Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 25
Ef þjóðfélaginu yrði breytt í það horf, að samúð og samvinna væru burðarstoðir þess, yrði sannarlega öðruvísi um að litast. Þá væri það brýnt fyrir okkur látlaust, að við eigum alls ekki að keppa eftir að taka öðrum fram, heldur að því að verða vitrari og betri á morgun en við erum í dag. Þá væri hamrað á því sí og æ, að vísasti vegurinn til glöt- unar sálinni sé sá að sækjast eftir „frægð og frama“, en réttsýni og sanngirni sé grund- völlur allrar hamingju. Þá væru skólarnir fyrst og fremst sálræktarstofnanir, þar sem okkur yrði kennt að nota hugsun okkar út í yztu æsar og rannsaka viðfangsefni okkar rækilega og frá öllum hliðum. Þar væri okkur sagt frá þeim sígildu sannindum, að innra með okkur sé uppspretta allrar ham- ingju og brunnur allrar vizku. Þá væri gam- an að lifa. Þá væri engin fátækt, ekkert hungur, engar styrjaldir og minni þjáningar. Kirkjan Dyggur þjónn þjóðfélagsins og þess heimskulegu uppeldishátta og forheimskandi skóla er kirkjan með sinn falska vísdóm um lífið og tilveruna. Kirkjan hefur allt til þessa dags þverneitað með starblindu of- stæki, að margir vegir liggi til drottins. Hún hefur með hrokafullum sjálfsþótta fullyrt, að hún sé eini vegurinn til þess að öðlast eilíft líf. Til hvers hefur þetta leitt? Það hefur valdið háskalegum trúarhleypi- dómum, umburðarleysi, ofsóknum og loks ægilegum styrjöldum og blóðsúthellingum. Er það í anda kristindómsins? Kirkjan hef- ur ávallt kennt okkur eintóma hringavit- leysu. Hún hefur alls engin frambærileg svör við þeim áleitnu spurningum, hvaðan við komum, hvert hlutverk okkar sé hér í heimi eða hvað við tekur eftir dauða líkam- ans. Kirkjan hefur oftast nær og í öllum lönd- um eindregið stutt íhaldssömustu og eigin- gjörnustu öfl þjóðlífsins og staðið hatram- lega gegn öllum framfara-, mannúðar- og menningarmálum, er miðað hafa að velferð og framsókn mannsandans. Hún hefur ætíð barizt miskunnarlaust gegn öllum þeim, sem unnið hafa að því að bæta kjör þeirra sem erfiði og þunga eru hlaðnir. Og aldrei hefur sá spámaður boðað mannkyninu nýjan sannleika, að hann hafi ekki átt yfir höfði sér ofsóknir kristinnar kirkju. Lesið mann- kynssöguna og gangið úr skugga um hvort þetta sé ekki rétt! Nú er kirkjan sem betur fer víðast hvar vanmegnug og valdalítil. En í Suður-Ameríku er hún enn voldug og þrumandi. Og í Suður-Ameríku er eitthvert ömurlegasta þjóðfélagshelvíti á þessari jörð. Og einn traustasti hornsteinn þeirrar þjóð- félagsbyggingar er einmitt kirkja Krists. Af hverju minnast íslenzkir prestar aldrei á þetta einu orði? Auðvitað hefur kirkjan og starfsmenn hennar unnið ýmis góð og göfug verk á öllum öldum, en saga hennar sýnir að engin stofnun hefur verið sálum manna jafn stórhættuleg. Svo aum er kirkjan, að hún hefur meira að segja fyrir löngu steingleymt sjálfum kristindóminum. Hún leggur höfuðáherzluna á helgisiði, bænagerðir og tilbeiðslu. Helgi- siðir hafa alls ekkert gildi. Þeir eru aðeins innantómt form gamallar kreddu. Sumum mönnum auðnast ef til vill að öðlast innri frið með tilbeiðslu og bænagjörð en fyrir allan þorra manna