Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 35
misskilja). Tilfinningalíf hennar er mjög flókið — og þó einfalt. Allt þetta rifjast upp fyrir henni sem í sjón- hendingu meðan hún lœtur augun hvarfla um óreiðu hlutanna. Hún lyftir af sér sænginni. Hún sefur alltaf nakin því hún er mjög bláttáfram í eðli sínu. Hún tekur hárið frá vanganum: nýr dagur í lífi hennar, dagur einsog allir hinir — og þó: hlutirnir eru aldrei eins — ekki í augum þeirra sem hafa hæfileika til að þroskast svo ekki sé minnzt á póetíska náttúru sem sumir eru gæddir en aðrir hafa algerlega farið á mis við. Því miður. Sigríður Magnússen (aldur ekki gefinn upp) hefur nú lokið te-drykkjunni. Hún er enn í morgunsloppnum, því hún snæðir morgun- verð ævinlega þannig. Einnig hefur hún lokið við að kynna sér það markverðasta í dagblöð- unum (maðurinn hennar kaupir þau öll til þess að hægt sé að fá yfirsýn yfir pólitíkina í landinu). Það er því ekkert til fyrirstöðu að hún geti byrjað að klæða sig og ganga frá andlitinu á sér. Hún klæðir sig (og afklæðir) ætíð fyrir framan spegil, hún hefur lesið í bók eftir þekktan kyn-sálfræðing (sem er beint framhald af Freud) að það sé mjög hollt fyrir konur. í hvert sinn sem hún lítur í spegil undrast hún hvernig hún gat gifzt þessum manni. Einkum veldur þetta henni mikilli furðu sé hún litt eða ekki klædd. Ekki svo að skilja að hún sé illa gift eða lifi beinlinis í óhamingjusömu hjónabandi. Og ekki kemur það til af því að hann sjái ekki vel fyrir fjöl- skyldunni. Þessu valda einungis yfirburðir hennar, andlegir og líkamlegir. Hún hefur stundum hugleitt, þegar hún sér sig í spegli, hvort hún eigi að skilja við hann þó ekki væri nema af fagurfræðilegum ástæðum, en hún hefur einhvernveginn aldrei komið því i verk. Ekki svo að skilja að Magnús sé ófríð- ur maður, hann er mjög snotur — en ekki beinlínis karlmannlegur, en það eiga karl- menn þó að vera. Fríðleiki skiptir ekki máli í þessu sambandi. Karlmaðurinn á að hafa and- leqa og likamlega yfirburði yfir konuna, en það er því miður mjög fátítt. Þessvegna hafa skapazt þessar einkennilegu goðsagnir um konuna sem slíka. Frúin fer fram á dyngju, slíka sem konur höfðu til forna Það hefur einhver ókunnugur maður sett viskíkassa á hvolf rétt fyrir utan verzlunina. Hann lætur ekki þar við sitja heldur stígur hann uppá kassann, tekur af sér húfuna og hefur upp raust sína, sem stingur mjög í stúf við klið þrastanna svo vægt sé að orði kveðið. Ekki hefur hann samt aðra tilheyrendur á þessu stigi málsins en eina hundinn í pláss- inu, sem sýnir öllum nýmælum nokkurn áhuga endaþótt hann kunni ekki alltaf að bregðast rétt við þeim fremur en aðrir. Rœðumanni er þó gefinn gaumur af þeim sem leggja leið sína um götuna svo og þeim sem eiga erindi í verzlunina, einnig kvenfólki í gluggum nær- liggjandi húsa. Jóhann Magnússen (11 ára) sýnir honum og nokkurn áhuga. Ræðumaður svitnar mjög, enda flytur hann mál sitt af þrótti. Lái honum því enginn þótt hann verði lika að fara úr jakkanum og losa um slifsið. Hann vingsar og slær handleggj- unum sitt á hvað til áherzlu orðum sínum, og hefur honum tekizt að skjóta hundinum skelk í bringu enda eru hundar ekki eins tregir og menn þegar beint er að þeim andlegum sann- indum. Þó að prédikari á viskíkassa sem fer hörð- um orðum um stutt pils og bendir óvægilega á þær geigvænlegu hættur sem þau hafa í för með sér (fyrirutan blöðrubólgu og svoleið- is) sé nýlunda í þessu plássi, þá er tæpast hægt að telja þann viðburð jafn þýðingarmik- inn og kaffidrykkju nýja útibússtjórans, en hún fer fram um svipað leyti í dagstofu Magn- úsar Magnússens kaupmanns og var ákveðin með þeim hætti er hér verður greint frá: Um morguninn er Sigríður Magnússen hafði lokið við að klæða sig gerir hún manni sínum orð að finna sig sem snöggvast. Tildrög þeirra skilaboða voru þau að henni varð skyndilega Ijóst, sem hún virti sjálfa sig fyrir sjálfri sér þar sem hún stóð lítt sem ekkert klædd fyrir framan spegilinn, að hana vantaði dyngiu, slíka sem konur höfðu til forna, hvar hún gæti í næði sinnt hugðarefnum sínum. Er Magnús kemur til fundar við konu sína og biður hana að vera fljóta, því að það bíði kúnnar í verzl- uninni, þá segir Sigriður við hann að hana vanti dyngju. — „Dyngju! Jeminn almáttugur, hvað er það nú?