Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 34
Auk alls þessa niðurrifs þarf svo að byggj a 16 gatnamót á tveimur hæðum og reyndar fjórum betur, ef með eru talin þau, sem sýnd eru á skipulagskorti, er Morgunblaðið gumar af í kosningablaði 24. 5. 1970. Til þess að kóróna þetta skipulags- skrímsli er svo dregið göngugatnakerfi af hreinu handahófi um mestallt borgar- landið með 54 undirgöng undir umferðar- mestu göturnar í stíl við Miklubrautar- mígildið. Er ekki mál að linni? Við segjum nei við niðurrifi húsa, við segjum nei við byggingu gatnamóta á mörgum hæðum, við segjum nei við órök- studdri breikkun gatna. Núna, ef nokkru sinni, hafa reykvisk borgaryfirvöld tök á að gera borg fyrir fólk en ekki einkabíla. Lausnin er Borgarbyggð, sem geri notkun einkabifreiðar óþarfa innan þétt- byggðar. í staðinn komi strætisvagnar, sem séu fljótari yfirferðar en einkabíll- inn, þægilegri í notkun og yrðu ódýrari fyrir samfélagið. Eru nokkur tök á slíku? Er þetta ekki eitthvert rugl? Á fyrstu 9 mánuðum sl. árs var kominn 26 millj. kr. halli á SVR (skv. blaðafrétt í október 1970). Hvernig er unnt að ætlast til að bætt sé við leiðum, ferðum fjölgað og hvaðeina? Hvar á að taka fjármuni til slíkra endurbóta??? Þannig spyrja þeir hinir sömu, sem aldrei draga í efa fjárveitingar til gatna- breikkunar. Aldrei spyrja þeir hvar taka eigi fjármuni til þess að byggja 20 tveggja hæða gatnamót og a. m. k. 54 undirganga, né til þess að flytja Skúlagötu langt út á sjó. Er reiknaður út halli þjóðfélagsins vegna tapaðra mannslífa i umferðinni eða enn frekar vegna þeirra, sem verða öryrkjar af völdum umferðarslysa? Hver reiknar út óbætanlegan skaða af völdum eitraðs andrúmslofts og hávaða? Umferðarmálin verður að leysa af framsýni og með tilliti til allra þátta borgarmenningar. Þess er ekki lengur kostur að skipuleggja borg, þar sem gagn- rýnislaust er gefizt upp frammi fyrir sér- kröfum einkabílsins. Þörf er á hugarfarsbreytingu í okkar „lýðfrjálsa“ landi. „. . . . Ef fólki er ekki gefið tækifæri til að skilja og taka þátt í uppbyggingu og skipulagi hvers staðar, atvinnuveganna og landsins alls, er varla að búast við öðru en að áætlanir eða skipulag — borg- ir jafnt sem bæir — verði annað en draumur peningamanna og sérfræðinga, jafnt innlendra sem erlendra." (Leturbr. okkar). Gestur Ólafsson, arkítekt, skipulags- fræðingur F.A.Í., Mbl. 22. 12. 1968 AF HVERJU EKKI EINKABÍLINN? — Hann drepur of marga og ger- ir enn fleiri að öryrkjum. — Hann mengar umhverfi okkar beint eða óbeint, með útblásturs- eitri, hávaða og algjörri hertöku borga og bæja. — Hann útilokar ýmsa þjóðfé- lagshópa frá eðlilegum sam- göngum — gamalmenni, öryrkja, fólk með áfengisvandamál o. s. frv. Þetta verður æ augljósara eftir því sem aimenningsfarar- tækin neyðast til að draga sam- an þjónustu sína vegna þverr- andi farþegafjölda. — Miðað við aðrar hugsanlegar lausnir á samgönguvandamálun- um er hann þjóðhagslega séð mjög óæskilegur. Þessu má leyna þegnana vegna þess, að aldrei hefur þurft að gera grein fyrir heildarkostnaði bílismans. „Hráolíunni má á míkróbíólógískan hátt umbreyta í EGGJAHVÍTU: í dag er olíunni breytt i mengun, samtímis því að vanþróuðu löndin, sem framleiða mestan hluta henn- ar, líða af óhugnanlegum skorti egg.' ahvituef na.