Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 56
Þegar skoðaðar eru ljósmyndir frá ágúst- dögunum 1914 vekur það hvað mesta at- hygli nútímamannsins, hve broshýrir þeir eru, hermennirnir: alstaðar, í London, í Par- ís, í Berlín, sama sigurvissa brosið á vörum hermannanna. Þeir trúðu því allir, að eftir nokkrar snarpar fólkorustur yrðu þeir komnir til síns heima um næstu jól. Og það var ekki aðeins maðurinn á götunni og hinn óbreytti hermaður, sem hugsuðu svo. Ráð- herrar og herforingjar hinna stríðandi þjóða voru sannfærðir um að styrjöldin yrði stutt, henni yrði lokið í fyrstu úrslita- orustunum. En það kom brátt í ljós, að sér- fræðingarnir, hinir hámenntuðu herforingj- ar, botnuðu ekkert í lögmálum þeirrar styrj- aldar, sem þeim var ætlað að stjórna til sinni við meginlandsveldi og sjóveldi Evr- ópu. Þegar á síðasta áratug 19. aldar, er Þýzkaland tók að seilast til valda á sjó og efla áhrif sín í álfum nýlendnanna, vaknaði sú hugmynd með Þjóðverjum að sundra brezka heimsveldinu með því að blása að uppreisn meðal hinna mörgu þegna þess, er játuðu Múhameðstrú, og efla þá alislam ísku hreyfingu, sem þegar sást móta fyrir, en óx ekki að afli og áhrifum fyrr en síðar. í þá veru var hin fræga og stóryrta ræða Vilhjálms II keisara, er hann flutti í Damaskus árið 1898 og vakti mikla reiði og ugg á Bretlandi. En það sem þá var aðeins hótun skyldi verða framkvæmd síðar. Hinn 30. júlí 1914 skrifaði keisarinn utan- máls á símskeyti eins sendiherra síns, að því sem á stóð, með því að þröngva Rúss- landi til að semja frið og ganga úr Þrí- veldabandalaginu. Að því búnu gæti her Þjóðverja í austurvegi stefnt í vesturátt, brotið á bak aftur allar varnir Frakklands og gert því friðarkosti að vild. Ef England mundi þrjóskast við að láta að vilja Þjóð- verja, gætu þeir kúgað það til friðar með sveltikvíum. Þessi nýja áætlun, hernaðarleg og pólitísk í senn, átti að verða sá töfra- sproti, er gæfi Þýzkalandi sigur og ryddi því braut til heimsvalda. Samkvæmt þessum hugmyndum yrðu örlög Þýzkalands ráðin í austri. Sérfriður við Rússland varð upp frá þessu mikilvægasta markmið Þýzkalands í herstöðulegum og pólitískum efnum. Leið- Sverrir Kristjánsson: Þegar skýfaborgírnar hrunáu UM STRÍÐSMARKMIÐIN í HEIMSÓFRIÐNUM 1914—18 II sigursælla lykta. í því efni biðu allir stríðs- aðilar sætt og sameiginlegt skipbrot. Her- fræðin fyrir 1914 hafði gengið að því sem sjálfsögðum hlut, að sóknin væri vörn- inni máttugri. En reynsla hinna fyrstu mán- aða stríðsins færði mönnum brátt heim sanninn um það, að sóknaraflið var ekki í neinu samræmi við varnarmátt nýtízku vopna, jafnvel í virkjum, sem hrófað var upp til bráðabirgða. Og því varð herfor- ingjum beggja stríðsaðila það mikið undr- unarefni, er vígstöðvarnar tóku að stirðna í kyrrstöðuhernaði skotgrafanna; undir lok ársins 1914 var ófriðurinn kominn í föst mót, sem breyttust lítt fyrr en undir lokin. En það var þá þegar sýnt, að milljónaher- irnir áttu eftir að lifa og deyja í skotgröfum mörg jólin enn; að sigurinn mundi falla þeim í skaut, sem búinn væri meiri mann- afla, meiri iðnaðarmætti, mat og hráefnum. Hernaðaráætlun Þjóðverja, kennd við Schlieffen, hafði ekki gert ráð fyrir, að svo mundi fara. Því furðulegra er, að stríðs- markmið þeirra breyttust lítt eða ekki þótt leifturstríðsáætlun þeirra færi út um þúfur. Hitt var öllu heldur, að sótt væri til hærri miða í sama mund og sigurhorfur þeirra urðu minni í fjarvíddum styrjaldarinnar. Heimsveldisdraumar Þýzkalands, svo sem Bethman Hollweg kanslari hafði túlkað þá í álitsgerðinni 9. sept. 1914, virðast kannski fáfengilegir í augum nútímans. Söguleg reynsla rúmlega hálfrar aldar hefur sýnt, að Þýzkalandi varð það ofurefli að ná því marki er það stefndi að. í hinni fyrri sókn- arlotu Þýzkalands til heimsvalda beitti það ekki aðeins beinu hervaldi í átökunum við stórríki Evrópu, Rússland og Bretland. Frá upphafi st.yrjaldarinnar blés þýzka stjórnin að