Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 53
Sigurður A. Magnússon: Bökmenntaverölaun Nöbels 70ára stefnuhöfundur, oækur hans eru gott dæmi um hefðbundna sagnagerð með raunsæissniði, og hann er „lygn og breið- ur“ eins og oft er sagt um rússneskar skáldsögur, án þess þó að nokkur efist um þá sannleiksástríðu sem ber verk hans uppi. Það er reyndar eitt sérkenni Solz- jenitsins, að lesandinn man varla til að hafa kynnzt verkum annarra höfunda, þar sem hann veltir jafn litið fyrir sér listrænum sérkennum: verk hans eru svo yfirþyrmandi sem mannlegar heim- ildir, að manni finnst um stund flest annað smátt, bæði aðrar bækur svo og almennt tal um listræna kosti. Hið fjöl- breytta persónusafn ber vitni viðtækri og dý.keyptri reynslu af rússnesku mannlífi; þar er að finna kynstrin öll af dæmisögu- efni úr sögu rússnesku þjóðarinnar á þessari öld, já og annarra sovétþjóða; sögu sem er svo þverstæðufull og öfga- full, að þeir sem standa álengdar eiga á hættu efasemdir um sannleiksgildi þess sem þeir heyra. Þetta mikla efni, nátengt persónulegri reynslu höfundar, sem fyrr segir, hefur nú í samspili við góðar gáfur Solzjenitsíns dugað til að afsanna kenn- ingu um að hefðbundin skáldsaga sé van- máttug í túlkun á „firrtri og sundurtættri veröld samtímans“, eins og komizt er að orði; er þá ekkert um það sagt, hvort fordæmi Solzjenitsíns muni duga til eftir- breytni á vettvangi smærri sæva og sanda. í þessum stuttaralegu hugleiðingum verður ekki gerð tilraun til ítarlegrar frásagnar af höfundskap Solzjenitsíns. Hér skal þó vikið litillega að þeirri merki- legu uppreisn, sem rithöfundurinn veitir vanmáttugum, að því er virðist, föngum risavaxins valds, sem hefur svipt þá öll- um rétti og lýst þá afhrök samfélagsins. Solzjenitsín gefur okkur ekki aðeins inn- sýn í það, hve lífseig mannleg hugsun er, einnig i dýpstu niðurlægingu, í leit sinni að valkostum, að skýringu á mannlegri tilveru. Hann sýnir einnig með hvaða hætti verða einkennileg hlutverkaskipti með föngum og fangavörðum við að- stæður hins algjöra sjálfdæmis valdsins. Fangarnir vinna sér það frelsi sem valds- menn hafa svipt sig — útlimir „kerfisins“ eru sjálfir fangar þess ótta, sem þeir vilja trúa nauðsynlegan til að stjórna mann- fólkinu. Og þetta er nátengt hinu þriðja atriði i þessu dæmi, sem viðtækast gildi hefur: Þegar menn hafa misst allt, hafa hrakizt á yztu nöf, eins og svo margar persónur Solzjenitsíns, þá verða þeir frjálsir á nýjan leik. Vissulega er það rétt, að til eru — og voru — fleiri hliðar á sovézkum veruleik en þær sem Solzjenitsín hefur lagt rækt við; vissulega er það rétt, að fleiri verk rússneskra samtimabókmennta eru merkileg en þau sem eru bönnuð, fást ekki gefin út. En i þeim bókmenntum munu verk Solzjenitsíns eiga rétt til heið- urssess — vegna hreinskiptni þeirra, víð- feðmis, siðferðilegs hugrekkis og þeirrar dýrkeyptu vonar, sem þar er, þrátt fyrir allt, að finna. 