“ spyr Magnús og er ekki alveg með á nótunum. — „Það er afdrep fyrir konur", segir Sigríður og furðar sig enn á því hvernig hún gat gifzt svona ómenntuðum manni. — „Ég á ekki krónu", segir Magnús og á við það að hann sé undrandi á þessu en ekki hitt að hann búi við kröpp kjör. — — „Hún þarf að vera innaf stofunni", segir Sigríður. — „Hvernigþá?" segir Magnús. — „Innaf endanum á stofunni", segir Sigríður. — „En endaveggurinn á stofunni er útvegg- ur“, segir Magnús. — „Ó þessir karlmenn! Auðvitað verðurðu að stækka lagerinn svo hún komi ekki til með að standa í lausu lofti!" — „En ég hef ekki handbæra nóga peninqa", seqir Magnús. — „Við ræðum þetta við nýia útibússtiórann; þú býður honum í kaffi klukk- an fjögur í dag." — „Almáttugur, ég verð að afqreiða i verzluninni", segir Magnús. — „Én tala við hann sjálf, svo getur þú rætt nánar við hann um skilmálana þegar þú færð víxil- inn". Og þarmeð var málið útrætt. Og nú situr hann sumsé þarna, nýi útibús- stjórinn, og sýpur kaffi með Sigríði Magnús- sen, en fyrir utan heyrist ómurinn af ræðunni um stuttu pilsin sem doifallið hundkvikindið situr undir og þorir sig ekki að hræra utan eyru og rófu. „Dyngju", hváir útibússtjórinn og lyftist á honum brúnin. „Afdrep þar sem hægt er fyrir húsmóðurina að sinna hugðarefnum sínum", útskýrir Sig- ríður fyrir honum. „Ja — það var og“, segir útibússtjórinn og horfir nú rannsakandi á frúna, sem finnst það tosði þægilegt og óþægilegt (tilfinninga- líf kvenna kemur í rauninni heim við afstæðis- kenningu Einsteins endaþótt draumfarir þeirra heyri algerlega undir Freud). — „Jasso", segir útibússtjórinn og tyggur vindilstubbinn. Ó, þetta augnaráð hans ætlaði alveg að gera út af við hana! „Má bjóða yður meira kaffi?" spyr Sigríður til þess að dreifa athyglinni frá því hve barm- ur hennar bærist ótt og títt. En það er ekkl svo auðvelt að glepja um fyrir útibússtjóra þegar hann á annaðborð hef- ur komið auga á vissar staðreyndir og raunar hafði það þveröfug áhrif í þessu tilviki með því að bolli hans var fullur af kaffi og bar þetta því vott um að rökfræði líkamans hefði borið andlega skynsemi konunnar ofurliði. Allt þetta skildi útibússtjórinn sem f sjónhend- ingu, enda talinn maður skarpgáfaður. En Sigríður skildi einnig að útibússtjórinn skildi þetta, það sást á því hvernig hún roðn- aði — að vísu hóflega en þó greinilega. Dag einn, klukkan umþaðbil þrjú korter í fimm . . . Það er búið að slá upp fyrir lagernum og nokkrum hluta dyngjunnar. Hamarshöggin dynja í sumarkyrrðinni og það hvín í sögum og ískrar í kúbeinum eða öllu heldur fyrir atbeina þeirra. í fáum orðum þá ríkir einstök athafnargleði hjá Magnússenfjölskyldunni og umhverfis hana. Dís Magnússen lætur ekkert trufla sig frá tónlistinni og andlegri íhugun. Hún er venjuiega alklædd um sexleytið og byrjar þá að afgreiða gos og gotterí, eða um leið og faðir hennar lokar verzluninni. Hún hefur sannfærzt um það að vera hennar bakvið lúgugatið Ijær staðnum ákveðna Ijóðræna þýð- ingu og aukinn þokka. Þar gefst einnig gott tóm til andlegra iðkana, en enginn gerir sér grein fyrir því nema hún sjálf. Jóhann Magnússen lætur heldur ekki trufla sig frá rannsóknarstörfum, sem beinast eink- um að ytri gerð þvagfæranna. Og verziunin gengur takkfyrir alveg prýði- lega, enda hefur Magnús Magnússen neyðzt til að bæta við sig nýrri stúlku þó að hann hafi ætlað að draga það fram á haust. Ekki vill hann hafa það á samvizkunni að hin stúlkan geri alvöru úr því að verða sköllótt. í raun og veru er alveg gasalega mikið að gera, innan verzlunarinnar og utan. Nýi útibússtjórinn gerir tíðar komur sínar til Magnússenfjölskyldunnar til að fylgjast með hvað dyngjusmíðinni líður. Drekkur hann þá gjarnan kaffi hjá Sigríði en Magnús má því miður ekki taka þátt i samræðum þeirra vegna annríkis í verzluninni. Það gerir heldur ekkert tii, Sigríður er einfær um það þvi hún er svo menntuð og vel lesin. Sannleikurinn er sá að það má raunar teljast einstakt lán fyrir alla aðila fyrir þær sakir er hér skal greint frá stuttlega: Að lokinni hressingu (um hálf-fimm-leytið) hverfur Sigríður með útibús- stiórann á hælunum inní hjónaherbergið (þar sem dyngjan er enn í smíðum, svosem fyrr greinir) og lokar á eftir þeim. All-löngu síðar (um ca fimm-leytið) kemur útibússtjórinn út þaðan. Hann leggur leið sína niður í verzlun- ina til að þakka kaupmanninum fyrir sig og gengur síðan léttur í spori en þó virðulegur niðureftir götunni, því hann ekur ógjarnan í bílnum styttri vegalengdir. Það gerir krans- æðin. Þegar Magnús Magnússen kemur svo upp til konunnar, þreyttur og sæll eftir erfiðan dag, situr hún á sínum stað í stofunni, niðursokkin í lestur bókarinnar Ástir samlyndra hjóna. Það er bók sem hann þarf endilega að lesa, en má sem betur fer ekki vera að því. Þannig gengur lífið í stórum dráttum i húsi Magnúsar Magnússens kaupmanns um þær mundir sem dyngja frúarinnar er f bígerð: 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.