Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 18
Stefán er látinn. „Skarð er nú fyrir skildi/ og skjótt hefur sól brugðið sumri/ en orðstír deyr aldrei/ dómur um dauðan hvern“ einsog þjóðskáldið kvað. Stefán var sonur sæmdarhjónanna Stefáns Stefánssonar frá Innra-Bæ og Ólafar Maríu Ástþórsdóttur, konu hans. Þau hjón ólu hann upp i guðsótta og góð- um siðum einsog önnur börn sín og sendu hann til barnamessu á sunnudög- um. Sex ára að aldri hóf hann glæsilegan námsferil sinn í tímakennslu en þar lærði hann að þekkja stafina, sitja kyrr og þegja. Hann hóf skólagöngu sjö ára gamall einsog önnur börn og í skólanum lærði hann að reikna, skrifa eftir forskrift og ráða dularrúnir lestrarbóka einsog „sísi sá ás“. Siðar fræddist hann um hvernig konur breytast í saltstólpa, hvernig versla á með frumburðarrétt og hvernig fer fyr- ir þjónum sem svíkjast um að ávaxta fé húsbænda sinna. Ennfremur bygging- arlist í Sovétrikjunum (snjóhús, bjálka- kofar, skinntjöld), valdabaráttu á Sturl- ungaöld og þrjátíu kvæði eftir valda is- lenska höfunda. Með þessari staðgóðu þekkingu lauk hann barnaprófi, og hlaut inngöngu í gagnfræðaskóla. Þar kynntist hann heimstungunum og lærði að segja „The black cat runs after the fat rat“ og „Den lille dreng læser i en bog“. Þetta varð honum að ómetanlegu liði síðar á ævinni. Reikningskunnátta hans jókst líka óðfluga og ekki leið á löngu uns hann gat breytt hriðfallandi islenskum krónum í pund sjillinga og pens. En staf- setningin var þó hans helzta (held+st+a) hugðarefni og bezta (bet(ri)+st+a) grein. Eftir unglingapróf hélt hann ó- trauður á brattann og hugðist ganga menntaveginn. Um þetta leyti hófst póli- tiskur áhugi Stefáns, fyrst með lestri Velvakanda en siðar Staksteina og leið- ara. í landsprófi var honum kennt að nota ekki flestar þær reikningsaðferðir sem hann hafði hagnýtt sér fram að þeim tíma. Einnig lærði hann þar eðlis- fræði sem honum var tveim árum síðar eindregið ráðið frá að trúa. Þá kynnti hann sér af eigin hvötum Kama-Sutra og stofnaði ásamt nokkrum félögum sín- um mors-klúbbinn sem varð þeim upp- spretta fróðleiks og skemmtunar, ekki síst í prófum. Sumarið eftir landspróf fékk hann vinnu í frystihúsi og þótti mikil viðbrigði eftir að hafa unnið fyrir litlu kaupi í unglingavinnunni undan- farin sumur. Um haustið hóf hann nám í Menntaskólanum í Reykjavík og tók um leið að skrifa sig stud. art. Þegar hrifu hug hans ævagamlar hefðir skólans sem komu hvarvetna fram, hvort sem var í tolleringum, húsakynnum eða kennslu- háttum. Þarna hóf Stefán fyrir alvöru þátttöku sína i félagsmálum. Hann stundaði dansleiki skólans, kökukvöld og málfundi þar sem hann sté stöku sinnum i pontu þegar honum þótti þörf á að andmæla öfgakenndum skoðunum sumra skólasystkina sinna. Menntun hans jókst óðfluga. Hann lærði að beygja óreglulegar sagnir á þrem tungumálum til viðbótar, kynntist merkum staðreyndum sögunnar svosem að Balzac hafi dáið úr kaffi- eitrun, Disraeli hafi verið góður sam- kvæmismaður og að Van Gogh hafi skorið af sér eyrað í brjálæðiskasti. Með þessa undirstöðu