ég jafn sjálfsagt að íslenzk stjórnvöld hafi augun opin fyrir því, að einka- aðstaða erlends aðila til sjónvarpsrekstrar í landinu er viðkvæmt mál og varasamt, sem fylgjast þarf vel með og setja þau takmörk eftir föng- um, að erlendur hugsunarháttur og siðvenjur, þótt gott kunni að vera á sínum stað, ýti ekki til hliðar íslenzkum hugsunarhætti og sérkennum, sem telja verði rétt að vernda, en einnig á þessum sviðum sem öðrum verðum við þó að minnast þess, að við getum ekki byggt um land okkar neinn Kínamúr. Við erum undirorpnir erlendum áhrifum úr öllum áttum, og til lengdar ræður það því fyrst og fremst varðveizlu íslenzkra sérkenna, hvort þau eru það sterk í eðli og vitund, að við sjálf hvert og eitt viljum vernda þau.“ Úr ræ5u Magnúsar Jónssonar frá Mel í útvarpsumræðunum 28. febrúar 1961. urinn, sem sjónvarpssendingarn- ar næðu til, skertur með þartil- gérðum skermi. Töldu margir, að meðan svo væri um hnútana bú- ið, væri vallarsjónvarpið hlið- stætt kvikmyndahúsum eða öðr- um skemmtistofnunum í herstöð- inni. Hernum var semsé veitt heimild til að starfrækja sjón- varp á skýrt afmörkuðu svæði, þannig að formlega afsalaði Rík- isútvarpið sér ekki einkarétti til sjónvarpssendinga á íslandi, eins- og það gerði tvímælalaust árið 1961 með því að samþykkja marg- falda stækkun Keflavíkurstöðv- arinnar og óhefta útbreiðslu bandaríska sjónvarpsins meðal íslendinga. Brátt kom þó í ljós, að á ákveðnum stöðum í Reykjavík og nágrenni mátti sjá hinar banda- rísku sjónvarpssendingar, og ýtti það mjög undir smygl og ólög- lega sölu sjónvarpsviðtækja hjá Sölunefnd setuliðseigna. Þó mót- tökuskilyrði væru yfirleitt slæm og drægju ekki til sín almenna athygli, var hér kominn fram annar þáttur sem braut algerlega í bág við anda útvarpslaganna og þau skilyrði sem starfsemi þess- ari voru upphaflega sett. Hér var með öðrum orðum kominn inní íslenzka menningarhelgi áhrifa- mesti fjölmiðill jarðarbúa í hönd- um erlendra herstjóra, ánþess íslenzk stjórnvöld létu málið hið minnsta til sín taka. Að vísu var Bandaríkjamönnum synjað um leyfi til að stækka sjónvarpsstöð- ina árið 1956 af sömu ríkisstjórn og veitt hafði sjónvarpsleyfið árið áður, en sú neitun fól vitan- lega ekki í sér neina lausn á að- steðjandi vanda. í apríl 1958 báru þeir Einar Olgeirsson og Jónas Árnason fram þingsálykt- unartillögu um að stöðva útvarps- og sjónvarpsrekstur í herstöð- inni á Keflavíkurflugvelli, en málið var aldrei tekið til um- ræðu á Alþingi. Nýtt leyfi — án skilyrða Leið svo framtil vors 1961. Þá gerist það, að póst- og síma- málastjóri skrifar bréf, dagsett 11. apríl, til utanríkisráðuneytis- ins, sem nú heyrði undir Guð- mund í. Guðmundsson, og skýrir frá því, að yfirmaður setuliðsins hafi nýlega beint þeim tilmælum til sín, að íslenzk yfirvöld gæfu heimild til stækkunar á sjón- varpsstöðinni á Keflavíkurflug- velli úr 50 í 250 vött, þannig að orka hennar fimmfaldaðist. Kveðst póst- og símamálastjóri hafa rætt málið við útvarpsstjóra, sem hafi ekki séð neitt athuga- vert við að veita leyfið (útvarps- stjóri var Vilhjálmur Þ. Gísla- son). Utanríkisráðuneytið beið þá ekki boðanna og veitti leyfið tveim dögum siðar, 13. apríl, án nokkurra skilyrða um útbreiðslu sjónvarpssendinga, en leyfisbréf póst- og símamálastjóra (sem var Gunnlaugur Briem) er dagsett 17. apríl 1961. Lengi framanaf var hljótt um þessa einstæðu leyfisveitingu, og það var ekki fyrr en 10. nóvem- ber að hún var kunngerð Alþingi, vegna framkominnar fyrirspurnar frá Þórarni Þórarinssyni, sem átti sæti í útvarpsráði og hafði ekki fyrr heyrt þess getið, að Ríkisútvarpið hefði fjallað um málið. Má það útaf fyrir sig telj- ast fádæma kæruleysi, nema öðru verra hafi verið til að dreifa, að taka ekki svo alvarlegt og af- drifaríkt mál til umræðu í út- varpsráði, sem fer þó með æðstu stjórn Ríkisútvarpsins, og ennþá furðulegra er, að því var ekki hreyft á Alþingi fyrr en löngu eftir að gengið hafði verið frá því, og þá af þingmanni og út- varpsráðsmanni sem hafði verið leyndur öllum málsatvikum. Þá um haustið urðu ýmsir til að mótmæla stækkuninni, þar sem fyrirsjáanlegt þótti, að hér væri verið að greiða hinu erlenda sjónvarpi götu inná fjöldamörg íslenzk heimili, þó sennilega hafi engan órað fyrir þeirri þróun sem átti sér stað næstu fjögur til fimm árin. í útvarpssal var efnt til umræðufundar um málið 25. nóvember 1961, þar sem við Þórhallur Vilmundarson prófess- or andmæltum harðlega stækkun sjónvarpsstöðvarinnar og færð- um fram ýmis rök fyrir