Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 32
..Flutningi þessarar tillögu hér er estlað að þjóna þrennum tilgangi fyrir kommúnista: í fyrsta lagi að beina athygli íslendinga frá hinni hörðu og hryllilegu valdabaróttu austur í Kreml. í öðru lagi að draga athygli iandsmanna frá hinu mikla fylgishruni, sem kommúnistar hafa orðið fyrir í stjórnarkosningum verkalýðsfélaganna. i þriðja lagi til þess að hressa upp á samtök hinna svokölluðu hernámsandstæðinga .... Það má sjálf- sagt deila um það efni, sem stöðin sendir frá sér, hversu heppilegt það er fyrir hina ýmsu aldursflokka. Það væri mun eðlilegra, ef af alvöru og ábyrgðartilfinningu væri unnið, en ekki af einskærri sýndarmennsku af flutningsmönnum, að flutningsmenn óskuðu eftir því að íslenzk stjórn- völd beittu sér fyrir því, ef ástæða væri til, að það efni, sem stöðin sendir frá sér, væri vel valið og til þess fallið að fræða og skemmta á heilbrigðan hátt. En hér er engu slíku til að dreifa hjá háttvirtum flutningsmönnum, enda heilindin að sama skapi. Háttvirtir flutnings- menn ræða ekki heldur í greinargerð fyrir þessari tillögu sinni um möguleika þá, sem falizt gætu í samstarfi íslenzkra stjórnvalda og sjónvarþsstöðvarinnar um flutning landkynningarmynda svo og almennra freeðslumynda . . . Sjónvarpið verður tekið almennt í notkun á js- landi áður en langt um líður hvort sem kommúnistum líkar betur eða verr . . . “ Úr ræðu Matthíasar Á. Mathiesens í útvarpsumræðunum 28. febrúar 1961. sagði meðal annars: „Því verður ekki að óreyndu trúað, að Banda- ríkin vilji misbjóða vinveittri smáþjóð með því að setja upp vegna sinna manna, er eiga um stundarsakir dvöl í landi hennar, sjónvarpsstöð er trufli andlegt líf hennar og sérþjóðlega menn- ingarviðleitni. Sú framkoma gagnvart íslendingum mundi stórlega spilla sambúð þeirra við þessa þjóð, sem þeir virða mikils og kjósa að hafa samstöðu með.“ MálfIutningur stjórnarflokkanna Á 38. fundi í sameinuðu þingi 28. febrúar 1962 var tillaga um afturköllun sjónvarpsleyfis tekin til umræðu (útvarpsumræðu). Þessir þingmenn tóku tii máls: Alþýðubandalagsmennirnir Al- freð Gíslason læknir, sem var flutningsmaður tillögunnar, og Geir Gunnarsson, Alþýðuflokks- mennirnir Guðmundur í. Guð- mundsson utanríkisráðherra og Benedikt Gröndal, Sjálfstæðis- flokksmennirnir Matthías Á. Matthiesen, Alfreð Gíslason bæj- arstjóri og Magnús Jónsson frá Mel, Framsóknarflokksmennirnir Karl Kristjánsson, Jón Skafta- son og Þórarinn Þórarinsson. Þessar umræður voru einkum fróðlegar fyrir málflutning for- mælenda hermannasjónvarpsins úr Alþýðuflokknum og Sjálf- stæðisflokknum, ekki sízt í ljósi staðreynda sem síðar komu á daginn. Guðmundur í. Guðmundsson sagði meðal annars: „Þess eru ekki tök að fá stöð, sem er af jafnlitlum styrkleika og núver- andi stöð, því þær fyrirfinnast ekki. Sú minnsta stöð, sem talið er, að hægt sé að fá í staðinn fyrir þessa stöð, er sú stöð, sem þegar hefur verið leyfð. Það er algerlega rangt, sem flutnings- menn þessarar tillögu eru að reyna að halda hér fram, að hin nýja stöð muni ná svo og svo miklu lengra út en núverandi stöð hefur gert. Það er upplýst af sérfræðingum og meðal ann- ars vottað af póst- og símamála- stjóra, að hin nýja stöð mun varla ná meira en innan við 10 kílómetrum lengra heldur en nú- verandi stöð nær. Styrkleikinn verður meiri á flugvallarsvæðinu sjálfu og allra nánasta nágrenni þess, en langdrægni stöðvarinnar eykst ekki meira en innan við 10 kílómetra þrátt fyrir stærð- ina. Hér er um svo óverulega stækkun að ræða, að mér finnst ekki geta komið til mála að taka af sjónvarpið á Keflavíkurflug- velli eingöngu vegna þessarar stækkunar." Alfreð Gíslason bæjarstjóri í Keflavík sagði meðal annars: „Sjónvarpsstöðin á Keflavíkur- flugvelli er sú tuttugasta og fjórða í röðinni af þeim sjón- varpsstöðvum, sem Bandaríkin hafa komið sér upp víðsvegar um heim á varnarsvæðum sínum, og hefur eflaust fjöldi stöðva bætzt við síðan árið 1955. Sjón- varpsstöðvar þessar munu yfir- leitt hafa verið leyfðar af við- komandi ríkisstjórnum hömlu- laust og munu engar þeirra með minni útsendingarorku en 250— 300 vatta. Flutningsmenn beggja þessara tillagna, sem hér eru til umræðu, virðast hafa þá skoðun, að með því að hækka orkuútsend- ingu úr 50 vöttum í 250 vött eða fimmfalda orkuna, þá hljóti sjónvarpssvið eða sjónvarpsvídd stöðvarinnar að fimmfaldast, þ. e. nái yfir allt að fimm sinnum stærra svæði en áður. Kemur þessi skoðun greinilega fram í greinargerð Framsóknarmanna fyrir tillögu sinni, því að þar tala þeir