eru bænagerðir aðeins andvana þulustagl og tilbeiðsla er alltaf auð- mýkjandi, þó það sé eitthvað fagurt sem til- beðið er. En kirkjan hefur aldrei komið auga á aðalatriði þessa máls. Það er breytn- in. Kirkjugöngur og bænarugl er ekki krist- indómur. En góð og göfug breytni — það er hinn eini sanni kristindómur. Það er aðeins ein leið til að verða kristinn maður. Sú leið er dásamlega einföld. Jafnið allar kirkjur við jörðu, setjið presta og preláta á atvinnu- leysisstyrk, steypið í hafið öllum guðsorða- gráskinnum og grafið í jörð sérhverja sálma- skruddu. Upprætið í eitt skipti fyrir öll síð- ustu dreggjar hins kirkjulega hugsunarhátt- ar. Þess í stað skal sú nýjung upptekin að breyta eftir kenningum meistarans. Þetta er allur sannleikurinn. Nú viðurkenni ég að fáum mun auðnast að fylgja í einu og öllu boði Krists. En þetta er samt eina leiðin. Og því lengra sem við komumst á þessari braut, því dýrlegri verð- ur uppskera okkar á himnum. Það er í sann- leika sagt hryggileg staðreynd, að sú stofn- un, sem bezt skilyrði hefur til að vera hjálparhella mannkynsins, skuli annað hvort vera alveg áhrifalaus og einskis nýt eða beinlínis til trafala fyrir þroskun mannsins. „Heilbrigður metnaður" Þá skulum við víkja að hinum „heilbrigða metnaði", sem er eitt af boðorðum uppeldis- ins. Hvað er metnaður? Hann er barátta, sem beinist í þá átt að verða öðrum meiri, sterkari, ríkari, gáfaðri, voldugri eða fræg- ari. Til að reynast einhvers megnugur í þess- ari styrjöld er óhjákvæmilegt að bítast vægðarlaust við keppinautana með harð- svíruðum tækjum og aðferðum. Þetta leiðir af sér grimmd og hatur í garð þeirra, er baráttan beinist gegn. Það skapar einnig ótta og skriðdýrshátt fyrir þeim sem sigur bera úr býtum, en hroka og yfirgang í þeirra garð er undir verða. Alveg stórhættulegur fyrir líf jarðarbúa verður þessi metnaður þegar hann kemur fram hjá heilum þjóðum sem þjóðernishroki, sem mikið er alið á í öllum löndum og talinn er með háleitustu hugsjónum þegnanna, reyndar falinn undir fegurra nafni: ættjarðarást eða þjóðernis- metnaði. En það er bara enginn vegur að elska ættjörð sína nema bera vinarþel til allra landa og allra þjóða. Sá, sem ekki lítur á allan hnöttinn sem heimkynni sitt og alla menn sem bræður sína, getur aldrei borið hlýhug til sinnar eigin þjóðar. Þeir, sem hraustlegast ærslast fyrir „föðurlandið", eru sömu mennirnir og karlmannlegast ganga fram í að útrýma mannkyninu. Frá því þjóðir heims fundu fyrst til sín sem sérstakra þjóða hafa ófyrirleitnir lýð- skrumarar notað þjóðernisrembing og ætt- jarðardramb sem beittustu og markvísustu vopn sín til að trylla lýðinn upp í hermdar- verk og stríðsæði, sem kostað hefur mann- kynið milljónir mannslífa og bakað því meiri þjáningar en nokkrar aðrar hörmungar. Eru Bandaríkjamenn ekki að syngja „föðurlandi“ sínu dýrðaróð með niðurskurði sínum í Víetnam á saklausu fólki, sem aldrei hefur gert neitt á hluta þeirra? Marseruðu ekki rússnesku hersveitirnar inn í Prag sumarið 1968 til að gera vilja síns „sósíalíska föður- lands“? Æddu ekki stríðsmenn Gowons her- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.