Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 47
ins séu miklum mun hægari (sjá mynd 1 b), verður atferlismismunur kynslóð- anna minni — vegna þess að kynslóða- bilin eru jöfn — og þarmeð einnig breidd einstaklingssviðsins. í því markatilfelli, að umheimurinn sé algjörlega kyrrstæð- ur, lenda allar kúrfurnar i einum og sama punkti með sama ordinatgildi. Vissulega er það sértilfelli að breyting umhverfisins sé eins stöðug og jöfn og gert er ráð fyrir i myndum 1 a og 1 b. Samt mun nærri láta að það eigi við um löng tímabil mannkynssögunnar. En það sem virðist einkenna okkar tíma, og að nokkru leyti einnig nítjándu öldina, er sívaxandi hraði umhverfisbreytinganna vegna framfara náttúruvísindanna og þarafleiðandi hraðrar tækni- og iðnþró- unar. Ekkert lát er að sjá á þeirri þróun. Mynd 2 sýnir hvernig aðstæður þær, sem fram eru settar á myndum 1 a og 1 b, breytast, ef gengið er út frá jafnri hröð- un (acceleration) umhverfisbreytinganna i stað jafns hraða. Nú ber allt annað fyrir augu; atferliskúrfur mismunandi kyn- slóða við sama aldursmark (G25/I, G25/II, G25/III) hafa ekki einungis færzt til á tímaásnum, heldur hefur lögun þeirra einnig breytzt verulega, þar eð þær spanna æ breiðara svið ósamtízkra viðbragða. Við jafnar umhverfisbreytingar (mynd- ir 1 a og 1 b) eru aðstæður kynslóðanna næsta líkar. Þegar breytingarnar gerast hins vegar með vaxandi hraða (mynd 2), skilur æ dýpra á milli kynslóðanna í þeirri veru, að atferlissviðin verða sífellt breiðari og hafa þar með aukna streitu í för með sér. Kúrfurnar draga einnig greinilega fram — þótt ekki sé það tölu- lega nákvæmt heldur aðeins hvað megin- drætti snertir — hvernig einstaklingur- inn verður sundurleitari með vaxandi fjarlægð hugarheims frá umheimi. í sam- ræmi við það vex einnig það aðlögunar- framlag sem krafizt er af hverri nýrri kynslóð á aldrinum 15—25 ára. Af því leiðir óhjákvæmilega, þegar umhverfis- breytingar verða sífellt hraðari, eins og nú á tímum, æ róttækari aðlögunarvið- brögð æskunnar. Því sem hér er sýnt um einstaklinga má einnig að breyttu breytanda beita á stærri félagshópa (mynd 3). í einföldun- arskyni er þar gert ráð fyrir jöfnum um- hverfisbreytingum. Ordinatgildin fundust með því að taka meðaltal allra gilda þeirra einstaklinga sem til hópsins telj- ast. Kúrfa I sýnir þjóðfélag sem telja má til nútímamenningar, og er þessi summu- kúrfa í eðli sínu svipuð einstaklingskúrf- unum. En í þessu tilviki verða i heildar- Mjög einfaldar mynd 2 veruleikann, og það enn frekar en myndir 1 a og 1 b, því hröðun umhverfisbreytinganna er mis- munandi mikil á hinum ýmsu lifssviðum. Samt má greina almenna drætti: Sé svo, sem við viljum vera láta, að ein- staklingurinn geti aðeins að nokkru leyti lagað atferli sitt að umhverfisbreytingum og dragist misjafnlega mikið aftur úr á hinum ýmsu aldursskeiðum og margvis- legu lífssviðum, þá liggur strax ljóst fyrir misræmið milli hátternis hans og þess sem á hverjum tíma mætti telja æski- legast, þ. e. í beztu samræmi við samtím- ann, samtízkuna. Eigi að bregða máli, sem ekki sé fjarri lagi, á spennu þá og streitu, sem einstaklingurinn og umhverfi hans eru undirorpin vegna þessa mis- ræmis, verður að leggja saman samtízku- fjarlægð allra atferlisþátta. Það er stærð- fræðilega hægt með einfaldri tegrun. Þetta integral er mælikvarði á samtíðar- fjarlægð manns á einhverjum ákveðnum aldri. Fyrir hvern einstakling er það i lágmarki í kringum 25 ára aldur. Þeir sem eldri eru — og einnig yngri menn, hafi þeir ekki leyst festar við foreldra- kynslóðina og fundið samtízkara mið — eru enn fjarlægari draumsýn samtíma- mannsins, og þeim mun fjarlægari