Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 49
Herbert Marcuse. manni var hafnað. Veröldin átti að um- breytast. í hugmyndinni um guðsríkið var öllum fyrri ríkishugmyndum kollvarpað. Kaþólska kirkjan sveigði aftur á móti kristindóminn í átt til jákvæðrar hugsunar, enda var takmark hennar að byggja í senn andlegt og veraldlegt ríki. Páfinn skyldi æðsti drottnandi jarðar. Fræði Aristótelesar urðu kaþólsku kirkj- unni að þessu leyti hin ákjósanlegustu; já- kvæð hugsun heldur innreið sína í innstu vé kristinnar kirkju. Á þeim grundvelli er hin glæsta hugarsmíð Tómasar frá Aquino byggð, fræðikerfið mikla, þar sem eitt tek- ur við af öðru í eðlilegu framhaldi, en vikið til hliðar hinum skýlausu en hvimleiðu kröfum um neitun, höfnun, algera um- breyting. Það ætti af því sem nú hefur verið sagt að vera Ijóst, að allar hugmyndir manna um frelsi standa í órjúfanlegu sambandi við hina neikvæðu hugsun. Þar sem um enga höfnun eða neitun getur verið að ræða, þar er heldur ekki um neitt frelsi að ræða. Það er líka mála sannast að það voru hinir fyrstu kristnu heimspekingar sem urðu til þess að gera frelsishugtakinu fræðileg skil. Og svo furðulegt sem það nú kann að virð- ast, þá er ástæðan sú fyrst og fremst að þeir voru sannfærðir um synd sína og ófullkomleika, þ. e. a. s. vegna hinnar nei- kvæðu skynjunar á sjálfum sér, vegna höfn unar á því ástandi sjálfs sín sem þeir við- urkenndu og þekktu. En ástæðan er reynd- ar ekki eins furðuleg og hún virðist vera, fljótt á litið. í sjálfu sér er engin rökræn forsenda fyrir því að líta á sjálfan sig sem syndara eða viðurkenna ófullkomleika sinn, ef ekki er um leið fyrir hendi vitund um frelsi, að það sé á valdi þess sem skynj- ar að breyta öðru vísi eða ráða að meira eða minna leyti bót á ófullkomleika sín- um, eða a. m. k. hafa þann möguleika að ganga út frá. Frelsishugtakið hófst þannig til vegs á Vesturlöndum sem trúrænt hug- tak og er reyndar næsta vafasamt að það geti raunverulega losnað úr tengslum við trúræna skynjun án þess að breyta alger- lega inntaki sínu. Með siðbótinni á 16. öld náði hin nei- kvæða hugsun aftur verulega að komast upp á yfirborðið á Vesturlöndum samfara aukinni tilfinningu fyrir ófullkomleika og synd, sem ekki væri hægt að kaupa sig undan með sálumessum og framlagi til veraldlegra umsvifa kirkjustofnunarinnar. Að vísu dró það úr beinu framlagi hinnar neikvæðu hugsunar til umbóta og framfara, að siðbótin skapaði þau skil milli hins ver- aldlega og hins andlega að naumast var hægt að brúa. Með þessu móti var hugsan- legt að öðlast frið og sátt við guðdóminn og losna við áhættu lífsins, án þess að það kæmi fram í breytni og framlagi. Þessi af- staða siðbótarinnar hefur leitt til hins tvö- falda siðferðis sem herjað hefur lönd mót- mælenda ekki síður en verkaréttlætið hef- ur valdið klofningi í sálarlífi kaþólskra manna. En rétt um sama leyti og siðbótin lagði hinni neikvæðu hugsun lið, hófu raunvís- indin, sem þá voru í uppsiglingu, nýja sókn fyrir hinni jákvæðu hugsun. Hin fyrsta mikla lota náði hámarki sínu í skynsemis- stefnunni, rationalismanum, á 18. öld. Á yfirborðinu var deilt um opinberuð sann- indi eða uppgötvuð sannindi, þ. e. a. s. trú og vísindi, en undir niðri voru átökin sama eðlis og áður: neikvæð hugsun sem hafnar og umbreytir annars vegar, en jákvæð hugs- un sem uppgötvar staðreyndir og undir- gengst þá drottnun sem í þeim kann að felast hins vegar. Þessi átök komu enn betur í ljós á 19. öldinni. ídealisminn þýzki og rómantíska stefnan hófu hina neikvæðu hugsun til vegs. Framlag manna eins og Kants og Hegels greiddi henni braut, hinn fyrri með gagn rýni sinni, hinn síðari með hinum díalekt íska ídealisma. — Pósitívisminn franski og realisminn urðu brimbrjótar jákvæðrar hugsunar. Þar var framlag Comtes livað áhrifamest, en enskir raunhyggjumenn lögðu hinu sama lið. Tuttugasta öldin hefur að verulegu leyti orðið hinni jákvæðu hugsun hliðholl. Því veldur ekki sízt hinn mikli árangur vísind- anna, hin miklu afrek tækninnar. En ein- mitt í þann mund, sem sigur hinnar já- kvæðu hugsunar virðist vera nær alger, á áratugnum milli 1950 og 1960, fer áhugi manna allt í einu að vakna að nýju á nei- kvæðri hugsun. Og sá áhugi hefur farið mjög vaxandi síðan. Auðvitað hafði neikvæð hugsun aldrei horfið á Vesturlöndum. Kristindóminum hafði þrátt fyrir allt aldrei verið útrýmt að fullu. Bókmenntir og listir höfðu ekki held- ur hætt að rækja það hlutverk sitt að glæða þá vitund, að engin þeirra staðreynda, sem menn hefðu fyrir augum, nálgaðist það að vera sannleikurinn um manninn, möguleika hans, hæfileika hans og auðlegð þess lífs sem orðið gæti hans. En einhvern veginn hafði samt og hefur samt tekizt að draga úr mikilvægi þessara aðila og þátta. Þess vegna hefur það líka komið eins og reiðar- slag yfir marga á Vesturlöndum, þegar þeim hefur nú skyndilega orðið það ljóst, að hin jákvæða hugsun staðreyndanna er að loka þeim víðáttum tilverunnar, sem heill þeirra og þroski er undir kominn, þeim víðáttum tilverunnar, sem setja sannleikann, trúna og manngildið í brenni- depil. III YTRI OG INNRI STJÓRN Þegar við Sigurður A. Magnússon og fé- lagar ræddum morguninn góða um misbeit- ingu valdsins á Vesturlöndum og höfðum i því sambandi farið að rifja upp gagnrýni þá, sem nú er hvarvetna uppi höfð gegn fyrrgreindri misbeitingu, og talið barst að stjórnleysingjastefnu þeirri, anarkisma, sem virðist færast allmjög í aukana í vestræn um löndum, þá hafði ég orð á því að einn þeirra manna erlendra, sem ég hefði hvað mesta unun af að lesa bækur eftir og nema fræði af, væri Bretinn Herbert Read, aðlaður listfræðingur og menningarviti. Sá 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.