kaus Stefán sér lögfræðinám sem undirbúning undir framtíðina. í sjötta bekk hafði hann kynnst eigin- konu sinni Stefaniu Kjartansdóttur Ól- afssonar forstjóra og opinberuðu þau trúlofun sína sautjánda júni þá um vor- ið. Tveim mánuðum síðar gengu þau í heilagt hjónaband og hófu búskap í snot- urri tveggja herbergja íbúð sem tengda- faðir Stefáns gaf þeim i brúðkaupsgjöf. Stefanía sem stundaði nám í 5ta bekk MR áður en þau giftust lagði nú alla krafta sína í að búa þeim vistlegt heimili, jafnframt uppeldi frumburðarins Frið- þjófs sem fæddist skömmu eftir brúð- kaupið, og fórst hvorttveggja úr hendi með einstæðum glæsibrag. Vinir og kunn- ingjar voru velkomnir jafnt á nótt sem degi á þetta rausnarheimili og voru þau hjónin jafnan hrókar alls fagnaðar í vinahópi heima jafnt sem heiman. Stjórnmálaskoðanir Stefáns heitins voru skýrt mótaðar en öfgalausar einsog allt annað i fari hans. Hann gekk aldrei í neinn flokk en kynnti sér sjónarmið þeirra allra með viðtækum blaðalestri. Hann var ekki síður áhugasamur um er- lenda viðburði og var einn af frumkvöðl- unum að stofnun sjónvarpsáhugafélags í sínu hverfi. Sem dæmi um það hve Stefán studdist mjög við eigin reynslu i skoðana- mótun sinni má segja frá eftirfarandi at- viki: Við sátum heima hjá Stefáni nokkrir vinir og nutum þeirra kræsinga sem Stefanía hafði borið á borð fyrir okkur. Einhve.nveginn barst talið að alþjóða- málum og nokkur hiti færðist í samræð- urnar þegar veru íslands i NATÓ bar á góma. Mæltu sumir með en aðrir á móti einsog verða vill. Stefán tók ekki þátt í umræðum fyrr en einn okkar beindi til hans þessari spurningu: „Hvað finnst þér um NATÓ, Stefán?“ Stefán leit á okkur hvern af öðrum og mælti af sannri ein- lægni: „NATÓ hefur aldrei gert mér neitt.“ Við fundum að þarna var maður sem hafði hugsað málið til hlítar, og það sló þögn á hópinn. Óeirðir íslenskra stúdenta hér á landi og erlendis á síðustu árum ollu Stefáni þungum áhyggjum að maður segi ekki sálarstríði. Ég minnist þess sérstaklega að hann komst svo að orði þegar fréttist um sendiráðstökuna alræmdu: „Þeir ráð- ast gegn öllu sem mönnum er heilagt.“ Óhætt er að fullyrða að þetta var það sem honum féll þyngst. Þó var honum j huggun í þeirri bjargföstu trú sinni að stjórnendum lands og lýðs væri treyst- andi til að kyrra þessar óánægjuöldur sem risið hefðu vegna smámuna og beina athafnaþrá æskunnar inná nytsamar og hættulausar brautir. Eftir velheppnað lögfræðipróf hóf Stefán þátttöku í uppbyggingu atvinnu- lífsins og setti á stofn lögfræðiskrifstofu og fasteignasölu ásamt vini sínum og starfsbróður Guðfasti Filippusarsyni. Lauk því samstarfi fyrr en ætlað var er Guðfastur varð að hverfa á brott all- skyndilega og sæta nokkurri frelsissvipt- ingu um skeið vegna ósamkomulags um meðferð fjármuna. Rak Stefán fyrirtækið síðan til dauðadags og blómgaðist það undir stjórn hans einsog allt sem hann snerti á. Nú fór i hönd mesta uppgangstímabil í ævi Stefáns. Hann hlaut ábyrgðarmikla trúnaðarstöðu i Viðskiptamálaráðuneyt- 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.