Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 59

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 59
100.000 uppí 500.000 einingar. Japan: 4 ár. Flutningar: Japanir eru nú að koma sér upp stærsta flota sérbyggðra skipa sem sögur fara af síðan Bandamenn gerðu innrásina á meginland Evrópu í miðri seinni heimsstyrjöld: flota af bíla- flutningaferjum sem sigla öll höf á met- tíma (sjá mynd). Útflutningsverð á bílum sem sendir eru til Ameríku og Evrópu er oft ekki nema 700 dollarar. Japanir hafa semsé náð þvi markmiði að framleiða varning örar og flytja hann skjótar en nokkur önnur þjóð. Þessvegna eru þeir ögrun við allar þjóðir heims. Hið fjarlæga eyríki er ekki lengur fjarlægt. Það á bæði við um einstaklinga og ríki, að sá verður ríkastur á skemmstum tíma, sem sparar mest og fjárfestir mest og réttast. En vitanlega stendur sá fátæki verr að vígi en sá riki í þessu efni; hann verður að leggja harðar að sér og á það á hættu að kikna undir fjárfestingarbyrð- inni. Sú hætta vofði vissulega yfir Japan þegar kapphlaupið við iðnveldi heimsins hófst í alvöru fyrir rúmum áratug. Árið 1960 var brúttó-þjóðarframleiðsla Vestur- Þýzkalands 70% meiri en hún var í Japan (74,2 á móti 42,5 milljörðum dollara), og Bretland var líka langt á undan með 61,7 milljarða dollara (á núverandi gengi) og Frakkland með 54 milljarða dollara. Jap- an hafði hinsvegar farið framúr ítalíu tveimur árum áður. Þjóðartekjur á hvern íbúa voru 1000 dollarar í Vestur-Þýzka- landi, en einungis 340 dollarar í Japan árið 1960. Keppnin við Þjóðverja Árið 1960 var ástandið ennfremur þannig, að Vestur-Þjóðverjar framleiddu 50% meira stál en Japanir, 11 sinnum fleiri fólksbíla, 30% meira plast, 30% meira ál. Útflutningur Vestur-Þýzkalands nam 11,4 milljörðum dollara á móti 4,5 milljörðum hjá Japan. Vestur-Þýzkaland hafði Efnahagsbandalag Evrópu að sverði og skildi, en Japan varð að klofa yfir út- höfin með útflutning sinn. Vissulega sátu Vestur-Þjóðverjar með öll trompin í því spili. „Við sigrum Vestur-Þýzkaland í alls- herjarframleiðslu eftir tíu ár, í versta tilfelli eftir tuttugu ár,“ sagði Ósamú Sj ímómúra prófessor við vini sína í hag- fræðingastétt haustið 1960. Þeir hristu höfuðið. Vandamálin voru ógnvekjandi, meðal annars vantaði hátt i milljón iðn- lærða verkamenn. Spádómur prófessors- ins rættist á átta árum og raunar á fimm árum í veigamiklum framleiðslugreinum. Japanir hafa lagt harðar að sér en nokkur önnur þjóð, tekið á sig miklu þyngri fjárfestingarbyrðar. Árið 1959 nam þjóðarframleiðsla Japans ekki nema helmingi af þjóðarframleiðslu Bretlands, og þó var árleg fjárfesting Japana meiri en Breta (9,6 á móti 8,9 milljörðum doll- ara, miðað við núverandi gengi punds- ins). Árið 1966 nam þjóðarframleiðsla Japans 81% af þjóðarframleiðslu Vestur- Þýzkalands, en þá nam fjárfesting Jap- ana 30,6 milljörðum dollara á móti 30,4 milljörðum hjá Vestur-Þjóðverjum. Á átta ára tímabilinu 1952—59 fjár- festu Japanir samtals 49,9 milljarða doll- ara, Bretar 56,5 og Vestur-Þýzkaland 82 milljarða. Árangurinn varð sá, að Japan varð mesta skipasmíðaland heims og annað mesta rafeindatækjaland (næst á eftir Bandaríkjunum). Á átta ára bilinu 1960—1967 fjárfestu Japanir fjórum sinn- um meira eða 193,4 milljarða dollara eða helmingi meira en Bretar (106,4 milljarð- ar), en svipað og Vestur-Þjóðverjar (198,8 milljarðar dollara). Á þessu átta ára skeiði komst brúttó-þjóðarframleiðsla Japans uppí 593 milljarða dollara, Bret- lands uppí 620 milljarða og