sem umheimurinn breytist örar. Mynd % summunni ekki greindir einstakir hópar, sem til kunna að vera vegna landfræði- legrar einangrunar, hefðar- eða kreddu- sérkenna. Séu slíkir hópar stórir, getur kúrfulagið gjörbreytzt. Til dæmis sýnir kúrfa II (mynd 3) gjörólíkar aðstæður þjóðfélags i Þriðja heiminum: hluti þess var alinn upp á „nýtízkan" hátt, þ. e. í anda iðnvædds þjóðfélags. En atferli meirihlutans, sem út af fyrir sig er sam- stæður, samsvarar aðstæðum liðins tíma- bils — samanborið við iðnaðarþjóðfélag nút’mans. Hið nauðsynlega aðlögunar- framlag er stórt og mikil sú streita, sem búast má við að leggist á heildina. En um leið má af þessari framsetningu sjá, hversu staðföstu lífi samtímafjarlægir hópar geta lifað, svo lengi sem náin sam- skipti við þjóðfélög á síðara þróunarstigi eru hvorki nauðsynleg né óhjákvæmileg. Niðurstööur Töf í aðlögun einstaklinga og stærri félagshópa að umhverfisbreytingum, sem eiga rót sina að rekja til mannsins sjálfs, hefur á öllum tímum fylgt framþróun mannkyns, þótt í mismunandi ríkum mæli hafi verið. Með þeirri þróun nátt- úruvísinda og tækni, sem gerðist með si- vaxandi hraða i lok nítjándu aldar og á þeirri tuttugustu, leysti þessi töf öfl úr læðingi, sem hafa aftur áhrif á sjálfa framþróun mannsins. Því hlýtur sú spurning að vakna, hverjar séu orsakir og afleiðingar þessarar tafar og hvaða kostir séu fyrir hendi til þess að hafa áhrif á hana, i þeim skilningi að skapa sér lif- vænlega framtið. (Sbr. H. M. Klinken- berg: „Von der normativen Tradition zur machbaren Zukunft", Alma Mater Aquen- sis, T. H. Aachen, 1967). Margar orsakirnar eru auðgreinanlegar. Rótföst er sú líffræðilega staðreynd og verður vart haggað, að roskinn maður dregst afturúr þróun umhverfis síns, eins og sjá má á hinum mismunandi kyn- slóðakúrfum. Með aldrinum, og það strax eftir fyrsta lífsþriðjunginn, minnkar hæfnin til aðlögunar að nýjum um- hverfisskilyrðum. Það barn, sem alið er upp í föðurgarði, vex því úr grasi i and- legu gróðurhúsi, sem fjarlægist stöðugt sjónarmið samtímans. Þetta gerist því hraðar sem þróun umhverfisins er örari. Það helzt því óhjákvæmilega í hendur, að eldri kynslóðin dregst afturúr og að hinn ungi maður stendur seint á eigin fótum. Hér við bætast þær líffræðilegu aðstæður, að andlegt meðalatgervi manna, sem vaxa kann við aukinn þró- unarhraða, minnkar kannski hlutfalls- lega, miðað við það aðlögunarframlag sem krafizt er. Eitt er enn, sem kemur i veg fyrir sam- tímaatferli, og verður því vart úr vegi rutt. Oft dyljast mönnum árum saman þau áhrif, sem ný þekking og breytt siðamat hafa á mannlegt líf. Ókleift er því að taka tillit til þeirra í hugsanlegri viðmiðun við samtímann. Einkum átta menn sig venjulega seint á þýðingu nýrra hugsunar- og lífshátta og áhrifum þeirra á það sem við lýði er. í sama, ef ekki ríkari, mæli á þetta við um þær umhverf- isbreytingar sem rætur rekja til tækni- þróunar, allt frá einstökum tilvikum hennar á fyrri öldum til hinna nýju bylt- ingarkenndu möguleika nútimans og tímabils líffræðitækninnar, sem kannski er að hefjast með okkar kynslóð. Nátt- úruvisindalegar niðurstöður, sem til verða hver annarri óháðar, og þarafleiðandi nýir tæknimöguleikar með mismunandi markmiðum, hafa saman ófyrirsjáanlegar félagslegar afleiðingar. Við verðum fyrir barðinu á þeim áður en við áttum okkur á þeim, hvað þá að við getum tekið tillit til þeirra. Sérfræðiþróunin, sem er samfara þróun náttúruvísinda og tækni, stuðlar að því í vaxandi mæli og á tvöfaldan hátt að tor- sótt er samtízka: Sé sá skilgreindur „sér- fræðingur“, sem veldur allri þekkingu 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.