Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 36
Njörður P. Njarðvík: Barn í Bíafra Hallgrímur Snorrason: Barn í Bíafra bregður upp mynd sinni eitt andartak guðar það á glugga sjónvarpsins Iðnaður og umhverfi eitt andartak horfir hungrið inn í huga þinn úr tærðu andliti angistarfulls barns eitt andartak horfist sekt þín í augu við sekt þína eitt andartak kemst þú við klöknar og segir blessað barn hvað þú átt bágt — og slekkur á sjónvarpinu Pétur Gunnarsson: Ljóð i þúsundir kílómetra hafa þotið gegnum höfuð mér götur hús endalaust malbik og smogið inni mig tré nú er ég hér og kyrrðin seytlar inní höfuð mér sólin klifrar uppí tréð blindar kóngulóna kveikir í grasinu og mjólkurhvítur sjórinn lyftir upp himninum II sólin kom með fangið fullt af dögum og næturnar stjörnufullar langt fyrir neðan kliðaði sjórinn á ströndinni og vindurinn þaut i krónum trjánna má ég fyllast af lífi hér í þorpinu (spurði ég) það klúkti efst í fjallinu og kalkhvítir veggir þess með augun full af sól árhundruðin blunduðu í hlyninum sem á torginu stakk í stúf við augu stúlkunnar og tunglið hellti kvöldin full við trjátítunnar söng senn verður þorpið að baki og ferð mín lifnar aftur heim hér lognaðist hún útaf í fjallinu og blundaði sólir og tungl Iðnvæðing — hvers vegna? Iðnvæðing felur í sér grundvallarbreyt- ingu á atvinnuháttum þjóðar; hún felur í sér viðleitni til að færa þungamiðju at- vinnulífsins frá frumgreinunum, land- búnaði og sjávarútvegi, til úrvinnslu- greinanna. Með þessu er leitazt við að auka fjölbreytni framleiðslunnar og út- flutningsins og draga þannig úr sveiflu- áhrifum sjávarútvegsins á utanríkisverzl- un og afkomu þjóðarinnar. Á þessari öld hefur sjávarútvegurinn verið undirstöðu- atvinnugrein íslendinga. Bæði er, að sjávarútvegurinn hefur staðið fyrir yfir- gnæfandi mestum hluta gjaldeyrisöflun- ar íslendinga, og eins hefur hann verið leiðandi i efnahagsþróun þessarar aldar. Þetta hefur þó ekki þótt færa þjóðinni eintóma blessun. Afkoma sjávarútvegsins er fyrst og fremst háð hegðun fiskstofna við landið og verði á erlendum mörkuð- um. Þetta hefur i för með sér allmikla áhættu; hegðun fiskstofnanna tekur miklum tima- og staðbundnum sveiflum, og sjósókn er mjög komin undir veður- fari. Framleiðsla íslendinga á sjávaraf- urðum hefur að auki ekki verið nægjan- lega mikil til að hafa áhrif á heimsmark- aðsverð á fiski, og íslendingar hafa orðið að selja sinn fisk við ríkjandi vérði á heimsmarkaði á hverjum tíma. Þetta verðlag hefur þó hvergi nærri verið stöð- ugt, heldur háð talsverðum sveiflum í framboði ýmissa þjóða á fiski og fiskaf- urðum. Ennfremur hafa sveiflurnar á framboði íslendinga og sveiflurnar á heimsmarkaðsverðinu oft fallið að tals- verðu leyti saman, þannig að þegar ís- lendingar hafa aflað sem mest, hefur heimsmarkaðsverðið verið sem hæst — og öfugt. Þetta hefur auðvitað aukið enn á sveiflurnar i afkomu sj ávarútvegsins og þar með afkomu þjóðarinnar. Þegar rætt hefur verið um iðnvæðingu, hefur yfirleitt verið gengið út frá þessum staðreyndum. Iðnvæðing á íslandi