Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 38
Eysteinn Sigurðsson: BÚKMENNTATEGUNDIR Það er augljóst, þegar borin eru saman t. d. Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson og Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnarsson, að á þessum verkum er reginmunur. Þessi munur felst í því, að fyrra verkið er leikrit, en hið síðara skáldsaga. Sama verður uppi á teningnum, þegar litið er t. d. á Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr og Land og syni eftir Indriða G. Þorsteinsson, fyrra verkið er ljóðaflokkur og hið síðara skáld- saga. Þannig mætti halda áfram, en með slíkum samanburði er komið að einu af meginverkefnum allra þeirra, sem fást við bókmenntir og sögu þeirra, en það er að greina á milli þess sem nefnt er bókmennta- tegundir (e. genres, þ. Gattungen) og skil- greina einstök verk í samræmi við það. Frá fornu fari er til hefðbundin þrískipt- ing bókmenntategundanna, þ. e. frásegjandi bókmenntir (epík), leikritun (dramatík) og ljóðrænar bókmenntir (lýrík). Hafa verður í huga, að skilin á milli epíkur og lýríkur eru ekki alltaf hin sömu og á milli lauss máls (prósa) og bundins (póesíu), því að t. d. tilheyra söguljóð (Hómerskviður, Niflungaljóð, Messías eftir Klopstock o. s. frv.) epíkinni, þótt þessi verk séu ort í bundnu máli, og sama mundi líklega gilda um mörg dróttkvæði og allflestar íslenzkar rímur, einhver formbundnustu verk í heims- bókmenntunum. Það sem þar ræður úrslit- um er, að þessi verk eru frásegjandi, þ. e. segja sögu einhvers eða einhverra. Höfuðeinkenni epíkurinnar er þannig frá- sögnin. Þessi frásögn getur þó staðið á mjög misháu stigi, eða verið allt frá nákvæmri lýsingu á einhverjum atburði, þar sem öll atriði fylgja með, líka þau sem minna máli skipta, og upp í stutta og gagnorða lýsingu á tilteknum meginatriðum. Staða sögumanns getur líka verið margvísleg, hann getur sagt frá einhverju því, sem hefur hent hann sjálfan, eða frá einhverju, sem hann hefur orðið vitni að úr mikilli fjarlægð eða haft fregnir af, og hann getur sagt frá sjálfur eða lagt frásögnina í munn einhverjum öðr- um, t. d. sögupersónum sínum. Einkenni góðrar epíkur er einnig spenna í frásögn- inni, þ. e. að hún veki áhuga lesandans og haldi honum. Líka er það einkenni á epíkinni, að hún veitir höfundunum oftast Indriöi G. Þorsteinsson ^ Gunnar Gunnarsson allgott olnbogarúm eða frelsi til að setja verkin saman á hvern þann hátt sem þeir kjósa, og í mörgum tilvikum geta þeir látið hugmyndaflugið leika lausum hala og höfð- að að vild til hins ævintýra- og yfirnáttúr- lega. Innan epíkur eru margir flokkar, og má þar fyrst nefna, að í bókmenntum margra þjóða er greint á milli þjóðsögu (þ. Volks- sage) og hetjusögu (þ. Heldensage). Báðir þessir flokkar, auk nokkurra sem hér á eftir eru taldir, eiga sammerkt í því að vera alþýðuskáldskapur, þ. e. verkin hafa varðveitzt á vörum fólks og lifað sem al- menningseign mann fram af manni. Megin- munurinn á þjóðsögunni og hetjusögunni er sá, að þjóðsagan segir frá atburðum fremur en einstaklingum, og sögupersónur hennar eru yfirleitt hversdagslegar (bænd- ur, sjómenn o. s. frv.), eða þá afskræmdar, en þó með mannlegu svipmóti (tröll, dverg- ar, galdranornir, vofur o. s. frv.). Hetju- sagan greinir aftur á móti frá athöfnum og afrekum einstaklinga og tekur sögupersón- urnar fram yfir atburðina. Báðir þessir flokkar halda sig hins vegar að mestu við hinn mannlega veruleika, þ. e. gera kröfur til þess að þeim sé hægt að trúa í samræmi við mannlega reynslu. Nokkru öðru máli gegnir um þrjá aðra flokka innan epíkur: helgisögu (þ. Legende), ævintýri (þ. Már- chen) og dýrasögu (þ. Fabel). Helgisagan er trúarlegs eðlis og