Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 51

Samvinnan - 01.06.1970, Qupperneq 51
F. Samtök frjálslyndra og vinstri manna Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð sem stjórnmálaflokkur á lands- fundi 14.—16. nóvember 1969. Að stofnun hans stóðu einkum menn, sem fyrr höfðu starfað innan Alþýðubandalagsins, áður en það var skipulagt sem stjórnmálaflokkur — þ. á m. menn úr Sósíalistaflokknum. Einn- ig gengu til liðs við flokkinn menn úr ýms- um öðrum stjórnmálaflokkum og menn utan flokka. Skipulag hans er þannig, að heildarstjórn flokksins er í höndum landsfundar, flokks- stjórnar, framkvæmdastjórnar og þingflokks, en staðbundin stjórn í höndum flokksfélaga og kjördæmisráða. Landsfundur fer með æðsta vald í flokkn- um, ákveður stefnu hans og samþykkir lög (4. gr.).24 Hann er skipaður kjörnum full- trúum aðildarfélaga og eiga þeir einir at- kvæðisrétt (5. gr.). Auk þess eiga þar sæti þingmenn flokksins, framkvæmdastjórnar- menn og starfsmenn. Njóta þeir þar allra réttinda annarra en atkvæðisréttar i(7. gr.). Landsfund ber að halda þriðja hvert ár, en heimilt er að kalla hann oftar saman, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi (4. gr.). Hlutverk landsfundar er eins og fyrr sagði að marka stefnu flokksins. Auk þess er þar kosinn formaður, varaformaður, rit- ari, gjaldkeri og formaður framkvæmda- stjórnar, svo og 7 menn í framkvæmda- stjórn (8.—9. gr.). Landsfundur ákveður tölu fulltrúa hvers félags í flokksstjórn (10. gr.) og tekur ákvarðanir um, hvernig fjár- öflun skuli háttað (15. gr.). Enn sem komið er hefur einungis verið haldinn einn landsfundur, — stofnfundur flokksins.2fi Sátu fundinn 104 menn, og stóð hann 3 daga. Að meðaltali virðast fundir hafa staðið um það bil 6—8 klst. á dag. Gangur mála var í fáum orðum á þessa leið: Fundurinn hófst á ræðu formanns und- irbúningsnefndar, en síðan fluttu fjórir flokksmenn stutt ávörp. Þar næst voru kjör- bréf tekin til afgreiðslu, en að því loknu voru lögin tekin til umræðu og þeim vísað til nefndar. Þá var kosin 7 manna kjörnefnd í því skyni að gera tillögur um menn í fram- kvæmdanefnd og flokksstjórn. Fyrir landsfundinn höfðu verið skipaðar starfsnefndir, sem undirbjuggu ályktanir hans, en fundinum sjálfum var síðan skipt í 4 starfshópa, sem tóku ályktanirnar til um- ræðu og gerðu tillögur til breytinga. Störf- uðu þær fyrri hluta dags hvers, er lands- fundur sat. Næsta dag stóðu umræður um lög flokks- ins, stjórnmálayfirlýsingu og loks ályktanir um ýmsa nánar tiltekna málaflokka. Á þeim degi var stjórnmálayfirlýsing samþykkt, svo og ályktanir í nokkrum nánar tilgreindum málaflokkum. Á síðasta degi landsfundar voru samþykktar ályktanir í ýmsum mála- flokkum, en þar á eftir rædd flokksmálefni, svo sem útbreiðslu- og kynningarstarf. Þess er getið í frásögninni af landsfundinum, að ekki hafi reynzt unnt að afgreiða allar á- lyktanirnar vegna tímaskorts. Hafi þeim verið vísað til framkvæmdanefndar til end- anlegs frágangs. Að þessu loknu fór fram kosning for- manns, varaformanns, ritara og gjaldkera, Náttúruvernd er nú mjög til umræðu, og ekki að ófyrirsynju. Það verður æ ljósara, að með um- svifum sínum í tækni- og iðnaðar- þjóðfélögum stefnir maðurinn í blindni beinlínis að fordjörfun lífsskilyrða á jörðinni, og þar með ekki aðeins að eyðingu eigin kynstofns heldur og alls lífs á stórum svæðum. Þetta er ekki svo langt undan, sem flestir vilja halda; varanleg mengun and- rúmslofts yfir heilum meginlönd- um, óbætanleg mengun vatna, stórfljóta og stórra hafsvæða eru staðreyndir sem ekki tjáir að mæla í mót. Af þessum sökum hefur þegar dregið stórlega úr möguleikum mannkynsins til fæðuöflunar. Að fáum áratugum l'ðnum verður ólíft í stórborgum Norður-Ameríku, að sögn, nema með lofthreinsun eða gasgrímum. Augljóst