Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 26
foringja yfir Bíafra, sveltandi og brennandi varnarlausa íbúana til dýrðar og vegsömun- ar sínu hörundsdökka „föðurlandi"? Hafa ekki Bretar kúgað og svívirt hálfan hnöttinn til upphafningar sínu tesvelgjandi „föður- landi“? Stóðu ekki Frakkar í blóði upp í mjóalegg í Alsír til að votta sínu siðfágaða „föðurlandi11 trú og hollustu? Eru ekki ísra- elsmenn að gera hundruð þúsunda umkomu- lausra Araba að þrælum í þágu síns „guðs útvalda föðurlands“? Og hvolfdust ekki morðflokkar Hitlers yfir Evrópu til hróðurs sínu „aríska föðurlandi", öskrandi í titrandi ættjarðarást: Deutschland, Deutschland úber alles? Agi og hlýðni Eru þetta ekki óræk dæmi? Þurfa menn frekari vitna við? Þora menn enn að boða blóðpistil „ættjarðarinnar"? Áræða menn gagnvart þessum staðreyndum að lofa það þjóðskipulag sem stuðlar að orsökum þjóð- ernishrokans, metnaðarstreðinu? Sumir telja að agi og hlýðni eigi að vera aðalatriði uppeldisins. Því er oft á loft hald- ið af hinum og þessum leiðindapúkum, að íslendinga og þá sérstaklega æskuna skorti tilfinnanlega aga. Og menn hafa brotið heilann um leiðir til að beygja þjóðina undir sætleik aga og hlýðni. Nokkrir hafa lagzt svo lágt að krefjast þess, að þegnskyldu- vinnu verði komið á. Það er bjargföst skoð- un mín að íslendingar megi þakka fyrir, hve agi er hér lítill, og alveg sérstaklega ættu þeir að þakka skapara sínum fyrir að vera lausir við ruddaskap heragans. Aginn er eitthvert ægilegasta tæki kúgara þjóð- anna til að brenna og myrða, eyða og deyða. Undir yfirskini hinnar skilyrðislausu hlýðni er þessum vandræðamönnum kleift að spenna heilar þjóðir fyrir morðvagn sinn, hlaðinn eldsprengjum og stáli. Hverjir skapa agann? Og hverjir hafa gagn af honum? Það eru yfirráðastéttirnar sem skapa agann og það eru einnig þær sem hafa hag af honum. Og loks eru það heimskunn sann- indi, að þær beita honum vægðarlaust og einungis til að varðveita gróða- og kúgunar- aðstöðu sína í þjóðfélaginu. Aginn hefur skapað lítilmótlegt skriðdýrseðli alþýðu gagnvart öllu, sem hún telur voldugt, fínt og auðugt, en hins vegar ruddalegan remb- ing, kúgun, grimmd og yfirgang þeirra sem þruma yfir löndum og þjóðum í skjóli guðs- ótta, aga og skyldu — og vopna, sem eru ávöxtur þessarar mannfélagsskipunar. Það er sannarlega ekki agi sem okkur skortir. En við þörfnumst frelsis. Við þörfn- umst frelsisins frá ósjálfstæði hugans, þröng- sýni skynseminnar, ótta þrælslundarinnar, viðjum fordómanna, helsi trúarbragðanna, böndum almenningsálits, en framar öllu andleysi og gróðasjónarmiðum þjóðfélags- ins, tilgangsleysi þess og sjúku og brengluðu verðmætamati, er leiðir af sér glötun ham- ingju mannfólksins, óréttlæti, ofbeldi, kúg- un, blóðsúthellingar og styrjaldir. Kjarni málsins Og þá erum við komin að kjarna þessa máls. Þeir sem í alvöru hafa yfirgefið hið reglu- bundna og formfasta líf venjulegra borgara, þeim hefur ofboðið að sjá til hvers grund- vallarhugmyndir þjóðfélagsins hafa leitt mannkynið. Þeir eru líka búnir að fá sig fullsadda af andleysi og efnishyggju sam- félagsins, þar sem ekkert er nokkurs virði nema hægt sé að koma því í peninga. Hér á landi er þetta gróðasjónarmið svo blygð- unarlaust og harðsvírað, að menn myndu ekki hika við að þurrka upp Mývatn eða sprengja Almannagjá í loft upp, ef þeir græddu á því nokkrar krónur. Þeir myndu bara segja að hagnaðurinn yrði svo mikill, að hann myndi réttlæta náttúruspjöllin. f þjóðfélagi okkar er hinu auvirðilega og lítilsiglda ávallt gert miklu hærra undir höfði en því sem skírskotar til hinna æðri eiginleika mannsins. Mat okkar á verðmæt- um er svo sjúkt og brenglað, að menn gera sig að hlægilegum viðundrum ef þeir upp- hefja annan eins fíflaskap og þann að berjast fyrir einhverju merkilegu og stór- kostlegu. Þetta kolbrjálaða verðmætamat og hnausþykka andleysi kemur einna gleggst í ljós í vexti og viðgangi skemmtiiðnaðarins. Popptónlistin hefur til dæmis tröllriðið svo heiminum, að enginn friður er lengur fyrir henni. Fjöldi ungs fólks og sumt gamalt hefur orðið svo bergnumið af þessum belj- anda að það veit hvorki í þennan heim né annan. Nú er ég alls ekki á móti poppi. Öðru nær. Ég er meira að segja þeirrar skoðunar, að hin svokallaða dægurtónlist hafi aldrei verið iafn vönduð og einmitt nú. En ég get ekki litið á þessa tónlist öðrum augum en að hún sé sæmileg afþreying og dægradvöl, og mér finnst fyrir neðan allar hellur að gera hana að aðalinntaki lífsins. Annað dæmi um lítilmótleik lífs okkar eru bær krásir sem fjölmiðlunartækin ala okkur á. Öllum eru