greinir frá afrekum, sem unnin eru fyrir guðdómlegan kraft, eða frá trúarhetjum, sem ganga í gegnum pínsl- ir og þrautir í krafti guðs síns. Munurinn á hetjum helgisögunnar og hetjusögunnar er þó sá, að hinar fyrr nefndu treysta á guð þar sem hinar síðar nefndu treysta á eigin kraft og ráðsnilli, þ. e. a. s. báðar þessar bókmenntategundir endurspegla hvor á sinn hátt tvær af grundvallarþörfum mannkynsins. Ævintýrið fjallar hins vegar um óraunverulega og oftast óstaðsetta við- burði í ótiltekinni fortíð, sem einkennast af baráttu hins góða og hins illa, þar sem hið góða sigrar jafnan, og aðalsöguhetjur ævin- týrisins eru gjarnan höfðingbornar, t. d. kóngssynir og dætur. Oft koma líka ýmsar hollar vættir við sögu í ævintýrum, ekki sízt persónugerð náttúrufyrirbæri, dýr eða jafnvel plöntur. í stuttu máli er veruleiki ævintýrisins slitinn úr tengslum við veru- leika hins daglega lífs, og það kemur til móts við drauma og þx-ár mannsins og lætur þá fá uppfyllingu. Ævintýrin eru yfirleitt varðveitt sem óhöfundargreind alþýðueign (þ. Volksmárchen), en til er þó, að skáld hafi spreytt sig á að semja verk í ævin- týrastíl (þ. Kunstmárchen), oft í dæmi- sögu- eða líkingafoi-mi, þó fá slík verk hafi oi-ðið til hér á landi. Dýrasagan er náskyld ævintýi-inu, en sá er munurinn, að þar eru dýrin ýmist látin tala og segja álit sitt á mönnum og málefnum eða þau koma fram sem persónugervingar mannlegra eigin- leika. Er þetta form þannig notað til að koma á framfæri ýmiss konar ádeilu og heil- ræðum, svo að dýrasagan er uppfræðandi í eðli sínu. Náskyld þessu er og dæmisagan, þar sem sögð er saga af hversdagslegum atbui'ðum og dregin af henni líking, sem síðan er heimfærð upp á tiltekna æðri þætti mannlífsins. Eru þekktustu dæmi hennar dæmisögur Biblíunnar. Auk þessa er svo að nefna söguljóðið, sem er fyrirferðarmik- ið í bókmenntum margi-a þjóða. Það er mis- munandi umfangsmikil frásögn af persónum og viðbui-ðum færð í bundið mál, sem skil- ur það frá hinu náskylda formi skáldsög- unnar, en ekki er einungis staldrað við ein- stök atvik, tilefni eða hughrif höfundarins, sem skilur það aftur frá lýríkinni. Allir þeir flokkar epíkur, sem nú hafa verið taldir, eiga sammei’kt í því að vera að mestu úr sögunni á okkar timum. Hinar epísku bókmenntategundir samtímans eru einkum þrjár: smásagan, nóvellan og skáld- sagan (rómaninn). Einkenni smásögunnar eru fyrst og fremst þau, að hún er stutt, fljótlesin og í henni er brugðið upp snöggi-i svipmynd af atbui-ði, mannlegum viðbrögð- um eða hughrifum. í henni er hins vegar ekki greint frá neins konar þróun, hvorki sögupersóna né atvika, og ekki byggður upp söguþráður ásamt viðeigandi spennu með ákveðna lausn í huga. Smásagan nýtur eins og kunnugt er mikillar útbreiðslu nú á tímum, sem einkum er rakið til vaxandi tímaritaútgáfu síðustu áratuga og þarfa önnurn kafinna boi-gara hins vestræna þjóð- félags fyrir fljóttekið lestrarefni. Nóvellan aftur á móti er oftast lengri en smásagan, en höfuðmunur þessara tveggja bókmennta- tegunda er þó sá, að í nóvellunni er greint fi-á þi-óun og henni fylgt eftir, þ. e. fengizt er við atvik í lífi sögupersónu eða persóna eða einhvern tiltekinn viðburð, og sagt er frá því, hver áhrif þessa verða og hver verður fi-amvinda mála. Þetta á einnig að nokkru við um skáldsöguna, en sá er mun- urinn, að í frásögn hennar er meiri breidd en í frásögn nóvellunnar, þ. e. hún fæst ekki eingöngu við tiltekna og afmarkaða atburði, heldur tekur til meðferðar víðari svið, t. d. heil byggðarlög, ættir, stéttir, til- tekin þjóðfélagssvið o. s. frv. Einnig ein- kennir það bæði skáldsöguna og nóvelluna, 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.