því, að hér væri lagt inná mikla óheilla- braut í íslenzkum þjóðernismál- um. Andmælendur okkar, verk- fræðingarnir Gísli Halldórsson og Sigurður Þorkelsson, gerðu lítið úr hættunni, töldu stækk- unina breyta litlu um útbreiðslu bandaríska sjónvarpsins og fjöl- yrtu um alheimssjónvarp, sem er þessu máli vitaskuld með öllu óskylt. Nokkur blaðaskrif urðu einnig um málið, og var óspart tönnlazt á því af hálfu verjenda stækkunarinnar, að vonlaust væri að sporna gegn eðlilegri þróun, enda væru andmælendur banda- ríska sjónvarpsins sporgöngu- menn bændanna sem riðu til Reykjavíkur sumarið 1905 til að mótmæla símanum! Mótmæli liefjast Haustið 1961 samþykktu nem- endur Menntaskólans í Reykja- vík mótmæli gegn stækkun sjón- varpsstöðvarinnar með um 350 atkvæðum gegn 7. Sömuleiðis skoraði Rithöfundafélag íslands á ríkisstjórnina að afturkalla stækkunarleyfið, og skrifuðu undir þá áskorun 67 rithöfundar af 71, sem til náðist. Þessari mót- mælaöldu linnti að heita má ekki fyrr en 1965, en þá sendu um 600 stúdentar við Háskóla ís- lands frá sér áskorun sem hneig í sömu átt og áskorun sextíu- menninganna tæpu ári áður, og 17. júní það ár gáfu nokkrir sextíumenninganna út blaðið ,,Ingólf“, sem vakti mikla athygli. En víkjum nánar að viðbrögð- um Alþingis við málinu, meðan það var enn á byrjunarstigi. Á fundi í sameinuðu þingi 22. nóv- ember 1961 var útbýtt tillögu til þingsályktunar um afturköllun sjónvarpsleyfis og fleira. Flutn- ingsmenn voru Alfreð Gíslason (læknir), Einar Olgeirsson, Finn- bogi Rútur Valdimarsson og Lúð- vík Jósepsson. Tillögunni fylgdi ítarleg greinargerð þar sem rak- in var saga útvarps- og sjónvarps- reksturs Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli allt frá árinu 1951. í síðasta þætti greinar- gerðarinnar, undir fyrirsögninni „Tími til viðnáms“, segir meðal annars: „Það er þannig langur vegur frá, að hér sé aðeins um tæknilegt atriði að ræða, svo sem mál þetta hefur verið túlkað á þingi. Málið snýst einfaldlega um það, hvort miða eigi menn- ingarlíf íslenzku þjóðarinnar við frumstæðustu dægrastyttingu út- lendra hermanna í leiðinlegri bækistöð. Vilja flutningsmenn þessarar tillögu ekki trúa því, fyrr en á er tekið, að Alþingi kasti frá sér í blindni því fjör- eggi, sem menning og tunga þjóðarinnar er.“ Á deildafundum 4. desember 1961 var útbýtt frá sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um sjónvarpsmál, og voru flutn- ingsmenn þeir Ágúst Þorvalds- son, Eysteinn Jónsson, Jón Skaftason, Karl Kristjánsson og Þórarinn Þórarinsson. Tillagan hljóðaði svo: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina: 1) Að gera nú þegar jullnœgj- andi ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir þá stœkkun sjónvarps- sviðs sem fyrirhuguð hefur verið frá Keflavíkurstöð varnarliðsins. 2) Að ganga rikt eftir því, að af hálfu varnarliðsins sé fullnœgt þeim skilyrðum sem sett voru árið 1954 fyrir sjónvarpsleyfi þess. 3) Að láta Ríkisútvarpið hraða ítarlegri athugun á möguleikum þess, að íslenzka ríkið komi upp vönduðu sjónvarpi, er nái til allra landshluta og sé rekið sem þjóð- legt menningartœki. Áœtlanir um stofn- og rekstrar- kostnað slíks sjónvarps svo og álit sitt og tillögur um þetta mál leggi stjórn Ríkisútvarpsins sem fyrst fyrir Alþingi. í greinargerð fyrir tillögunni „Bent er á, að sjónvarp á erlendu máli sé hættulegt fyrir tungu og þjóðerni íslendinga. Segja mætti einnig, að erlent útvarp, sem heyrist hingað, að kvikmyndahúsin um allt land, að erlend blöð, bækur og hljómplötur, sem streyma til landsins, sé allt að vissu leyti hættulegt. Ég skal fúslega viðurkenna, að í öllu þessu felst nokkur hætta, en við megum ekki mikla hana fyrir okkur um of. Við skulum ekki gleyma þeirri sögulegu staðreynd, að íslenzk tunga og menning blómgast mest og bezt, þegar samgöngur við önnur lönd hafa verið greiðastar, en komizt næst útrýmingu í innilokun, þröngsýni og einangrun. Við getum aldrei varið menningu okkar með gaddavírsgirðingum, boði eða banni. Ef við erum sífellt hræddir við umheiminn og áhrif hans, erum ávallt að fárast af minnimáttarkennd yfir einu og öðru, þá erum við í hættu. Menningu okkar getum við varðveitt, ef við höfum heilbrigða trú á sjálfum okkur og komum fram eins og sjálfstætt og óhrætt fólk. Okkur ber að styrkja kjarnann í uppeldisstarfi og skólum, listum og vísindum og hverskonar íslenzku menningarstarfi." Úr ræðu Benedikts Gröndals í útvarpsumræðunum 28. febrúar 1961. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.