“ Bildaktivisterna, Stokkhólmi „í persónulegu lífi hvers einstakl- ings getur eftirsóknin eftir að aka í eigin bíl með fjölskyldu sinni (kannski til litla einbýlishússins síns í úthverfinu) ekki komizt hjá að setja ákveðið svipmót á menninguna og grafa undan til- finningum sem þroska samkennd fjöldans.11 „í umferðinni breytast hinir bíl- lausu í nýja tegund utanveltu- stéttar — umferðaröreiga — sem nær ekki eingöngu yfir gamal- menni, veika, efnalitla, húsmæð- ur, börn og aðra fótgangendur, heldur líka hjólreiðafólk.“ ORD och BILD nr. 1, 1970 Vinnurými fyrir skrifstofumann: 3 m2 Fyrir bílinn hans þarf: 23 m2 50 standandi manneskjur þurfa: 9 m2 50 standandi bílar þurfa: 1.161 m2 „Verkfræðingarnir, sem teiknuðu hina nýju gerð, tóku í störfum sin- um tillit til þeirra krafna, sem gerðar eru til nútíma fólksbifreiðar. Og þvi byrjuðu þeir á þvi að breyta hinu ytra útliti bifreiðarinnar. Nýja gerðin varð því glæsileg og snarp- leg. Og nú er Volga orðin sex manna bifreið." „Aksturshæfileikar nýja bílsins eru meiri og betri en áður var. VOLGA ER ORÐIN VIÐBRAGÐSFL J ÓT- ARI: Hún kemst upp í hundrað kílómetra hraða á 22 sekúndum." Þjóðviljinn 6. 10. 70. „í siðustu árgerð af Moskvitsj hefur | slikur fítonskraftur tekið sér ból- festu í bílnum að undrum sætir. Er bíllinn nú með 80 hestafla vél og fjögurra hraðastiga alsamhæfðan . girkassa, OG ÞARF AFLHEMLA TIL ÞESS AÐ HALDA AFTUR AF HON- UM“ .... BÍLABLAÐ Þjóðviljans 20. 9. 70 „RAUÐI MAÐURINN SEGIR: BÍDDU! Umferðarskólinn er bréfaskóli, sem miðar að því að tryggja og vernda yngstu borgarana okkar gegn óhöppum í um- ferðinni." .... „Lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavíkur hafa efnt til þessarar fræðslu í samvinnu við Fræðsluskrifstofu Reykjavikurborgar, og á hvert barn kost á því að mæta tvisvar, klukkustund i hvert skipti. Þau fá blöð til að lita og gera umferðarmerki á. Síðan fá börnin, sem gera allt rétt, stjörnu i viðurkenn- ingarskyni frá lögreglunni.“ .... Mbl. 25. 6. 70. „SVR hefur þrjá skúra til afnota sem verkstæði, og er viðgerðarrúm þeirra mjög takmarkað, þannig að vandræði mikil steðja að. Þá er eins og kunnugt er mikill varahlutaskortur hjá SVR . . . .“ Tíminn 6. 10. 70 „Að vísu heyrist stundum haldið fram ♦ þeim einkennilegu kenningum, að bif- reiðar séu lúxusvarningur hér á landi, þótt þær séu aðal samgöngutækið, en hætt er við, að þeir séu stöðugt færri, 4 sem taka undir slik sjónarmið. Þvert á móti ber að leitast við að gera sem allra flestum kleift að eiga sína bifreið bæði til þæginda og ánægju.“ LeiSari Mbl. 22. 11. 70 „Daglegur rekstur fjölskyldubílsins skiptir orðið miklu. Þess vegna bendum við á, að við bjóðum upp á þjónustu á eigin verkstæði og góðan varahlutalager, ef á þarf að halda. Bíllinn eykur því að- eins ánægjuna, að honum sé haldið við á réttum tíma og með réttum varastykkj- um.“ Auglýsing bílinnflytjandans í Mbl. „Mér verður hugsaS til misréttisins í þjóSféiaginu. Hvers vegna skal alltaf þeim, sem þegar eru illa settir, vera ýtt til hliðar? Fleiri og fleiri bílar útatast og verða að nema staðar við vegkantinn, meðan við hin þjótum fram hjá. Æ fleirum er vísað út úr þjóðfélaginu. Og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Samfélagið tekur utanveltufólkið að sér og hjálpar því, hjúkrar eða refsar, allt eftir stigi og eðli utanveltunnar. En mjög lítið er gert til að koma í veg fyrir hana í tæka tíð.“ 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.