er að þær þjóðir jarð- ar, sem kallað er að lengst séu komnar á „tækni- og framfara- braut“, verða nú strax að spyrna við fótum og endurskoða lífs- hætti sína, leitast við að breyta þeim svo að þær gjörspilli ekki umhverfi sínu á skömmum tíma. Sú spilling er ekki heldur þeirra einkamál; hún berst víða með loft- og hafstraumum og bitnar á öðrum þjóðum. í þessu augnamiði verður mörgu að breyta og ugglaust miklu að fórna, sem talið er til aukinnar hagsældar. Slá verður af mörgum kröfum til svonefndra lífsgæða, sem drifnar eru áfram af ótrúlegu afli auglýsinga og sölumennsku í samkeppnisheimi. Mannkynið verður á næstu ár- um og áratugum að velja og hafna; ef það vill lengra líf, sbr. 8. gr., 7. manna í framkvæmdastjórn skv. 9. gr.; ennfremur var kosin flokksstjórn og þingmálanefnd skv. ákvæði til bráða- birgða. Ályktanir voru samþykktar annað hvort einróma eða með örfáum mótatkvæðum. Menn voru og kosnir til trúnaðarstarfa án teljandi andstöðu. Flokksstjórn er skipuð 100 mönnum að þeim meðtöldum, sem sitja í framkvæmda- stjórn. Eru menn kosnir í hana til þriggja ára í senn og ákveður landsfundur tölu full- trúa úr hverju félagi. Hlutverk flokksstjórnar er að hafa um- sjón með því, að starfsemi samtakanna sé í samræmi við lög og stefnuskrá flokksins. Auk þess ber henni að móta næstu fram- tíðarstefnu í samræmi við ályktanir lands- fundar. Á aðalfundi hennar skal fram- kvæmdastjórn leggja fram til samþykktar skýrslu um störf sín á liðnu ári (10. gr.). Þá kýs flokksstjórn þingmálanefnd, sem síðar verður vikið að. Framkvæmdastjórn ber að kalla flokks- stjórn saman eins oft og þurfa þykir og á- vallt er 25 flokksstjórnarmenn krefjast (10. gr.). Framkvæmdastjórn er skipuð 7 mönnum, sem landsfundur kýs auk formanns, varafor- manns, ritara, gjaldkera og formanns fram- kvæmdastjórnar — eða 12 mönnum (9. gr.). Einnig hefur hvert kjördæmisráð rétt til að nefna fulltrúa til setu á fundum fram- kvæmdastjórnar, þó án atkvæðisréttar (3. gr.). Hlutverk hennar er að sjá um dagleg störf og rekstur flokksins, m. a. annast fjár- mál, ráða starfsfólk (9. gr.) og undirbúa landsfund (6. gr.). Þingflokkur er skipaður þingmönnum flokksins, en til þess að stuðla að virku sam- starfi þingflokks og samtakanna, kýs flokks- stjórn árlega þingmálanefnd, sem fylgist með þingmálum og er þingmönnum til að- stoðar og ráðuneytis (12. gr.). Auk þess eiga þingmenn rétt til setu á fundum flokksstjórnar með tillögurétti og málfrelsi, ef þeir eru ekki kjörnir fulltrúar þar (12. gr.). Staðbundin stjórn flokksins er eins og fyrr sagði í höndum flokksfélaga, er aðild eiga að samtökunum og vinna að þeim mark- miðum, sem samtökin hafa sett sér. Þau setja sér sjálf lög. Helzta hlutverk þeirra, sem að stjórn flokksins lýtur, er að taka ákvörðun um framboð í sveitarstjórnarkosn- ingum (11. gr.), og í Reykjavík tekur flokks- félagið ákvörðun um framboð til Alþingis (11. gr. 2. mgr.). Þar sem fleiri en eitt aðildarfélag er í kjördæmi, skulu þau mynda sameiginlega kjördæmisráð, er skipað skal fulltrúum fé- laganna. Eiga félögin sjálf að ákveða, hvern- ig kjöri fulltrúa í kjördæmisráð skuli hag- að. Héraðsnefndir tilnefna menn í kjördæm- isráð, þar sem þær eru einar starfandi (3. gr.). Auk þess, sem áður er getið um hlutverk kjördæmisráða skulu þau taka ákvörðun um framboð til Alþingis (11. gr. 2. mgr.). TILVÍSANIR 22. Tilvitnanir í greinar eiga við lög Alþýðubandalags- ins. 23. Sjá Alþýðubandalagið 1. tbl. 3. árg. Við frásögn blaðsins er stuðzt í greinargerðinni hér á eftir um störf landsfundar. 24. Tilvitnanir í greinar eiga við lög Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. 25. Nýtt land - Frjáls þjóð 1. árg. 35. tbl. Stuðzt er hér á eftir við frásögn blaðsins af landsfundinum. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.