Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 22
Síðastliðið vor komu fram hugmyndir á fundum íslenzkra námsmanna í Osló um hugsanlegar aðgerðir til stuðnings árangurslausri kjarabaráttu hagsmuna- samtaka námsmanna erlendis, SÍNE. Höfðu þeir samband við SÍNE-stjórn og deildir í öðrum löndum og skýrðu frá hugmyndunum. Stuttu siðar settust ellefu námsmanna í Sviþjóð að í leyfisleysi í sendiráði íslands í Stokkhólmi. Var það gert til að vekja athygli á sérhæfum stefnumálum sjálfstæðrar deildar SÍNE og á réttlátum kröfum samtakanna í lánamálum. Með þessum tveimur óskyldu athöfnum hófst óvenjulegur kafli i litlausri sögu islenzkra námsmannasamtaka, sögu sem fram til þessa hefur einkennzt af hlé- drægni námsmanna í orði og verki. Kaflinn ber heitið Barátta. í kjölfar atburðarins i Stokkhólmi komu skipulagðar aðgerðir námsmanna, bæði heima og erlendis. Þeir höfðu sam- eiginlegt markmið: Bætt lánakjör í sam- ræmi við tillögur stjórnar SÍNE og meiri- hluta í stjórn lánasjóðs íslenzkra náms- manna. Sjóðurinn er þeirra. Árangur lét ekki á sér standa. En auð- vitað gengu yfirvöld ekki að öllum kröf- um, sem settar voru fram, skiljanlegar vel og skýrar. Lán voru aukin að hluta, nú í sumar. Aukin lán voru þó ekki mikilvægasti árangurinn. Lausnina, sem fékkst i sum- ar, geta hvorki námsmenn né yfirvöld sætt sig við. Mikilvægasti árangur starf- seminnar í fyrravor er tvíþættur. í fyrsta lagi tókst námsmönnum að vekja athygli á, að þeir eru venjulegir þjóðfélagsþegnar, án sérstakra hlunninda, og þurfandi við aðstoðar gullmyllu ríkisvaldsins. Um leið vöktu þeir athygli almennings á stirfni yfirvalda við að halda fjárhagsaðstoð til námsmanna í jafnvægi við verðbólgu og gengisfellingar. Að visu vildu allmargir ekki kannast við að svo væri. í öðru lagi sönnuðu námsmenn að þeir hafa vald og að barátta þeirra er pólitísk. Þeir hafa vald til að neita yfirgangi, vald til að neita að sætta sig við ríkjandi skipulag, vald til að krefjast réttlátlega, og vald til að skipa sjálfa sig i kví með láglaunafólki. Aðgerðir þeirra og kröfur, hvort sem þær beinast að Háskóla ís- lands, öðrum skólum eða eru varðandi hagsmunamál, eru og verða pólitiskar. ,,Nei,“ segja margir námsmenn og aðrir, „við viljum halda málum okkar utan flokkapólitíkur. Pólitískar skoðanir skipta hér engu máli.“ Hvernig er unnt að krefja yfirvöld beinnar aukinnar fjárhagsaðstoðar, án þess að ætlast til að pólitískt kerfi, sem hefur áframhald á ríkjandi ástandi í menntamálum að markmiði, hreyfist á grunni? Hvernig er unnt að krefja yfir- völd hærri fjárveitinga til mennta- og rannsóknarstofnana, breytinga á kennsluháttum, aukins kennslurýmis, betri vinnuaðstöðu, án þess að vilja hagga kerfinu? Hvernig má biðja þau sömu yfirvöld um að veita námsmönnum meiri- hlutaráð í stjórn lánasjóðs, án þess að blanda pólitík í beiðnina? Með kröfum sínum frá í vor vilja náms- Ari Trausti Guðmundsson: Um pólitíska baráttu íslenzkra námsmanna Ingvar Guðnason teiknaði menn bægja til aurastrauminum í fjár- hagskerfi ríkisvaldsins. Fj árhagskerfið er hornsteinn pólitíska kerfisins. Þeir vilja einnig, að ráðamenn samþykki skoðanir, sem þeir hafa ekki viljað viðurkenna. Takist allt þetta, skipa menntamál um leið annan sess i ríkjandi kerfi. Og kerfið fær nýja pólitíska ásýnd. Auk þessa hafa námsmenn flestir eigin pólitiskar skoðan- ir, sem