Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 39
að þar er byggður upp rökréttur söguþráð- ur og framvinda hans rakin allt til loka, er á spennunni slaknar Af skáldsögunni eru svo til fjöldamargir undirflokkar, t. d. sögulega skáldsagan, þjóðfélagslega skáld- sagan, sálfræðilega skáldsagan, ástarsagan, ádeilusagan, styrjaldarsagan, leynilögreglu- sagan o. s. frv., auk þess sem allir þessir flokkar geta svo að sjálfsögðu blandazt öðr- um á hinn margvíslegasta hátt. Annar aðalflokkur bókmennta, dramatík- in, hefur sérstöðu að því leyti, að hún er að verulegum hluta bundin við hina leik- rænu túlkun. Dramatík telst því ekki til eiginlegra bókmennta, nema að því er varð- ar bókmenntalega eðlisþætti hennar, t. d. samtöl, persónusköpun og rím og hrynjandi, ef verkin eru í bundnu máli, en sjálf túlkun leikarans á sviðinu liggur utan við vettvang bókmenntanna. í frumstæðustu mynd er einkum um tvenns konar dramatík að ræða. helgileiki, þar sem leikrænni tjáningu er beitt að trúarlegum markmiðum, og hátíða- leiki, þar sem hún þjónar þeim tilgangi a« skapa hátíðleika og veita tilbreytingu. í þróaðri mynd hefur í dramatík einkum ver- ið greint eftir efni á milli harmleiks (tra- gedíu) og gleðileiks (kómedíu). Eins og nöfnin gefa til kynna er fengizt við harm- söguleg og gamansöm efni í þessum tveim afbrigðum dramatíkur, og á þessi tvískint ing að mörgu leyti fullan rétt á sér enn í dag. Hins vegar geta þessir þættir blandazt margvíslega saman (tragikómedía), og einn- ig t. d. verið fléttaðir háði (satíra). Mörg önnur afbrigði dramatíkur hafa auk bess komið fi’am, ekki sízt á síðari tímum, og má segja. að viðfangsefni leikritahöfunda séu nú álíka fjölbreytileg og skáldsagnahöf undanna. Þá er og að geta um söngleiki bæði óperur, óperettur og söngleiki síðustu áratuga (My Fair Lady, Fiðlarinn á þakinu. Deleríum búbónis o. s. frv.), en textar þeirra geta haft siálfstætt bókmenntagildi þó heldur heyri til undantekninga, því afi yfirleitt er í verkum þessarar tegundar lögð höfuðáherzla á dans- og tónlistarhliðiua Svipuð sjónarmið gilda um frumsamin kvikmyndahandrit, sem í ýmsum tilvikum geta haft sjálfstætt bókmenntagildi. Loks hefur nútímatækni og ýtt undir þróun eii annarrar tegundar dramatíkur, hljóðvarus- leikrita. Slík verk setja leikritaskáldin ni* ur frammi fvrir áður óþekktum listræuum kröfum. því að þau geta þar einungis höf*að til hevrnarskyns áheyrenda, en allur sviðs búnaður, búningar o. þ. h. er úr sögunni. Með útbreiðslu hljóðvarpsins síðustu ára- tugina hafa þessi verk blómstrað mjög, hvort sem sjónvarpið á eftir að ýta þeim til hliðar eða ekki, en hljóðvarpsleikritið og smásagan eru annars þær nýju bók- menntategundir, sem þykja falla einna bezt að óskum fólks í hinu vestræna þjóðfélagi nútímans. Eins og getið var, samsvara hugtökin lýrík og bundið mál hvort öðru ekki fullkomlega, þannig teljast t. d. Hómerskviður og leik- rit Shakespeares til bundins máls án þess að vera lýrík. Undir lýrík flokkast hins veg- ar það, sem í daglegu tali er nefnt ,,ljóð“, þ. e. tiltölulega stutt myndræn listsköpun — a. m. k. stutt ef miðað er við hið algeng- asta í epík og dramatík — sem skiptist í vísuorð og yfirleitt einnig í erindi, er jafn- aðarlega bundin af rími eða a. m. k. ákveð- inni hrynjandi og mótast af notkun sérstakra málfyrirbæra (mynda, líkinga, tákna o. s. frv.). Innan lýríkur eru ýmsir undirflokkar. Má þar nefna fyrst kennslu- eða fræðsluljóð, sem eru umfangsmikill þáttur í miðaldabók- menntum margra Evrópuþjóða og þekkjast einnig hér á landi, t. d. ýmis verk Eggerts Ólafssonar (Búnaðarbálkur o. fl.). Verk þessarar tegundar eru ort í þeim tilgangi að uppfræða lesendur, og getur jafnvel átt sér stað, að þau séu lítið annað en rímaðar kennslubækur eða fróðleiksgreinar. Algeng- ara er þó, að