enn í fersku roinni þau fádæma ósköp, sem settu hálfan hnöttinn á annan endann. þegar hún Jaequeline giftist honum Onassis. Dag eftir dag og viku eftir viku hömuðust fiölmiðlar um allar jarðir á þess- um heimssögulega viðburði. En þeir hefðu áreiðanlega bagað þunnu hlióði. þó bað hefði vitnazt að Frelsarinn hefði sézt á götu í London. Ef Kristur kæmi aftur til iarðarinn- ar og færi að Drédika frið og réttlæti fyrir fulltrúum á bingi Sameinuðu þjóðanna, myndi allur bingheimur rísa upp sem einn maður og hrópa: „Hann æsir upp lýðinn“. Og beíf myndu krossfesta hann í annað sinn. Það er undir betta verðmætamat sem hinnar neita að beygja sig. Þeir afneita einnig heim lognu erfikenningum og hleypi- dómum. sem hver kynslóðin eftir aðra hefur eitrað með líf sitt. Þeir viðurkenna ekki nema að vissu marki (og sumir alls ekki) hinn heilaga eivnarrétt. sem valdið hefur mannkvninu ótölulegum biáningum. Þem hvertaka fvrir að fórna lífi sínu í tilgangs- lausri stvriöld fvrir ..guð og föðurlandið" esa . freisi ng lvðræði". <~>g loks neita bpir afdráttarlaust, að taka bátt í dansinum kring- um gullkálfinn í æsilegu kapphlauni eftir a"ðj ng bægilegu" lífi. Ekkert er jafn auðmvkjandi og niðurdren- andi ekkert iafn innilega tilgangslaust. ekk- ert iafn hundleiðinlegt og að vera alla ævi heimskt dansfífl í djöfladansi þúsundærra kreddukenninga. Þetta hafa hippar fundið. Og þeir hafa fundið léttvægar hinar borgaralegu lífsveni- ur. Þeir eru meira að segja svo miklir aular í lífsbaráttunni, að þeir eru loks byrjaðir að framkvæma í verki þá kenningu, sem mann- kynið hefur sí og æ verið með á vörunum, að allir menn séu bræður, sem engar sakir eigi á hendur hver öðrum. Og þeir eru ein- lægir friðflytjendur. Og sælir eru friðflytj- endur, því að þeir skulu guðssynir kallaðir verða. Sumir vilja heldur dúsa í fangelsi en gerast morðingjar meðbræðra sinna. Aldrei hefur hugsjón friðarins bergmálað jafn djúpt inn í hugi manna sem einmitt nú. Og ef við eigum að gera okkur einhverja von um áframhaldandi mannlíf á þessari jörð, verðum við að setja allt traust okkar á það, að unga kynslóðin fái borið þessa hugsjón til sigurs. Friðarbaráttan Sumir hafa kvartað yfir því, að á friðar- baráttu unga fólksins og raunar á baráttu þess fyrir hugðarefnum sínum yfirleitt sé oft heldur lítill friðarbragur. Við heyrum nær daglega í útvarpi og lesum í blöðum um blóðuga bardaga milli mótmælenda og lögreglunnar. Og sjónvarpið sýnir myndir af lögreglumönnum með hjálma og barefli kaghýða fólk, sem aðeins hefur tvær hendur tómar sér til varnar. Það hefði þótt ódrengi- legur vopnaburður í heiðinni fornöld, en þykir vel við hæfi í kristnum lýðræðisríkjum nútímans. En hvernig fara svona mótmæli fram? Við höfum dæmi þess hér heima. Nokkur hópur galvaskra ungmenna þrammar út á götur og torg í góða veðrinu með spjöld, sem á eru letruð mótmæli gegn öllu mögu- legu og ómögulegu. Lögreglan lætur ekki á sér standa og kemur á vettvang í snarhasti. Hún segh- mönnum að snauta heim og skammast sín. En menn þybbast við og þykjast heldur betur hafa rétt til að efna til „friðsamlegra mótmæla“. Þá missir lögregl- an þolinmæðina, sem oft er af skornum skammti, varpar táragassprengjum og geng- ur í skrokk á mótmælendum. Daginn eftir birtist svohljóðandi fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins: „Kommúnistar efna til skrílsláta í miðbænum. Lögreglan dreifði hópnum. Tíu manns handteknir“. Annars er ekki að furða þó að þeir, sem eiga í höggi við svo sótsvarta heimsku og þröngsýni að þar kemst engin glóra að, missi stundum þolinmæðina og láti hendur skipta. Annars er hollt að leggja það á minnið, að flestar fréttir af átökum sem þessum koma einmitt I beint frá lögreglunni (íslenzka útvarpið hefur aldrei aðra heimild), og má nærri geta hvort hún reyni ekki að gera sinn hlut sem beztan. Það er þó mannlegt. Og alltaf er mótmælendum kennt um ef til bardaga dregur. Hippar berjast fyrir ytra friði af því að án hans er ógjörlegt að finna hinn innra frið, sem í okkur býr, en takmark allra sannra hippa er að finna hann. „Hamingjan er hið innra með okkur“. Á þessu spakmæli hafa vitringar og spámenn mannkynsins hamrað látlaust öldum saman. En þetta hafa Vesturlandamenn aldrei skilið. Á þeim vita allir fletir út. Afleiðingin er sú, að þeir eru tröllpíndir af eirðarleysi, lífsleiða og sárri óhamingju. Eiturlyf Margir hippar hafa leitað á náðir austur- lenzkrar dulspeki til að höndla þá hamingju sem þá dreymir um. Sumir kosta kapps um að iðka hugleiðslu. Á Vesturlöndum hlæia 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.