Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 37
fleiri framúrskarandi listamenn, en þar kemur hvorttveggja til: stéttarskipting kynjanna og eins hitt aö áhugi konunnar beinist gjarnan aö henni sjálfri án þess það skilji neitt áþreif- anlegt eftir utan í hæstalagi barn. Einnig má minnast þess aö margir þeir karlmenn sem skaraö hafa frammúr á andlegu sviði hafa verið hinsegin, með öðrum orðum nokkurs- konar kona. Kona. Hið eilifa viðfangsefni skálda og heimspekinga. Sjálf fullkomnun sköpunar- verksins hvar mætast allir þættir í ímynd feg- urðarinnar, allt frá öskri myrkursins til hljóm- listar sólargeislans. Kona, þú sem hefur lagzt með svönum og guðum, jötnum og nautum! — Hví hræðist eg sjálfa mig? Hví girnist eg svan — eða naut — — „Er ungfrúin senn tilbúin?" heyrir hún sagt einsog úr fjarska — og hún lítur hægt við og skynjar dimman skugga hinumegin við lúguna — skugga sem byrgir hina ytri tilveru og leyfir engri glætu að smjúga framhjá. Og hún skynjar um leið að þetta er útibússtjórinn, finnur það á lyktinni. „Hvað var það?“ segir hún bláttáfram, og myndu fáir hafa séð henni bregða hvaðþá skynjað þá breytingu sem varð á hjartslætt- inum. „Vindla, takk fyrir", segir útibússtjórinn og rýnir haukfránum augum utan úr dimmunni. Augum sem ekkert láta framhjá sér fara .. . Svo segir í Heilsufræði eftir A. Utne — Hann rigndi samfellt í þrjár vikur og því naumast ákjósanleg skilyrði til ræðuhalda úti undir beru lofti. Yfirleitt má segja að allt líf í þessu umrædda plássi hafi farið fram innan húss þennan tíma. þ. á. m. ástarlíf. í því efni gerðist raunar margt forvitnilegt og sumt af því bar vott um hrósvert framtak þótt annað mundi flokkast undir hið gagnstæða eftir þeim kokkabókum í siðfræði sem oss eru kunnar. Nægir í því sambandi að rifja uþp það tiltæki kauþmannsfrúarinnar að hleypa útibússtjór- anum uppí hjónarúmið, sem að vísu greiddi fyrir lánum til dyngjusmíði aukþess sem Magnús kaupmaður gat stækkað lagerinn sinn fyrir tilstilli þeirra. Samtsemáður sjáum vár oss eigi fært að mæla þessu bót, jafnvel þótt athæfi sem þetta kunni í sjálfu sór að hafa bókmenntalega þýðingu. Svo segir í Heilsufræði handa alþýðu eftir A. Utne: „Augun þola engin áföll, og eru þau vel geymd í augnatóftunum. Augnaiokin hlífa þeim að framanverðu, og augnahárin verja þau ryki o. fi. þess konar. Táravökvinn heldur augunum þvölum og skírum. Hann kemur úr tárakirtlunum, sem eru að ofanverðu við ytri augnakrókana. Þegar augunum er deþlað, rjóða augnalokin vökva þessum á augun og halda þeim hreinum. — Tárin siast svo smám saman úr augunum aftur gegnum táragöngin, er liggja úr innri augnakrókunum niður í nefið. Maður sem grætur þarf þess vegna iðulega að snýta sjer“. Oft hafði Magnús Magnússen kaupmaður þurft að snýta sér þann tíma er dyngjusmíðin stóð yfir, breytti þar litlu um þótt lagerinn rýmkaðist vegna þeirra framkvæmda. Ekki dró úr sársaukanum illkvittnislega ánægjulegt augnarað kunnanna og flissið i afgreiðslu- stúlkunum, svo ekki sé minnzt á augngotur þeirra þegar leið á kaffitimann, sem endaði alltaf á þann veg að útibússtjórinn kom þrammandi niður og þakkaði fyrir sig. „Sjálfþakkað", sagði Magnús kaupmaður og tárin brunnu á hvörmunum. Það er meira bölvað ólánið að fæðast svona kurteis! Hann skundaði inní lagerinn, og flissið í stúlkunum barst honum til eyrna. — „Ó, jeminn góður!“ tuldraði hann lágt og tárin tóku að hrynja niður vangana í stríðum straumi. En Magnús grét ekki einn: á efri hæðinni runnu enn beiskari tár niður enn fölari vanga. Fyrir framan toilenemubluna sat kona hans með bróderaðan vasaklút í samankreistum höndum og starði á grátbólgið andlit sitt og hvítar axlir, sem hristust af heiftarlegum ekka. Úr næsta herbergi, afturámóti, bárust þýðir tónar Vivaldis sem blönduðust léttum hamars- höggum smiðanna. Um aðskiljanlega náttúru konunnar Mjög hefur verið rætt og ritað um aðskilj- anlega náttúru konunnar og í því sambandi hefur margt undarlegt komið í Ijós. Hvernig, til dæmis, jafn fíngerð og tónelsk stúlka og Dís Magnússen gat fengið sig til að hleypa útibússtjóranum uppí bólið sitt verður ekki skýrt svo viðunandi sé. Hann var hreinlega kominn þangað áðuren hún vissi — það er að segja: hún gat ekki gert sér grein fyrir því hvernig hann hafði komizt þangað. Hún mundi bókstaflega ekki hvað hafði komið fyrir, eftilvill hafði þetta allt saman gerzt i einskonar hugleiðslu. Hún minntist að vísu að hafa boðið honum uþpá músik en hann hafði sagzt