Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 49
EEtroi ERLEND VÍÐSJÁ Magnús Torfi Ólafsson: Dregur til tíðinda í Rómönsku Ameríku Ein af rannsóknarstofnunum þeim við bandariska háskóla, sem kostaðar eru af fjármunum Ford-sjóðsins, kennir sig við könnun á starfsemi opinberra stofnana, bæði heimafyrir og erlendis. Nýverið lét stofnun þessi frá sér fara skýrslu um at- hugun á starfsemi Framfarabandalagsins svonefnda, sem sett var á laggirnar fyrir tæpum áratug að frumkvæði Bandarikj- anna. Yfirlýst markmið Framfarabandalags- ins var að stuðla að alhliða og stöðugum félagslegum framförum og eflingu at- vinnulífs i löndum Rómönsku Ameriku. Skuldbatt Bandarikjastjórn sig til að leggja fram fé úr rikissjóði og ýta undir framlög bandariskra einkaaðila til að standa straum af framkvæmd framfara- áætlana þeirra, sem stjórnir einstakra rikja Rómönsku Ameríku gerðu í samráði við sérfræðinga og framkvæmdastjórn bandalagsins. Stofnun Framfarabandalagsins kom þó ekki til af einskærum áhuga Bandarikja- manna á að leggja fram skerf til að af- létta neyð og félagslegu misrétti, sem óvíða á byggðu bóli er hróplegra en í Rómönsku Ameriku. Ekki var farið í neina launkofa með, að fyrir ráðamönn- um i Washington vakti það einkum að einangra Kúbu frá öðrum ríkjum Róm- önsku Ameríku, jafnframt þvi sem gerð yrði gangskör að þvi að vinna nokkurn bug á óþolandi þjóðfélagsaðstæðum, sem hæglega gátu leitt til umbrota sem end- uðu með þjóðfélagsbyltingu, eins og ný- lega hafði komið á daginn á Kúbu. Það stóðst þvi nokkurn veginn á end- um, að Framfarabandalagið var stofnað um leið og Bandaríkjastjórn hafði tekizt, með misjafnlega miklum eftirgangsmun- um, að fá öll riki Rómönsku Ameriku nema Mexikó til að slita stjórnmálasam- bandi við Kúbu. Síðan hefur Framfara- bandalaginu gefizt tækifæri til að sýna, hvers það er megnugt. Skýrsla banda- rísku rannsóknarstofnunarinnar ber með sér, að það hefur fallið á prófinu. Það riki Rómönsku Ameriku, sem næst hefur komizt þvi á undanförnum árum að upp- fylla markmið Framfarabandalagsins um aukinn félagslegan jöfnuð, útrýmingu örbirgðar og ólæsis, að sjá alþýðu manna fyrir heilsugæzlu og koma þaki yfir höf- uðið á húsvilltum, er hornrekan Kúba, sem fyrirfram var dæmd óverðug að fylla félagsskapinn. f öðrum ríkjum í Róm- önsku Ameriku, sem notið hafa hins bandaríska fjármagns og sérfræðilegrar aðstoðar, eru þess meira að segja dæmi að verstu þjóðfélagsmeinin hafa ágerzt en ekki læknazt, frá því Framfarabanda- lagið tók til starfa. Nú er öðru nær en Kúbumenn hafi baðað i rósum síðustu árin. Ofan á við- skiptabann Bandarikjanna og allra Amerikuríkja sem þeirra vilja lúta, hafa bætzt herfileg mistök kúbanskra stjórn- arvalda á flestum þýðingarmestu sviðum framkvæmda og hagstjórnar, svo sem Fidel Castro rakti skilmerkilega i ræðu sinni á hátiðisdegi byltingarinnar siðast- liðið sumar. Þegar þessa er gætt, verður niðurstaða bandarisku fræðimannanna, sem gert hafa upp efndirnar á fyrirheit- um Framfarabandalagsins, enn athyglis- verðari, áfellisdómur þeirra yfir stefnu Bandarikjastjórnar gagnvart löndum Rómönsku Ameríku enn þyngri. Einangrun rofin Það stóð svo heima, að gjaldþrot Fram- farabandalagsins var kunngert með þeim hætti, sem hér hefur verið greint, og fyrsta skarðið brast i múr pólitískrar ein- angrunar, sem bandariskir valdhafar lögðu svo mikið kapp á að reisa gagnvart Kúbu. Nýkjörinn forseti Chile, þess ríkis Rómönsku Ameriku sem reynzt hefur fastheldnast við lýðræðislegt stjórnarfar, lét verða eitt sitt fyrsta verk að taka upp á ný stjórnmálasamband við Kúbu, jafn- framt þvi sem hann hóf að efna kosn- ingaloforð um þjóðnýtingu bandariskra stóreigna i landinu. í stjórn hans sitja hlið við hlið fulltrúar sósíalistaflokks sjálfs hans, kommúnista, kaþólskra vinstrimanna