Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 64

Samvinnan - 01.10.1969, Blaðsíða 64
skilinn að segja að Laxness stefndi undan brekkunni. Al- mennur lesandi var litlu nœr. Svo kom silfurhesturinn til sög- unnar og enginn hreyfði and- mælum sem ekki var von, enda munaði lítið um þann blóðmörs- kepp í sláturtíð Sonningverð- launanna, sem nú fór í hönd. Hinsvegar var veiting silfur- hestsins einkum vafasöm þegar þess er gætt að einnig kom til álita ljóðabók Hannesar Péturs- sonar, Innlönd, ein fegursta lýrík sem hér hefur komið fram um fjölda ára. Sagan um lofið og verðlaunin sem Halldór Laxness hlaut fyrir Ki-istnihald undir Jökli minnir mig meira en lítið á ævintýri Andersens, Nýju fötin keisarans. Strípaður er Halldór Laxness í skrúðgöngunni ,og hirðmennirnir, andlegir leiðtogar lýðsins, þykj- ast bera kjóldragið. Nú hefur Þuríður Kvaran tekið að sér hlutverk bamsins og sagt svo allir mættu heyra: „Nú, hann er þá ekki í neinu“. Hafi hún þökk og heiður fyrir það. Eftir er að vita hvernig þegnar keisarans bregðast við. Kammerherrarnir halda sennilega áfram að bera kjóldragið sem ekkert er. Gunnar Stefánsson. Kaplaskjólsvegi 53, Rvík. SMÆLKI Tao-kuang (keisari í Kína 1820—50) var á stöðugum ferð- um um hið víðlenda ríki sitt og tók persónulega þátt í að leysa fjöldamörg málefni. Einhverju sinni var hann spurður af evr- ópskum gesti sínum: — Hvernig fer yðar hátign að því að halda svo góðri heilsu þrátt fyrir hin erfiðu ferðalög og stjórnarstörf? — Það er mjög einfalt, svar- aði keisarinn. Ég hef fjóra líf- lækna, og þeir fá mjög góð laun. Samstundis og eiUhvað ber út af með teilsu mína, er hætt öll- um launagreiðslum til þeirra, og þeir fá ekki eyri borgaðan fyrr en ég er orðinn fullkomlega heilbrigður a.'lur. Hiugað til hef- ur það aldrei komið 'yrir, að ég ÍSLENZKAR KÁPUR OG JAKKAR AUSTURSTRÆTI 84 hafi verið veikur meira en fjóra daga í einu. ★ Kristján 10. Danakonungur var allra manna hjálpsamastur. Hann fór daglega á hestbaki eftir göt- um Kaupmannahafnar, og í einni af þeim ferðum tók hann eftir litlum dreng, sem stóð fyrir utan húsdyr og reyndi árangurslaust að teygja sig upp í dyrabjölluna. Konungurinn stanzaði hestinn, steig af baki og sagði: — Ég skal hjálpa þér, dreilgur minn, ég er hærri en þú. Konungurinn ýtti síðan á bjölluhnappinn, en í sömu andrá greip drengurinn í ermi hans og hrópaði: — Og svo verðum við að vera nógu fljótir að hlaupa burt, áður en þau opna. ★ Á sumrin dvaidist Kristján 10. oft í litlum bæ úti á landi. Borg- arstjórinn þar var góður kunn- ingi hans, en jafnframt borgar- stjórastarfinu gegndi hann störf- um uppboðshaldara. Eitt sinn kom konungur þar að, sem borgarstjórinn var að halda uppboð á fiski. Á slíkum uppboðum er það venja að svara tilboðum með því að kinka kolli, og þegar konungurinn kom inn, kinkaði hann í mesta sakleysi kolli tii kunningja síns. Hann var ekki seinn á sér og tilkynnti með hárri röddu: — Hans hágöfgi, Kristján tí- undi konungur Danmerkur, tíu kassar af sQd. ★ Gamanleikir Lúðvíks Holbergs vöktu á sínum tíma allmikla reiði sumra. Einhverju sinni mætti hann tveimur broddborg- urum í þröngri götu, sem báðir voru stórlega móðgaðir við hann vegna skrifa hans, og þeir gengu sem fastast eftir miðri götunni og sögðu reiðilega: 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.