þeir láta í ljós, t. d. námsmenn í Stokkhólmi og Lundi og í Reykjavík. Oft- ast eru skoðanirnar nátengdar hags- munabaráttunni; sem dæmi má nefna, að Osló-deild SÍNE sendi verkalýðssamtök- unum stuðningsyfirlýsingu 1. maí s.l. Sameiginlegar kröfur námsmanna eru pólitískar. Námsmenn hafa vald. Sundrung — aðgerðaleysi Eitt bregður þó skugga á vorkaflann, baráttuna og árangur hennar. Námsmenn heima og erlendis standa ekki einhuga saman um kröfurnar. Auk smáhópa með- al námsmanna erlendis er um að ræða mjög fjölmennan hóp við nám heima. Námsmenn sem styðja ekki félaga sína eða taka þátt í aðgerðum. Standa hjá. Ástæður til þessa er eflaust að finna í steingeldu umhverfi og námsskipan, sem menntastofnanir skarta á íslandi. Einnig má skella að nokkru skuldinni á aðgerða- leysi námsmannasamtaka heima, skorti á slíkum samtökum, einhliða upplýsinga- starfsemi fjölmiðla og námsmanna sjálfra. Hugsunarleysi „þöguls meiri- hluta“ er skiljanlegt. Sem dæmi um hugs- unarleysi og ládeyðu „meirihlutans", má benda á hve sáralítið námsmenn við Há- skóla íslands hafa unnið með festu að úrbótum á þeim eyðilega skóla. Þar ráða stjórnarvöld stefnunni. Hluti námsmanna stendur hjá vegna pólitískra skoðana sinna. Skoðana sem gera ekki ráð fyrir stuðningi við breyt- ingartilraunir samverkamanna. Sannar það enn frekar, að barátta námsmanna er pólitísk. Valdbeiting og hótanir í vor beittu námsmenn hluta valds síns, settu fram pólitískar kröfur. Hvernig brugðust þá íslenzk stjórnvöld og póli- tískt kerfi landsins við? Rikjandi kerfi er kapítaliskt. Mæta skal valdi með öðru sterkara valdi, jafnvel þótt valdbeiting náms- manna sé laus við ofbeldi og ekki líkam- leg. Ekki með skilningi, heldur lögreglu- valdi, dómsvaldi og hótunum. Dæmi: Hópum námsmanna, með kröfur til yfirvalda, var mætt með öflugum lög- regluverði viðkomandi lands, framan við sendiráð íslands, t. d. i Osló og Kaup- mannahöfn. Meðan á mótmælastöðu námsmanna stóð næstu daga utan sendi- ráðsins i Osló, gætti lögregla sendiráðsins, og fengu ekki fleiri en tveir til þrír náms- menn inngöngu i senn. Nítíu manna hópur frá ýmsum skól- um settist að í húsakynnum mennta- málaráðuneytisins heima, til stuðnings kröfum SÍNE. Ruddi lögregla staðinn að beiðni yfirvalda með þeim árangri, að fjórir mótmælenda þurftu við læknis- hjálpar. Síðan voru þátttakendur að- gerðanna kallaðir til yfirheyrslu eftir ábendingum „áreiðanlegra" ónafn- greindra heimildarmanna, skólafélaga þátttakenda. Þegar námsmenn höfðu boðað til mót- mælaaðgerða eftir setuna í sendiráðinu í Stokkhólmi, sendi menntamálaráðherra skeyti til flestra SÍNE-deilda. Stóð þar rneðal annars: „Ég tel það skyldu mina að beina þeim eindregnu tilmælum til ís- lenzkra stúdenta erlendis, að þeir efni ekki til opinberra aðgerða við sendiráð íslands erlendis......og geta (aðgerð- irnar) engan árangur borið annan en þann að spilla fyrir málstað stúdenta, en stjórnarvöld hafa.....Það er eindregin skoðun mín og annarra, sem láta sig þessi mál skipta, að málstað stúdenta verði nú bezt þjónað með því að kyrrð fái að ríkja varðandi undirbúning að störfum Lánasjóðsins á næsta vetri.“ (Leturbreytingar og svigamál frá mér). Dómsmálaráðherra hótaði ellefumenn- ingunum sviptingu fjáraðstoðar á þing- fundi Alþingis eftir sendiráðssetuna í Stokkhólmi. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.