um að sjónvarpið muni vegna þessarar orkuaukningar ná um alla byggð Faxaflóa og til byggðanna á Suðurlandi eða til meira en helmings landsmanna. Þessi skoðun er hins vegar mik- ill misskilningur. Sérfróðir menn um sjónvarp halda því fram, að þótt orkusending í loftnet sé fimmfölduð eða jafnvel tífölduð, þá nái hinar sjónvörpuðu myndir ekki lengra eða yfir meira svæði en áður. Eini árangurinn, sem af orkuaukningunni stafaði, væri sá, að myndirnar yrðu skýrari í sjónvarpsviðtækinu en áður. Skýrleiki myndarinnar vex ekki heldur að sama skapi og orku- aukningin er aukin eða í sama hlutfalli. Að sjónvarpsorka verði hækkuð úr 50 vöttum í 250 vött þýðir því hvergi nærri, að sjón- varpið nái fimm sinnum meiri fjarlægð eða að myndirnar verði fimm sinnum skýrari... Nú mun sannleikurinn vera sá, að loft- net það, sem sendiorkan á Kefla- víkurflugvelli er látin í og end- urvarpað í viðtækin, er fest á símastaura á vellinum, og liggur sjónlína þess því ekki hátt. Það er því hreinn misskilningur, að sendistöð geti nokkru sinni, hversu kraftmikil sem hún væri, sjónvarpað myndum til byggða Suðurlandsundirlendis, því að miklir fjallgarðar skyggja þar á á alla vegu sem sjónvarpsgeisl- arnir myndu brotna á... Ég tel það einnig rangt og villandi að halda því fram, að allir Reykvík- ingar, hvar sem þeir búa í bæn- um, geti náð til sjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli, þrátt fyrir orkuaukningu þess ... Hins veg- ar skal því ekki neitað, að mynd- irnar kunna að vera nokkru skýr- ari í tækjunum en þær voru áð- ur. Stórhýsin í bænum og hæðir þær, sem Reykjavík er byggð á, hljóta að skyggja á sjónvarps- geislann með þeim afleiðingum, að langmestur hluti borgarbúa nær ekki til sjónvarpsins .... Sjónvarpið nær ekki lengra né til fleiri staða en það áður gerði, það er staðreynd.“ Benedikt Gröndal ritstjóri reyndi að gera enn minna úr orku bandarísku stöðvarinnar með því að fræða tilheyrendur sína á því, að sérfræðingar teldu þörf á, að íslenzk sjónvarpsstöð í Reykjavík yrði 5000 vatta — „takið eftir, 5000 vatta,“ sagði ræðumaður. „Hér er verið að rífast um 50 vatta stöð á Kefla- víkurflugvelli. Eitt hundrað sinn- um sterkari verður fyrsta stöðin okkar að vera. Á þessu sjá menn stærðarhlutföllin og hversu litl- ar þær stöðvar raunverulega eru og eftir því lélegar, sem við erum að deila um.“ Annað hljóð í strokknum Þannig var talað þá, og eflaust hefur mörgum hlutlausum og ófróðum útvarpshlustanda þótt andmælendur stækkunarinnar smámunasamir nöldrarar. En komið var dálítið annað hljóð í strokkinn réttum tveimur árum síðar. Hinn 9. febrúar 1964 fann sá sami Benedikt Gröndal, sem taldi stækkunina varla umtals- verða 1962, sig knúinn til að skrifa eftirfarandi klausu í blað sitt, Alþýðublaðið: „Ameríska sjónvarpið hefur þegar haft víðtækari áhrif á líf íslenzkra fjölskyldna á suðvestur- horni landsins en nokkurn óraði fyrir. Verði byrjað að endur- varpa til annarra landshluta, fer það algerlega út fyrir þau mörk, sem því voru ætluð í upphafi. Verða landsmenn að hugsa þetta mál allt vandlega og gera sér grein fyrir, hvert stefnir. Er rétt að hafa í huga, að sjónvarpið er áhrifamesta uppeldistækið á hverju heimili. Og við viljum ráða uppeldi barna okkar — eða er það ekki?“ Þessi síðasti eftirþanki ritstjór- ans er athyglisverður, því svarið lá alls ekki ljóst fyrir. Orð hans vöktu raunar fleiri spurningar, sem aldrei fengust svör við: Hafði bandaríska sjónvarpið ekki fyrir löngu farið útfyrir þau mörk sem því voru ætluð í upp- hafi? Eða hvernig hafði ritstjór- inn hugsað sér þau mörk? Af- hverju var honum umhugað um að forða öðrum landshlutum frá áhrifum bandaríska sjónvarpsins, ef hann taldi eðlilegt að það næði til alls þéttbýlisins við sunnanverðan Faxaflóa, þar sem rúmur helmingur þjóðarinnar bjó? Rangfærslurnar afhjúpaðar Þó er kannski enn forvitnilegra að hugleiða þær beinu rangfærsl- ur, sem fram komu í útvarpsum- ræðunum. Þórhallur Vilmundar- son prófessor benti á það í sín- um fræga fyrirlestri, „íslenzk menningarhelgi" (sem útvarps- ráð vísaði frá!), að það var hel- ber uppspuni, að yfirleitt væru „Mér er kunnugt um, að í bréfi yfirmanns varnarliðsins frá 24. ágúst 1954 til utanríkisráðuneytisins var fullyrt, að engir tæknilegir erfiðleikar væru á því að fyrirbyggja, að sjónvarp vallarins sæist í nærsveitum Keflavíkurflugvallar. Voru þar sérstaklega tilnefnd sem dæmi Kefla- víkurkaupstaður og Grindavik." Úr ræðu Jóns Skaftasonar í útvarpsumræðunum 28. febrúar 1961. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.