glóðum byltingar og uppreisnar meðal hinna sundurleitu þjóða rússneska keisara- dæmisins og islamískra þjóða Bretaveldis. Þýzkaland leitaði hér bandalags við þjóð- ernisleg byltingaröfl aldarinnar í risaglímu „ræðismenn okkar í Tyrklandi og á Ind- landi, njósnarar okkar og aðrir verða að kveikja uppreisn um allan hinn múhameðska heim gegn þessari andstyggilegu, lygnu og samvizkulausu krambúðarþjóð, því að ef okkur á að blæða, þá skal England að minnsta kosti missa Indland." Þótt þessi um- mæli beri vitni persónulegum tilfinningum keisarans í garð þess lands, sem hann bæði hataði og dáði, þá túlka þau þó fremur öllu pólitíska stefnu þýzka ríkisins og stjórnar- herra þess. Þremur dögum eftir að keisar- inn jós sér yfir Breta, gerðu Þýzkaland og Tyrkland með sér hernaðarbandalag, er var undanfari Heilags stríðs gegn Bretum í fornum stíl Múhameðsmanna. En þrátt fyr- ir mikinn fjáraustur og brölt tókst Þjóð- verjum ekki að stofna til almennrar upp- reisnar Múhameðsmanna gegn Bretaveldi, og tilræðið við Súezskurðinn misheppnaðist með öllu. Bretland sat svo fast í nýlendu- veldi sínu, að þýzkur áróður fékk ekki lyft því úr söðlinum. En það var á öðrum vett- vangi, að Þjóðverjar voru fengsælli, er þeir leituðu lags við byltingaröfl rússneska keis- aradæmisins, ekki aðeins þjóðernisleg, held- ur einnig félagsleg. í heimsófriðnum fyrri var rússneska keis- aradæmið eitt flóknasta viðfangsefni þýzkra hershöfðingja og stjórnmálamanna. Hin mikla þýzka hernaðaráætlun tók í mjög ríkum mæli mið af Rússlandi. Þegar í nóv- embermánuði 1914 var það ljóst, að þessi áætlun var brostin. Hinn nýi herráðsforingi Þýzkalands, von Falkenhayn, var þá tekinn að efast um, að Þýzkaland væri þess megn- ugt að vinna úrslitasigur á vígvelli, meðan það yrði að heyja stríð við Þríveldin öll og óskipt. Um þetta báru þeir saman ráð sín. herráðsforinginn og Bethman Hollweg kanslari, og komust að sömu niðurstöðu. Barátta Þýzkalands á tvennum vígstöðvum hafði brugðið herfjötri á Þýzkaland. Þennan herfjötur varð að leysa eða höggva, eftir irnar að þessu marki gátu verið margvís- legar, og segja má að þýzka ríkisstjórnin hafi þreifað fyrir sér á þeim öllum. Þetta markaðist nokkuð af því hvernig vígstaða herjanna var hverju sinni í austurvegi. En tvennt gat að minnsta kosti komið til mála: að semja frið í venjubundnum skilningi við keisarastjórnina og „leiðrétta" landamæri Rússlands og Þýzkalands lítillega, eða í ann- an stað að breyta allri landaskipan Austur- Evrópu, sníða af rússneska keisaradæminu svo mikil lönd í vestri, að það færðist í það far sem verið hafði fyrir daga Péturs mikla. Fyrir milligöngu einkamanna, stundum útlendra, eins og til að mynda H. N. Ander- sens, forstjóra danska Austur-Asíufélagsins, þreifaði þýzka stjórnin fyrir sér um mögu- leika á friðarviðræðum við Rússland, en eftir nokkrar vangaveltur lýsti Nikulás II keisari því yfir í ágúst 1915, að hann mundi ekki svíkja bandamenn sína. Allt fram á árið 1916 fóru fram leynilegar viðræður um frið með Rússum og Þjóðverjum, fyrir milli- göngu sendiherra Japana í Stokkhólmi, en þær fóru einnig út um þúfur, enda var víg- staða þýzka hersins þá orðin slík í austur- vegi, að Þýzkaland hvarf aftur til þeirra markmiða, er það hafði sett sér í upphafi ófriðarins. Þessi markmið hnigu öll í þá stefnu að lima í sundur rússneska keisaradæmið og stofna svokölluð koddaríki milli Rússlands annars vegar og Þýzkalands og Habsborg- araríkisins hins vegar. Stofna skyldi til þjóðfrelsisuppreisna í Finnlandi, Póllandi og Úkraínu og bægja Rússum bæði frá Eystrasalti og Svartahafi. í bréfum til þýzkra sendiherra hafa bæði Bethman Hollweg kanslari og von Jagow utanríkis- ráðherra Þvzkalands lagt ríka áherzlu á stuðning við allar sjálfstæðishreyfingar í þessum útjaðrahéruðum Rússlands. En þýzka stjórnin lét sér ekki nægja að tendra þjóðernishreyfinguna innan Rússaveldis til 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.