Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 50
í eina ríki Rómönsku Ameríku, þar sem lýðræðislegar kosningar fóru fram á sið- asta ári, kemst til valda sá frambjóðenda, sem skýlaust lýsti yfir, að forsendan fyrir lausn brýnasta þjóðarvanda væri að ná auðsuppsprettum landsins úr greipum bandarískra stórfyrirtækja og innlendr- ar forréttindastéttar. Hinn meginþáttur þeirrar stefnu í mál- um Rómönsku Ameríku, sem Bandaríkja- stjórn mótaði fyrir áratug, var að láta rikjandi stjórnum þar um slóðir í té ótak- markaða aðstoð, vopn, þjálfun og fjár- muni, til að kæfa í fæðingu sérhverja til- raun byltingarsinnaðra afla til að fylgja fordæminu frá Kúbu og berjast til valda með skæruhernaði. Við fyrstu sýn lítur út fyrir, að i þessu efni hafi þó Banda- rikjamenn haft erindi sem erfiði. Sjálfur Che Guevara, fyrirmynd annarra skæru- liða i Rómönsku Ameríku, laut i lægra haldi fyrir lærisveinum bandarískra sér- fræðinga i hernaði gegn skæruliðum, þegar hann hugðist endurtaka i Andes- fjöllum afrekin frá Kúbu. En þegar nánar er að gáð, verður ekki betur séð en þeir ætli að reynast sann- spáir, sem tóku fregninni um liflát Gue- vara með herópinu „Che lifir.“ Með þvi áttu þeir við, að þótt maðurinn félli væri málstaður hans ódrepandi. Þetta hefur einmitt verið að ásannast með óvæntum hætti i atburðum síðustu ára i Andes- ríkjunum Bóliviu og Perú. Perú og Bólivía Herir beggja ríkja stóðu á síðasta ára- tug yfir höfuðsvörðum skæruliðahreyf- inga; það var Bóliviuher semvann á Gue- vara. En áhrifin á herina af herferðunum gegn skæruliðum, og fjallabændum sem þeim hafði tekizt að vinna á sitt band, einkum þó í Perú, hafa orðið þau, að her- mennirnir sjálfir, einkum yngri liðsfor- ingjar, hafa snúizt snöggt til vinstri og tekizt á hendur að framkvæma á sinn hátt þjóðfélagsbyltingu í líkingu við þá sem vakti fyrir skæruliðunum sigruðu. Þessi þróun hófst fyrr i Perú. Þar hrifsuðu herforingjar völdin 1968 i nafni þjóðlegrar byltingar, og hafa síðan haldið sama strik. Herforingjastjórn Perú undir forustu Juans Velascos Alvardos hefur svipt erlend fyrirtæki drottnunaraðstöðu í arðbærustu atvinnuvegunum og fjármál- um landsins, og lét sig ekki i því máli, þótt um skeið stappaði nærri að Bandarikja- stjórn léti koma til slita stjórnmálasam- band'j. Hafin er skipting stórjarðeigna gömlu yfirstéttarinnar, og verði henni haldið áfram samkvæmt áætlun, sér nú fyrir endann á landsdrottnaveldi, sem er jafn gamalt yfirráðum Spánverja í Perú. Kaupsýslustéttinni er skipað að festa fé sitt í atvinnulífi Perú í stað þess að flytja það úr landi, eins og hingað til hefur ver- ið háttur hennar. Liðsforingjarnir eru sjálfir flestir af ættum kaupsýslumanna og embættis- manna, sem nú fá fyrirmæli um að fórna nokkru af forréttindum sínum, svo unnt sé að ummynda þjóðfélagið. He:foringjarnir fa.a ekki dult með, að þeir reyni að fram- kvæma byltingu ofanfrá með valdboði, af því reynsla þeirra hefir sannfært þá um Pólitískir jangar og vörður þeirra í Gúatemala Fátœkraspítali i Bogota: tvœr í hverju rúmi ■ jl ' I ' i | j I ti ' 1 1 s f |t 1 I §|| 1 i. k I Götumynd frá Brasilíu: fórnarlamb hrœddra herforingja 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.