Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 21
sem hefur gefizt upp á lífinu, heldur gert stefnubreytingu og neitar að beygj a sig undir ok hins rígskorðaða kerfis, sem ætlar það lifandi að gleypa. Og hann fer að bera virðingu fyrir frelsi þess og lífs- skoðun, ekki sízt þeirri friðar- og kær- leikshugsjón, sem það setur ofar öðru. Og hann skilur hvernig borgarastéttin hefur í þeim fundið annan patent-syndasel fyr- ir vandamál samtímans (vonandi er óþarft að taka fram hver hinn er); hún dregur í sama dilk alla þá sem á einhvern hátt storka borgaralegum hefðum i út- liti eða hátterni, þannig að hárprúður vandræðamaður sem drepur leikkonu er lagður að jöfnu við berfætta stúlku, sem gefur vegfaranda rós; hippalýður á allan hátt forkastanlegur. í endaðan febrúar kemur bréfið lang- þráða frá lánasjóðnum, bréfið með stoð- inni styrku. Þar getur að líta m. a.: námskostnaður 172 þúsund — hundrað- sjötíuogtvöþúsund; lán kr. 20 þúsund — tuttuguþúsund; og ferðastyrkur kr. 6 þús- und — sexþúsund. Og ungi maðurinn rekur upp skellihlátur eða fer á dúndr- andi fyllirí og veit ekki af hverju. Hann skrifar stjórn lánasjóðsins vingjarnlegt bréf, rekur raunir sínar og minnir á það loforð menntamálaráðherra, að enginn skuli þurfa að hverfa frá námi sökum fjárskorts, en bréfið virðist misfarast á leiðinni, því svar berst aldrei. Og í apríl, mánuði áður en misserinu lýkur, eru allir peningar búnir, og hann verður að fara heim. Útfrá þessu hlýtur ýmislegt að riðlast; einhverra skýringa eða einhverrar blekk- ingar er þörf til að fá jafnvægi í þanka- ganginn. Stólparnir lýsa því yfir að meiri peningar séu ekki til, ísland sé fá- tækt land og því miður sé þetta öll sú aðstoð sem hægt sé að láta námsmanni i té; en af einhverjum ástæðum fæst ung- ur námsmaður ekki til að trúa því, sam- tímis ótal fullyrðingum um sívaxandi gjaldeyrisvaraforða, aukinn hagvöxt, að raungildi launa hafi aldrei verið meira o. s. frv. Og hann ræðir málið við fólkið í landinu sínu og sumir segja, að þetta sé pólitík og þýðingarlaust um að þrefa. Annars staðar frá heyrir hann raddir um, að það eigi ekki að vera að spandéra peningum í að halda þessum stúdentalýð uppi í rándýru námi erlendis; þeir eyði öllu í drykkjusvall og alls kyns saurlifi, og svo sé þetta svo peningasjúkt, að það setjist að erlendis, þar sem kaup er hærra, að námi loknu og láti ekki sjá sig framar á ættlandinu, sem hefur kostað það til náms. Svona fólk sé sko ekki púkkandi uppá. Og ungi maðurinn stendur eftir orð- laus, en með þá hugsun, að honum hljóti að vera í sjálfsvald sett, hvar hann sezt að, og eigi einhver kröfu á hendur honum þá sé það fyrst og fremst námsland hans, sem ver fé til að starfrækja háskólana, sem nemur margfaldri þeirri upphæð, sem hann fær að láni á námsárum sínum frá heimalandinu. 6. þáttur: molnar úr blekkingunni. En eitthvað verður hinum unga manni til lífs þrátt fyrir allt (og skal lesandi hér varaður við ofurást á efnalegum skiln- ingi). Þegar eru komin skörð í blekkinga- vegginn, og þó undirstöðurnar hafi e.t.v. ekki látið á sjá að ráði, er hrunið yfir- vofandi. Ugglaust er það umhverfisbreyt- ingin, sem ræður mestu þar um. Ungi maðurinn, sem áður var klyfjaður oki vanans og ótal ósjálfráðum viðbrögðum gagnvart umhverfinu, sem í heild komu í veg fyrir alla breytingu, er nú einn og óháður í útlandinu og getur hugsað og talað að vild án þess að vera vændur um kommúnisma (í íslenzku sérmerkingunni landráðamaður, undanvillingur, frelsis- kúgari). Hann getur velt og virt fyrir sér það umhverfi, sem hann er alinn við, en stendur nú í þeirri sérstæðu aðstöðu að vera áhorfandi að kappleik, sem hann áður tók beinan þátt í, þá blindaður af baráttunni. Og hann nemur við stofnun þar sem rikjandi viðhorf er, að pólitísk afstaða