Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 42
Ásgeir Daníelsson: Nýlenduveldi Portúgals í Afríku ANGOLA 1.246.700 km- íbúar: 5.154.000 (4.900.000 Afrikanar 254.000 Portúgalar) GUINEA-BISSAU 36.125 km'2 íbúar: 527.000 (2.500 Evrópumenn) KAP VERDE-EYJAR 4.033 km'2 Íbúar: 232.000 (3.000 Evrópumenn) MÓZAMBIK 783.030 km2 íbúar: 6.956.000 (180.000 Evrópumenn og 50.000 Asíumenn) PORTÚGAL 92.000 km2 ibúar: 9.400.000 Heimild: Afrique 1968 Portúgal er í dag stærsta nýlenduveldi heims í gamla góða stílnum, ráðandi þrem nýlendum í Afríku, þ. e. Angóla, Mózambik og Guineu-Bissau (portúgalska Guinea) og Kap Verde-eyjum. í þessum nýlendum sínum hafa portúgölsku fasist- arnir beitt hinum grimmilegustu kúgun- araðferðum. íbúarnir hafa miskunnar- laust verið flæmdir frá landsvæðum sín- um, ef hvítur innflytjandi hefur girnzt land þeirra. Nauðungarvinna við fyrir- tæki í eigu hvítra er algeng. Einnig er mikill fjöldi verkamanna, einkum frá Mósambik, fluttur út til að vinna í nám- um í Ródesíu og Suður-Afriku. Hinir svörtu ibúar nýlendnanna, sem eru um 95% íbúanna, lifa við sárustu fátækt, þrátt fyrir það að mikil auðæfi eru til, einkum í Angóla og Mózambik. Barnadauði er um 60% og ólæsi um 95%. Portúgal, sem fékk sinn skammt þegar nýlenduveldi Evrópu skipti Afríku á milli sín á Berlínarfundinum 1884—1885, hóf eftir síðustu aldamót að „friða“ sinn skerf. Þegar komið var fram á fjórða tug þessarar aldar, má segja að „friður“ hafi verið kominn á, og nýlendukerfið teygði anga sína til hinna afskekktustu héraða. En margs konar andstaða myndaðist þegar. í fyrstu bar mest á ýmsum hreyf- ingum, sem höfðu trúarlegan grundvöll. Leiðtogar ýmissa af þessum hreyfingum boðuðu komu svarts Krists, sem myndi frelsa fólkið frá nýlendukúgun. Þessar hreyfingar voru ófærar um að leiða baráttuna, vegna þess hve bundnar þær voru einum eða fleiri ættbálkum og gátu því ekki skapað þá samstöðu, sem var nauðsynleg. ÞjóSfrelsishreyfingarnar í dag Árið 1956 var Afriski flokkurinn fyrir sjálfstæði Guineu og Kap Verde-eyja (PAIGC) stofnaður, sama ár Þjóðfrelsis- hreyfing Angóla (MPLA), og stuttu síðar Þjóðfrelsishreyfing Mózambik (FRE- LIMO). Þessar hreyfingar byrjuðu leyni- lega i borgunum, en smám saman færðu þær höfuðstarfsemi sína út á landsbyggð- ina, bæði vegna þess að þær gerðu sér grein fyrir, að ef þjóðfrelsisbaráttan ætti að vinnast, yrðu þær að fá bændurna (sem eru langfjölmennasta stéttin í þess- um löndum) í lið með sér og vegna þess að fjöldafangelsanir portúgölsku ný- lendustjórnarinnar gerðu það mjög erfitt að starfa í borgunum. Sameiginlegt fyrir fyrstu ár starfsemi allra þessara hreyfinga er, að þær byrj- uðu á að reka stjórnmálalegan áróður og reyndu á friðsamlegan hátt að ná samn- ingum við portúgölsku stjórnina um sjálfstæði nýlendnanna. Morð, fangels- anir og pyndingar kenndu þeim fljótlega, að vopnuð barátta er eini möguleikinn. Hin vopnaða barátta hófst í Angóla 1961. MPLA hefur síðan stöðugt unnið á, og er nú um þriðjungur Angóla undir stjórn hreyfingarinnar. 1963 hófst vopn- uð barátta í Guineu-Bissau, og er PAIGC sú af þessum hreyfingum, sem bezt hefur tekizt í baráttunni. PAIGC hefur tekizt að skapa samstöðu milli hinna ólíku ætt- bálka og unnið markvisst að þvi að skapa lýðræðislegt félagsform í þeim % hlutum Guineu-Bissau, sem eru undir stjórn hreyfingarinnar. 1964 hófst vopnuð barátta í Mózambik. FRELIMO hefur ekki tekizt að skapa þá samstöðu með heildinni, sem er nauðsyn- leg til framgangs, og síðan Mondlane leiðtogi FRELIMO var myrtur 1969, hefur verið við mikla erfiðleika að etja innan hreyfingarinnar. Portúgölsku nýlendukúgararnir hafa barizt af mikilli grimmd gegn þjóðfrelsis- hreyfingunum. Morð, fangelsanir og pyndingar eru daglegt brauð (Portúgal er eina landið i heiminum, sem bannar Rauða krossinum að hafa eftirlit i fang- elsum sínum) á þeim svæðum, sem eru undir stjórn portúgölsku fasistanna. Höf- uðvopn portúgölsku nýlendukúgaranna gegn fólkinu á þeim svæðum, sem eru undir stjórn þjóðfrelsishreyfinganna, eru flugvélar. Daglega sleppa portúgalskar flugvélar niður miklu magni af napalm (bensinhlaupi) og flísasprengjum á þorp og bæi á frelsuðu landsvæðunum. Prófessor John Marcum segir i bók- inni The Angolan Revolution: „Síðan í janúar 1962 hafa utanaðkomandi sjónar- vottar séð portúgalskar flugvélar sprengja og skjóta á afrisk þorp, heim- sótt brennandi rústir bæja svo sem Mbanza M’Pangu og M’Pangala og skrif- að upp áletranir á 750 punda napalm- sprengjum. Áletranirnar, sem Portúgalar höfðu gleymt að fjarlægja, voru: „Pro- perty of US Air Force“ (eign bandaríska flughersins). NATO og portúgölsku fasistarnir Portúgal er mjög fátækt land, sem án hjálpar utan i frá gæti ekki staðið undir kostnaðinum af striðum sinum í Afríku. „Allar hernaðarlegar aðgerðir Portúgals handan hafsins hafa verið og koma til með að verða kostaðar af venjulegum tekjum ríkisins......Nú verðum við að greiða mikið af þessum kostnaði með lán- um“. (Marcello Caetano, forsætisráð- herra Portúgals, 1968). Hin hernaðarlega samvinna milli Portúgals, Ródesiu og Suður-Afríku er mjög mikilvæg fyrir Portúgal og verður sennilega enn mikil- vægari í framtiðinni, þar eð hvíta minni- hlutastjórnin í Suður-Afríku mun gera allt til að hindra að hinir svörtu ibúar Angóla og Mózambik fái að ráða málum sínum sjálfir. En langmikilvægasta hjálpin, sem Portúgal fær, kemur frá NATO. Portúgal l I 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.