4 Tsékov (lS60—1901f) og Tolstoí (1828—1910) hlutu ekki nóbels- verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels áttu 70 ára af- mæli í lok liðins árs og voru þá veitt rúss- neska snillingnum Alexandr Solzjenitsín, sem fjallað er um í annarri grein hér í heft- inu. í tilefni þessara tímamóta birtum við til gamans skrá yfir þá höfunda sem hlotið hafa hina alþjóðlegu viðurkenningu frá upphafi. Þegar hún er skoðuð, er mönnum varla lá- andi þó þeim þyki hún undarlega saman sett. Hver man nú lengur nema að nafni til eftir höfundum einsog Sully-Prudhomme, Heyse, Eucken, Echegaray, Gjellerup, Mommsen og Sienkiewicz, svo nokkur nöfn séu nefnd? Þó margt mætra manna hafi hreppt þessi einu alþjóðlegu bókmenntaverðlaun á liðnum sjö áratugum, hlýtur hitt að vekja furðu, hve margir af helztu rithöfundum aldarinnar hafa ekki hlotið þau, og nægir í því sambandi að nefna þá Leó Tolstoí, Anton Tsékhov, Maxim Gorki, August Strindberg, Henrik Ibsen, Émile Zola, Marcel Proust, Paul Valéry, Paul Claudel, Louis-Ferdinand Céline, Jean Genet, Rainer Maria Rilke, Bertolt Brecht, Charles Swin- burne, Ezra Pound, Thomas Hardy, Joseph Conrad, H. G. Wells, D. H. Lawrence, James Joyce, Sean O’Casey, Mark Twain, Henry James, Arthur Miller, Pablo Neruda, García Lorca, Jorge Luis Borges, Nikos Kazantzakis, Ignazio Silone og Olav Duun. Margt ber til þess, að bókmenntaverðlaun Nóbels lenda einatt hjá miðlungshöfundum fremur en þeim sem framúr skara og sterk- astan svip hafa sett á bókmenntir aldarinn- ar. Ein ástæðan er tvímælalaust sú, að sænska akademían hefur löngum verið skipuð háöldr- uðum mönnum, svo illa á sig komnum að sjaldan sér nema um helmingur þeirra sér fært að sækja hina vikulegu fundi hennar. Þessi öldungasamkunda hefur haft ríka til- hneigingu til að verðlauna aldraða höfunda, með þeim afleiðingum að nálega helmingur þeirra 66 höfunda, sem verðlaunin hafa hlotið, hefur verið of veikburða til að fara til Stokkhólms og veita þeim viðtöku. Meðal- aldur nóbelshöfunda frá upphafi er 62,2 ár, en síðustu fimm árin (1966—1970) hækkaði hann uppí 66,75 ár. Meðalaldur þeirra 18 manna, sem sitja í akademíunni, er yfrið hærri eða kringum 70 ár. Sænska akademían var stofnuð árið 1786 af Gústaf konungi III (1771—1792) og hafði I öndverðu það meginverkefni að „eíla hrein- leik, styrk og virðing sænskrar tungu“. Hún fékk fjárveitingar úr ýmsum áttum, þannig að hún varð efnahagslega sjálfstæð, og hefur á liðnum 90 árum kostað útgáfu geysimikillar sænskrar orðabókar, sem unnið er að í Lundi. Er það verk nú komið framí þókstafinn S og verður væntanlega fullbúið eftir 30 ár. Sænska akademían kemur saman á hverj- um fimmtudegi f Kauphöllinni í Stokkhólmi, þar sem hún hefur bækistöð, bókasafn og fundarsal. í fundarsalnum eru 18 bláklæddir stólar merktir rómverskum tölustöfum, og á borðinu fyrir framan hvern stól liggur minn- ispeningur úr silfri með áletruninni „Snille och Smak“ (Snilld og smekkur). Upphaflega fengu þeir einir þennan minnispening, sem komu stundvíslega, en nú ku þeir fá hann sem sitja hvern fund til enda. Annars mega meðlimir akademíunnar ekki skýra frá því sem fram fer á fundum hennar. Tíu dögum eftir nóbelshátíðina kemur aka- demían saman i kjól og hvítu, skrýdd öllum sínum orðum, til árlegs hátíðarfundar, og er þá konungsættinni og öðru sænsku stórmenni boðið að vera viðstatt. Einnig á þessum ár- legu hátíðum er sjaldgæft, að allir meðlimir akademíunnar komi til leiks. Það gerðist sið- ast 1942 og 1890. Þegar sænsku akademíunni var falið að út- hluta bókmenntaverðlaunum Nóbels, sátu ein- ungis tveir bókmenntamenn í henni. Þá valdi hún fyrir fortölur og þrýsting frönsku akademi- unnar Ijóðskáldið Sully-Prudhomme til að veita verðlaununum viðtöku í fyrsta sinn. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.