í þeim sé beitt einhverjum af tækniaðferðum skáldlistarinnar í fræðslu skyni, t. d. að í þeim komi fram einhvers konar dæmisögur eða líkingar (dæmisögu- kvæði), sem til þess séu ætlaðar að draga af þeim lærdóma, og einnig er ekki óal- gengt, að í slíkum verkum sé beitt ádeilu eða háði í uppfræðsluskyni (háðkvæði). Skyld þessu eru erfiljóðin, sem um nokkr- ar síðustu aldir hafa verið ein blómlegasta grein íslenzkrar ijóðagerðar, en einn megin- þáttur þeirra hefur einmitt verið að draga fram eftirbreytnisverða eiginleika hins látna. Önnur tegund lýríkur er ballaðan, en með því heiti er átt við stutt frásagnar- kvæði, sem takmarkast við tilteknar per- sónur eða viðburði, þ. e. samsvara á sinn hátt nóvellunni. í frásagnareðli sínu dregur ballaðan því nokkurt svipmót af epíkinni. og einnig er hún skyld dramatíkinni að því leyti, að eitt af megineinkennum henn- ar eru samræður sögupersónanna, orðrétt tilfærðar. Ýmiss konar dans- og þjóðkvæði eru í flestum löndum veigamikill undirflokk- ur ballöðunnar enda er hún talin eiga upp- tök sín í epískum kvæðum, sem sungin hafi verið fyrir dansi, en annars voru verk í ballöðustíl ort lengi fram eftir öldum í flestum Evrópulöndum. Sérstök tegund lýr- íkur er einnig hjarðljóð (þ. Idylle), sem lýsir fábrotnu og friðsælu sveitalífi bænda og hjarðsveina, oftast ekki raunsæju, heldur séðu sem draumsýn hins þreytta borgarbúa, sem þráir frið og ró, þ. e. með saknaðar- og tregasvip. Bæði ballaðan og hjarðljóðið eru að mestu úr sögunni í samtímabókmenntun- um, en öðru máli gegnir um hið eiginlega ljóð, sem svo hefur verið nefnt, en mætti e. t. v. kallast tilfinningaskáldskapur. Ein- kenni þess er, að það túlkar — oft í fyrstu persónu — reynslu, tilfinningar eða hugs- anir skáldsins, sem kemur þar mun meir en í öðrum tegundum lýríkur sjálft fram í dagsljósið og greinir frá heimsskoðun sinni eða lífsreynslu, gleði sinni eða sorg- um. Ástakvæði og ættjarðarkvæði, sem lýsa tilfinningum skáldanna, eru veigamikill þáttur í þessari bókmenntategund, og einn- ig má nefna náttúrukveðskap, sem túlkar náttúruskynjun viðkomandi skálds og til- finningar þess gagnvart henni, t. d. í fegurð eða hrikaleik. Skyldur þessu er einnig óðurinn (þ. Ode), en í honum eru lofsungn- ir t. d. ýmsir óhlutstæðir eiginleikar eins og ást, gleði, vinátta o. s. frv., en einnig heyra þar til t. d. lofkvæði um þjóðhöfð- ingja og jafnvel einnig iönd, borgir og ýmis fyrirbæri náttúrunnar (fljót, fjöll, jökla, stöðuvötn o. s. frv.). Af svipuðum toga eru sálmar (hymnar), ein blómlegasta kveðskap- argrein íslenzkra bókmennta á síðari öldum (Passíusálmarnir o. fl.), sem einkennast af því, að þar eru guðdómlegar verur lofsungn- ar og vegsamaðar, og sama er enn að segja um harmljóðið (þ. Elegie), en einkenni þess er túlkun á sorg, oft við dauðsfall vina eða nákominna ættingja, ævilok þess sem ort er í orðastað, skilnað elskenda o. s. frv. Er margt t. d. í íslenzkri erfiljóðagerð, sem flokka má undir þessa bókmenntategund. Það gefur að skilja, að á svipaðan hátt og áður segir geta þessir undirflokkar lýríkur blandazt saman innbyrðis á margvís'egan hátt í einstökum verkum, og einkenni ein stakra bókmenntategunda geta þar verifi mjög mismunandi ríkjandi. Tilgangur bók- menntafræðinga með því að flokka bók- menntategundirnar eins og hér hefur verið lýst, er hins vegar fyrst og fremst sá að auðvelda um vik við skilgreiningu einstakra verka eftir efni beirra og framsetningarafi- ferð. þ. e. eftir því hvað skáldin eru hveriu sinni að segja og hvernig þau segja bað. I framhaldi af því má síðan finna hveriu verki sinn stað innan bókmcnntasögunna''. rekja þróun á milli þeirra, afmarka einstak ar stefnur og gefa loks yfirlit yfir sögu ein- stakra tegunda eða tfmabila. ♦ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.