Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 62
VIÐARÞILJUR í MIKLU ÚRVALI. Viðartegundir: eik, askur, álmur, beyki, lerki, fura, valhnota, teak, mansonia, caviana. Harðviður og þilplötur, ýmsar tegundir. Plastplötur, Thermopal, ýmsir litir. Harðvidarsalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670. Reykjavík, september 1969. Herra ritstjóri: Stundum hefur verið kvartað um það í Samvinnunni, hve les- endur ritsins séu tregir til að senda því línu, ekki sízt hinir yngri þeirra. Þar sem undirrit- aður mun teljast til ungu kyn- slóðarinnar, vill hann fyrir sitt leyti láta hvatningarorð ritsins sér að kenningu verða og senda því bréfstúf. Þess ber þó að gæta, að ég mæli einungis fyrir munn sjálfs mín og veit ekki hvort fleiri eða færri á mínu reki eru sama sinnis. Samt vona ég að flestir séu mér um það samdóma, að það er ánægjulegt hversu glæst tímarit Samvinnan er orð- in, fjölbreytt að efni og vel úr garði gert. Að vísu er sitthvað í ritinu, sem vekur að takmörk- uðu leyti áhuga minn og er mér á annan hátt hvorki til gleði né sálubótar. En slíkt varðar litlu, heldur skiptir hitt meginmáli, að hér er myndarlega á haldið, tímabær og umhugsunarverð málefni rædd, og vonandi reynist unnt að halda í horfinu fram- vegis sem til þessa. Ætlun mín var hvorki að fjalla um flokksræði né kvenréttindi eða annað það sem tekið hefur verið til umræðu í Samvinnunni að undanförnu. Að vísu eru mál- efni þessi hin merkustu, en eins og sakir standa hef ég ekki löng- un til að bæta þar við og nenni ekki að tyggja upp það sem aðrir segja eða hafa sagt, eins og mér þykja sumir greinahöfundar gera um of. En nóg um það. Það sem ýtti mér út á ritvöll- inn í þetta sinn var grein nokk- ur í kvennablaði Samvinnunnar (þ. e. 4. hefti þ. á.), sem ég hika ekki við að telja eitt hið ærleg- asta sem ég hef lesið um bók- menntir í blöðum og tímaritum upp á síðkastið. Grein þessi nefnist Nokkrar athugasemdir um lífið og listina og er eftir Þuríði Kvaran, sem mér er reyndar með öllu ókunn. Grein þessi er, eins og fyrirsögnin gef- ur til kynna, ekki skipuleg grein- argerð um bókmenntir og listir, heldur ræðir höf. blátt áfram um „lífið og listina" og birtir sjónarmið sín um tilgang list- iðkana. Um þau efni skal ekki orðlengt hér, en tekið fram að mér falla viðhorf höf. vel í geð. En það eru orð höf. um bækur Guðbergs Bergssonar og einkum Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness, sem ég get ekki stillt mig um að klappa fyrir og lýsa mig innilega samþykkan. Um bækur Guðbergs hefur margt verið rætt og ritað, en því miður fæst af því tagi að það varpi á þær teljandi Ijósi eða geri lesandanum auðveldara að VEIZTU hvaö hægt er aö nota plastpoka til margs ? Við/Sem framleiðum og reynum að selja sem flestum plastpoka, vitum það ekki. Þess vegna spyrjum við þig: Þarft þú ekki ó PLASTPOKA að halda ? STÓRUM- STERKUM- ÞYKKUM - ÞUNNUM MJÓUM - BREIÐUM - STUTTUM - LÖNGUM ÁPRENTUÐUM - ÓDÝRUM? Geturðu ekki líka lækkað umbúðakostnaðinn með PLASTPOKA? PLASTPRENT h.f. GRENSÁSVEGI 7 SÍMAR 38760/61 KFK-fóburvörur ódýrastar og beztar GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON umboðs- og heildverzlun Hólmsgöiu 4, Reykjavík, Pósthólf 1003, Sími 24694 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.