vera meira fyrir viskí. Hún hafði því orðið að stela hálfri flösku frá pabba sínum. — Hvað gerðist svo? Hvernig á ung og þvísem- næst ósnortin stúlka, sem til þessa hafði eink- um nœrzt á tónlist, að gera sér grein fyrir því? Voru örlögin að setja hér á svið efni í nýja goðafræði? Eða var hér um að ræða hreina og beina nauðgun? Hún átti mjög erfitt með að átta sig á því. Ef um hið fyrr- nefnda hefði verið að ræða vissi hún að ekki þýddi að taka fram fyrir hendurnar á forlög- unum. f síðara tilvikinu var það afturámóti orðið um seinan. Þetta var auðvitað mjög leiðinlegt fyrir mömmu hennar, en er ekki lífiö einusinni tragedia? Það er ekki ætlunin að fara nánar útí þessa sálma, einungis viljum vér vekja athygli á þvi að stúlkunni virðist ekki hafa verið meira en svo Ijóst hvað var að gerast. Sjálfsagt hefur hún verið í annarlegu ástandi — eftilvill hafði hún hleypt manninum í rúmið sitt í eins- konar örvæntingu án þess að gera sér sjálf grein fyrir því. Til dæmis vegna hegðunar móður sinnar eða þá bara af venjulegum Weltschmerz, sem þýðir þunglyndi í víðtæk- ustu merkingu. Rondo Einsog fyrr hefur verið frá greint kom rign- ing í veg fyrir frekari ræðuhöld undir berum himni. Nú hafði loksins stytt uþþ, og enn einusinni var maðurinn mættur með kassann sinn — hann mátti til með að segja nokkur orð fyrst hann var í stuði til þess. Hann þreif af ser húfuna og ávarpaði hundinn, sem taldi sér skylt að hlýða á hann nú sem endra- nær. Málflutningur ræðumanns bar með sér að hann hefði orðið fyrir einhverri nýrri reynslu, a. m. k. virtist hann horfa allt öðrum augum á mannlífið eftir alla úrkomuna síð- ustu vikurnar. Hóf hann mál sitt á þessa leið: „Góðir hálsar! Á góðviðrisdegi sem þessum vakna ýmsar spurningar um lifið og tilveruna og tilganginn í þessu öllu saman, því í ein- hverju augnamiði er sólin látin spandera geislum sínum á okkur lítilmótlegt fólk, því ekki er okkur œtlað sama hlutskiþti og maur- um ellegar þá dýrum merkurinnar sem eigi hefur verið vit gefið til jafns við okkur og eru þarafleiðandi stikkfrí frá þessu öllusaman. Til þess var okkur vitið gefið að við beittum því skynsamlega og létum það þó harmónera passlega við náttúrunnar eðli, sem ekki má heldur forsóma. Á degi sem þessum vakna ýmsar spurningar um lífið og tilveruna svosem einsog hversvegna í ósköpunum fólk gangi í fötum. Ekki ætla ég að heimta af ykkur, áheyrendur mínir, að þið gangið berrassaðir hvunndags og ekki heldur á sunnudögum ef illa viðrar, en það skuluð þið vita að eigi þurfið þið að skammast ykkar fyrir kroþþinn — því feitur kropþur, einkum ef hann er af kvenmanni, getur haft sína sjarma endaþótt hitt sé meira í tízkunni að vera grindhor- aður...“ Ómurinn af ræðunni barst innum opinn gluggann á nýju dyngjunni, sem nú var full- gerð og frágengin, — barst til eyrna kaup- mannsfrúarinnar sem hún sat döpur innanum litteratúr og málverk og hugleiddi sína eigin tragedíu í stað þess að hugsa um kvöldmat- inn. Hvers átti hún að gjalda? Hún stóð upp, gekk að speglinum og horfði á sjálfa sig. Hún endurtók spurninguna í huganum — en það fékkst ekki svar við henni. Kannski var svarið ekki til. Hún heyrði Magnús kalla úr eldhúsinu: „Maturinn tilbúinn geriðisvovel!" Það steig andvarp frá brjósti hennar, hún lokaði augunum og opnaði þau svo aftur eftir drykklanga stund. Síðan hvarf hún gegnum dyrnar, en úr herbergi Dísar hljómaði sígild tónlist sem blandaðist saman við ræðuna utan af götunni. Magnús Magnússen opnaði eldhúsgluggann og kallaði útá götuna: „Jóhann Magnússen, komdu að borða!“ „Þið hugsið um ekkert nema mat og drykk!" hrópaði maðurinn á kassanum og steytti húf- una í áttina til gluggans. „Jeminn góður, það er alls ekki satt“, hugsaði Magnús Magnússen og lokaði glugg- anum. En maðurinn á kassanum sat fast við sinn keiþ og skoraði á fólk að hverfa aftur til nátt- úrunnar. Loks varð hundurinn leiður á þess- um málflutningi, enda stóð honum ekki leng- ur verulegur stuggur af ræðumanninum. Hann fékk sér góðan geisþa, stóð síðan Uþþ og hristi sig og lullaði svo af stað. Hann skokkaði eftir götunni, afturendinn ögn á ská — en slikt þykir fínt með hundum, tók á sig ýmsa króka og lykkjur og rak trýnið í hitt og þetta, sprændi utaní hliðið hjá manninum á Skatt- stofunni og hvarf loks fyrir húshorn um leið og hann lyfti rófunni hátt svo skein í dökkan kringlóttan dil á stærð við frlmerki en að öðru leyti lítt frásagnar verðan. ♦ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.