manns sé afstaða hans til um- hverfisins, verði því ekki einangruð frá lífsskoðun hvers og eins og sé ekki einka- mál fárra þar til gerðra manna, sem komnir eru yfir miðjan aldur; lærist að mannskepnan er ekki einhlít og óum- breytanleg í orði og athöfn, heldur afleið- ing af meðfæddum erfðaþáttum, sem um- hverfið, í viðustu merkingu, mótar og beygir á allan hátt. Honum er í ríkari mæli bent á heimsins böl, hvattur til að tala og vera frjáls, og allt að þvi neyddur í umræðum til að taka afstöðu og rök- styðja mál sitt á hlutlægan hátt. Hann dregst ósjálfrátt inní baráttu skólafélaga sinna gegn kennaraleysi, húsnæðisleysi, úreltum reglum og valdinu að ofan og gerir sér ljóst, að ljónið sem tálmar er uppbygging kerfisins. Að fjárskortur til endurbóta er tákn um viljaleysi vald- hafa, því frjáls hugsun og athöfn, önnur en sú sem kemur efnahagslífinu að beinu gagni, er þeim óhentug. Og hann eignast vini og kunningja, sem hafa, að því er hann telur í fyrstu, aldeilis furðulegar skoðanir, skýjaborgir langt ofan við allan raunveruleika, segir kannski: „Bölvuð endemis vitleysa.“ Seinna: „Það gæti svo sem verið eitthvað til í þessu hjá þeim,“ og skilst brátt, að þeir hafa sinar skoðan- ir eins og hann sínar, hrífast af sumu, sumu ekki, reynir að hugsa sjálfstætt og þá ekki bara útfrá þeim grundvallarprin- sippum, sem hann gekk útfrá áður. Og smám saman losnar um vanann og hina kerfisbundnu hugsun; hann skilur að hann er engum bundinn, ber skyldur að- eins gagnvart sjálfum sér og eigin sann- færingu, að hann er fyrst og fremst hann sjálfur og síðan hluti af umhverfinu, hvar sem hann er. Og e. t. v. er veturinn ekki meira en svo liðinn (og enn skal lesandi varaður við of bókstaflegum skilningi) þegar hann hefur strengt þess heit, að aldrei skuli hann leitast við að laga sjálfan sig að þjóðfélagskerfinu, meðan honum líkar það ekki, heldur gera allt til að laga kerfið að sér. Ritað eftir 23 ára tilvist og 2ja ára veru í erlendum háskóla. Ásgeir Sigurgestsson (nú orðið líklega þekktari undir númerinu 0676-8180). + Pétur Gunnarssori: Ljóð I ferð min getur hafizt útí myrkrið skera augu mín nóttin skelfur undan kuldanum skiptist ég á við tómið með spurningar um líf umlukinn er ég hatri og tónar mínir geta ekki hljómað fyrren hatrið rofnar og hatrið mun ekki rofna fyrren örvar mínar hafa smogið gegnum hjarta þitt fyrren örvar mínar hafa fundið og smogið hjarta þitt fyrr munu tónar mínir ekki hljóma þangtaðtil mun ég öskra II meðan ég svaf slæddirðu þoku um skilning minn blóðsaugst orð mín firrtir dagana Ijóði og lit ferð mín getur hafizt örvarnar skulu gegnumsmjúga hversdagana í leit að þér III dagarnir eru örvar mínar ég beini þeim að tóminu og hlusta eftir þær hæfi hold þitt en þær smjúga botnlaust loftið unz þær að kvöldi snúa við að hitta mig ég þekki ekki óvin minn blindaður af hatri finn ég ekki óvin minn ég þrái hann einsog konu ör mín þráir hold hans að hún megi smjúga það og trylla og Ijúga í það eitri þangaðtil mun ég skjóta örvum mínum í tómið og daglangt skulu þær leita unz þær að kvöldi snúa við og ef þetta er aðferð min þá verði sekúndurnar pílur og slæði þétt einsog regnið unz þær hæfa þig Eysteinn H. Proppé: ars poetica öngva nínbirkna Ijóðsemd með lekandi treg- eða logandi rafhjörtí úðstöppog seg- eða vænghaf eðúthaf eðeilífð og þrá örkinans nóeða ströndina blá nei rangeygð með plattfót og pirruð í geði um parnassinn renniðin museinsog sleði hremmún á fluginu flagjárn og grepp fiðrildog tíðindi — sofandi hrepp john p. buckle john p. buckle beygðaf réttri leið barst með straumnum (talinn af um skeið) loksins sáann að sér tugginn tærður tekinn og þjáður beizkur hryggur særður fórann að reynað starta stóru búi en stólpafúi 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.