Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 8
ÞORSKANET UPPSETT LÍNA ÁBÓT TEINATÓG BAUJUR & BELGIR BAUJULJÓS FENDERAR FLOT FYRIR ÞORSKANET FISKIKASSAR O. FL. ÚTGERÐARVÖRUR SÍMAR: 17080 OG 42000 fræðaþættir hafa að mestu horfið sömu leið. Samvinnu- málin svokölluðu eru nálega útskúfuð hornreka. Þið grípið á mörgum og ólík- um málum, með of mörgum og missterkum höndum, en slepp- ið þeim flestum of fljótt. Ég held að þú ætlir Sam-vinnu þinni meira verkefni en þið ráðið við. Nýtt málefni í hverju nýju blaði, vafið i málróf margra manna, minnir á mold- byl úr öllum áttum, sem lík- legastur sýnist til að kæfa allt líf í kaf. — Hópgreinarnar munu flestar vera allvel samd- ar, en of fáar gæddar þeim andríka mætti, sem þarf til að vekja þjóð af vanasvefni. Að mínu viti væri til bóta, að minnka Samvinnuna verulega. Ég vil minnka brotið um fjórð- ung og fyrirferð lesmáls um þriðjung eða helming — fækka til muna hópgreinum og færa efnið allt til styttra forms. Það á að gera Samvinnuna að blaði unga fólksins. — Blaði sem lætur öll þess vandamál vera sér viðkomandi og tekur á þeim öllum með snillitökum. — Blaði sem veldur vakningu og hrifni, líkt og Skinfaxi litli gerði fyrir 50 árum. — Blaði sem tekur á stórum kýlum — og sleppir þeim ekki aftur fyrr en allur gröftur er kreistur út úr þeim. — Blaði sem fyrst og fremst boðar samvinnu og heiðarlegt þjóðfélag. — Samvinnufélögin flest voru stofnuð í fáeinum lotum, í erf- iðu árferði — þau elztu í harð- indum eftir 1880 — þau yngstu á kreppuárunum kringum 1930. Öll hófu þau göngu við mikla fjárhagsþröng, en mikinn áhuga og litlar kröfur flestra, sem fyrir þau unnu — og jafn- framt varfærlnn heiðarleika flestra, sem fyrir þeim réðu. Flest komust þau svo vel á legg, að þau urðu stórveldi hvert á sínu svæði. En það fór fyrir þeim sumum líkt og nýríkum oflátungum: Velgengnin steig stjórnum þeirra til höfuðs, svo að þær frömdu ýmisleg gönu- hlaup. Algengasta öfugsporið eru stóru, dýru kjörbúðirnar. Þær hafa kallað á óþarfar vörubirgðir og fleira afgreiðslu- fólk en annars þyrfti. Af því leiðir: meiri launagreiðslur, aukið vaxtatap og vörurýrnun. Kjörbúðir geta verið góðar í stórborgum og kaupstöðum á stærð við Reykjavík. í íslenzk- um sjávar- og sveitaþorpum eru þær bláber bamaskapur, sem oftast hlýtur að leiða til ófarnaðar. Þrátt fyrir háa álagningu Það fór sem von var, að flest- ir þreyttust á að skrifa ykkur Samvinnunni. Ég skil það vel, að þú saknar nú vinar í stað. Eins og flest önnur blöð hér á landi, er Samvinnan orðin of stór. í fyrsta lagi er hún í of stóru broti — og rúmast þess vegna illa i bókahillum. Blaðið hefur í mörg ár verið í tvö- földu Skírnisbroti. Viö það vinnst það, að pappírinn nýtist betur en ella mundi. Á einni blaðsíðu Samvinnunnar er jafnstórt lesmál og á 3,3 Skírn- issíðum. Árslesmál Samvinnu samsvarar 1300 bls. bókar í Skírnisbroti. Ég veit að af þessu leiðir það, sem algengt er hjá öllum stórum blöðum: Mikið af efni Samvinnunnar fer óles- ið fram hjá fjölda fólks. Greinaflokkar um tiltekln efni geta verið góðir og merkilegir. En til þess að þeir verði al- mennt lesnir, þurfa allir höf- undar þeirra að kunna fyllsta hóf á mælgi sinni. í flestum greinum af þessu tagi eru um- búðirnar meiri en efnið. í 5. og siðasta hefti ritsins, er prentaður greinaflokkur um verkalýðsmál. Hann mundi fylla 60 síður af Skírni. Helm- ingur þess hefði verið nóg. Á 30 síðum mátti rúma mest eða allt, sem máli skiptir í þeirri sextugu mærð. Það lesmál hefðu margir kynnt sér, sem skortir til þess þol og tíma að lesa 60 blaðsíðna málrófið. Sam-vinna þín er óneitan- lega stórt og fallegt blað — og mjög ódýrt, miðað við íslenzkar bækur, lesmál og pappírsgæði. Eigi að síður uggir mig, að áhrif hennar á íslenzkt þjóðlíf séu helzti lítil. Ég efa að þau hafi aukizt mikið við breytingu þá, sem þú gerðir á blaðinu, — líklega eftir erlendri fyrirmynd. Enda er þess kannski varla von. Mér finnst blaðið þunglama- legra en það var á ritstjórnar- tið Páls H. Jónssonar. Þá flutti það nokkuð jöfnum höndum samvinnuáróður, fræðslu- og skemmtiefni. Skemmtiþáttinn skarstu sundur af talsverðu tillitsleysi. Fræg og vel skrifuð framhaldssaga var felld niður i miðjum kliðum, mörgum til leiðinda. Rímuð ljóð og þjóð- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.