er því fyrst og fremst tilraun til að minnka áhættuna af miklum sveiflum í íslenzku efnahagslífi og tilraun til að auka jafn- vægi í íslenzkum efnahagsmálum. Rétt er að benda á, að hér er ekki einungis um það að ræða að losna úr ástandi, sem býður upp á sveiflur í afkomu einstakl- inga og þjóðarinnar allrar, heldur er einnig verið að leitast við að losna úr ástandi, sem getur valdið mjög alvar- legu atvinnuleysi og öllum þeim hörm- ungum, sem því fylgja. Rökin, sem hér eru færð fram fyrir iðnvæðingu, eru þó alls ekki hin einu, sem hægt er að tina til. Þau meginrök eru færð fyrir iðnvæðingu, að einungis á þann hátt sé unnt að tryggja öruggan og kiöftugan hagvöxt. Tvennt þarf hér at- hugunar við. (1) Athuga ber, hvort öruggt sé, að iðnvæðing tryggi mikinn hagvöxt. Hagfræðingar, sem um þessi mál hafa ritað, munu almennt vera sammála um, að iðnaður í einhverri mynd sé nauðsyn- legur ef takast á að halda nokkurn veg- inn stöðugum hagvexti. Auðvitað er mjög misjafnt, hvað á bezt við i hverju landi, en jafnvel i löndum, þar sem skilyrði til frumframleiðslu, þ. e. framleiðslu land- búnaðar- og sjávarafurða, eru mjög góð, ber samt að halda uppi talsverðum iðnaði. Ástæðurnar fyrir þessu eru tvenns konar. í fyrsta lagi kemur hér til sá óstöðugleiki og sú áhætta, sem stafa af sveiflutil- hneigingu frumgreinanna og minnzt var á hér að framan. í öðru lagi eru vaxtar- skilyrðum fiumgreinanna allmikil tak- mörk sett, og á ég þá sérstaklega við, að eftirspurn eftir flestum afurðum land- búnaðar og sjávarútvegs vex tiltölulega mjög hægt. Auk þess hafa verðbreytingar mjög lítil áhrif á eftirspurnina, þannig að enda þótt verð lækki mjög verulega, þá eykst eftirspurnin óverulega. Öðru máli gegnir um iðnaðarframleiðslu, sem býr við allt önnur og betri vaxtarskilyrði og er miklu næmari fyrir verðbreytingum. Iðnaðarframleiðslan eykst stöðugt vegna sívaxandi eftirspurnar og alþjóðaverzlun- ar, auk þess sem góður grundvöllur er fyrir allskyns nýjungar og aukningu í framleiðni. (2) Þá þarf að athuga, hvort hagvöxtur sé æskilegur, hvert sé takmarkið með hagvexti, og hverjar séu líkurnar fyrir því, að hagvöxturinn hafi tilætluð áhrif. Nokkur umræða um hagvöxt á þvi greini- | lega heima hér. Hagvöxtur — hvers vegna? Enda þótt hagvöxtur og iðnvæðing séu oft nefnd í sömu andránni, eru þetta með öllu óskyld fyrirbæri. Hagvöxtur er aukn- ing raunverulegrar þjóðarframleiðslu á mann á einhverju ákveðnu tímabili. Að þjóðarframleiðslan sé raunveruleg, merk- ir, að tillit hafi verið tekið til verðbreyt- inga, og útilokaðar þær breytingar, sem verða á tímabilinu á gildi mælikvarðans, sem notaður er til að mæla virði fram- leiðslunnar, þ. e. peninganna. Þegar talað er um að „stuðla að auknum hagvexti“, er greinilega átt við, að þjóðarframleiðsl- an á mann eigi að aukast enn hraðar en verið hefur. Segja má, að þannig sé hag- vöxturinn tilgangurinn, en iðnvæðingin eitt af hugsanlegum meðulum. Þó er hag- vöxturinn ekkert takmark í sjálfu sér. En hvert er þá takmarkið? 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.