og róttækra borgara. Mark- mið Salvadors Allendes forseta og banda- manna hans er hvorki meira né minna en að framkvæma eftir leiðum lýðræðis- legrar stjórnskipunar breytingu á valda- kerfinu í landinu, sem ef af verður jafn- gildir þjóðfélagsbyltingu. Hlutskipti Chilebúa er með þvi betra sem gerist í Rómönsku Ameríku, svo af nokkrum tölum þaðan má marka hvilik eymdin er hjá þjóðum sem mun verr eru settar. Árið 1965, þegar Allende keppti um forsetaembættið í annað skipti en beið lægri hlut fyrir Frei, frambjóðanda kristilegra demókrata, átti tuttugasti hluti þjóðarinnar fullan fjórðung þjóð- arauðsins, en fertugasti hluti hans var eign fátækasta fimmtungs landsmanna. Meira en helmingur barna í Chile er vannærður. Fátækrahverfið La Victoria byggja um 200.000 manns, en þar er ekki einn einasti sími. Af niu milljóna þjóð ganga 350.000 fulltíða menn atvinnulausir að staðaldri og enn stærri hópur býr við stopula atvinnu. Verðbólga hefur numið milli 25% og 30% á ári að undanförnu. Frei fráfarandi forseti náði kjöri með kosningastefnuskrá um þjóðfélagsum- bætur og náði töluverðum árangri. Á stjórnarárum hans var 1224 stórjörðum skipt milli 30.000 smábænda, 260.000 nýjar íbúðir byggðar og tala skóla þrefölduð, svo ólæsi minnkaði um helming. Mikið skorti samt á að Frei tækist að uppfylla kosningaloforð sín, og þegar þar við bættist að hann beitti herliði og lögreglu gegn verkfallsmönnum og verkalýðsfélög- um, kom upp klofningur í flokki hans og vinstri armurinn gekk í lið með sósíal- istisku flokkunum, studdi sigursælt fram- boð Allendes. í fljótu bragði getur litið svo út, að staða Allendes og stjórnar hans með þjóðinni sé tiltölulega veik, þvi hann náði kjöri með 36% atkvæða að baki sér og hafði ekki nema tvo af hundraði fram yfir íhaldsmanninn sem næstur gekk að atkvæðamagni. En í raun og veru er réttara að segja, að stefnan sem Allende boðar hafi stuðning 64% kjósenda, því keppinautur hans úr flokki kristilegra demókrata afneitaði Frei i kosningabar- áttunni og boðaði stefnu sem í fáu er frábrugðin þeirri sem Allende er skuld- bundinn til að framfylgja. Enda varð sú niðurstaðan, þegar til kasta þingsins kom að gera upp á milli forsetaefnanna, þar sem enginn hlaut stuðning hreins meirihluta kjósenda, að kristilegir demókratar greiddu Allende atkvæði ásamt vinstri flokkunum. Ofsafengnir ihaldsmenn hétu á herinn að skerast í leikinn og hindra að kjör Allendes yrði staðfest á þingi. Þegar Schneider yfirhershöfðingi þvertók fyrir slíkt og lýsti þvert á móti yfir, að hlut- verk hersins væri að sjá um að enginn fengi hindrað að vilji þjóðarinnar næði fram að ganga, var honum gerð fyrirsát á götu i höfuðborginni Santiago og hann myrtur. Vígið vakti slíka andúð, að siðan eru stjórnmálasamtök íhaldsmanna löm- uð, enda þótt ekkert hafi komið í ljós sem bendi til að ábyrgir forustumenn þeirra hafi verið í vitorði með þeim fylgis- mönnum sínum sem þar voru að verki. Stefnan mistókst Sú var tiðin að Bandaríkjastjórn lét til sín taka í Rómönsku Ameriku af minna tilefni en því, að yfirlýstur marxisti sett- ist i forsetastól í einu af meiriháttar rikj- um suður þar og gerði sig liklegan til að hrifa auðlindir landsins úr höndum bandarískra auðfélaga með þjóðnýtingu. Aðgerðaleysi núverandi valdhafa í Wash- ington gagnvart valdatöku Allendes í Chile ber þvi vott, að bandaríska valdið er á undanhaldi suður þar. Stefnan sem meðal annars birtist í stofnun Framfara- bandalagsins hefur mistekizt. Hún var reyndar tvíþætt, og nú er ekki lengur um að villazt, að báðir þættir eru brostnir. Framfarabandalagið átti að styðja til valda varfærna umbótasinna, sem réðu bót á hróplegustu þjóðfélags- meinunum án þess að troða hagsmunum Bandaríkjanna um tær. Raunin er sú, að 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.