Vestur-Þýzka- lands uppí 796 milljarða. Á 16 árum fjárfestu Vestur-Þjóðverjar samtals 281 milljarð dollara, Japanir 243 og Bretar 163 miljarða. Árið 1967 var örlagaárið. Þá höfðu Vestur-Þjóðverjar að visu meiri þjóðar- framleiðslu en Japanir, en fastar fjár- festingar þeirra minnkuðu um 10% niðrí 27,4 milljarða dollara á sama tíma og fjárfestingar Japana jukust úr 30,6 uppí 38 milljarða dollara. Löndin höfðu skipt um hlutverk, og árið 1968 juku Japanir enn fjárfestingar sínar um 25%. Þó lokasigurinn yfir Vestur-Þjóðverjum ynnist ekki fyrr en 1968, höfðu Japanir farið framúr þeim í öllum helztu fram- leiðslugreinum þegar árið 1963, og er það með öðru til vitnis um fáfræði vestrænna „sérfræðinga“, að árið 1967 spáðu Herman Kahn og samstarfsmenn hans því í bók- inni „The Year 2000, a Framework for Speculation“, að Japan mundi ekki sigra Vestur-Þýzkaland og verða þriðja mesta iðnveldi heims fyrr en árið 1980. Árið 1968 framleiddi helzta iðnaðarríki Evrópu þetta í samanburði við Japan: raforka 75%, sement 69%, kopar 79% og ál 53%. Það kostaði þannig Japani 243 milljarða dollara eða elnungis 86% af vestur-þýzku fjárhæðinni að komast 50% framúr Vestur-Þjóðverjum í iðnaðar- framleiðslu á 16 árum, samkvæmt sér- stakri reikningsaðferð japanska prófess- orsins Sjínóhara. „Skapandi eyðilegging“ í Evrópu og Bandaríkjunum er gjarna talað með stolti og umhyggju um „gaml- ar, góðar“ vélar og tæki; „endist eflaust fimm ár enn“, er viðkvæðið. Japanir tala hinsvegar um „skapandi eyðileggingu“ og hafa í hálfgerðri hrifningarvímu rifið niður nálega öll stáliðjuver sem reist voru með svo mikilli fyrirhöfn á sjötta áratugnum. Árangurinn er að þeir eiga nýtízkustu og bezt skipulögðu stáliðjuver í heimi, og sömu sögu er reyndar að segja um bílaverksmiðjur, raftækjajverk- smiðjur, skipasmíðastöðvar og olíuhreins- unarstöðvar. Skuldafjallið hækkar, en Japanir kæra sig kollótta. „Vanti peninga, þá prentum við peninga," segja þeir og auka seðlaút- gáfuna um 17% árlega. „Stáliðnaðurinn er grundvallariðngrein, og á honum eiga menn ekki að græða,“ segja stáliðjuhöld- arnir um ágóða sem nemur ekki nema 1—3%, m. a. vegna skulda sem nema 9 milljörðum dollara og gífurlegra vaxta- útgjalda. „Stálverðið kemur fram alstað- ar, m. a. á útflutningsvörum, og þess- vegna verður að halda því í lágmarki." Allir fá lánaða peninga, allir veðja djarft, því framtíðin tilheyrir Japönum. „Hvern- ig getum við tapað? Það er ekki lengra síðan en 1966 að Bretland flutti út 50% meira en við. í ár (1970) förum við fram- úr Bretum í útflutningi og verðum þriðja mesta útflutningsþjóð í heimi.“ Japanir geta litið yfir liðinn áratug með talsverðu stolti, því þeir hafa meðal annars afrekað þetta: 1) Þjóðartekjur á hvern íbúa hafa þrefaldazt og eru komnar uppí 1000 doll- ara. 2) Brúttó-þjóðarframleiðsla fór ekki uppfyrir 1000 dollara á hvern íbúa fyrr en 1966, átta árum á eftir Vestur-Þýzka- landi, en á næstu sex árum ná Japanir Vestur-Þjóðverjum á þessu sviði. 3) íbúðabyggingar jukust úr 424.000 ein- ingum árlega 1960 uppí 1,6 milljónir árið 1968, þegar Japan fór framúr Bandaríkj- unum. Einkafjárfesting í íbúðarhúsnæði jókst á sama tíma úr 1,7 uppí 9 milljarða dollara árlega. 4) Einkaneyzlan jókst úr 24 uppi 70 milljarða dollara á tímabilinu 1960—68. 5) Árlegur sparnaður einstaklinga þre- faldaðist á sama tíma og fór uppí 15,7 milljarða dollara fjárhagsárið 1967/68. Raunveruleg verðmætaaukning á ára- tugnum varð 50% meiri en menn höfðu þorað að vona. En þetta gekk ekki sárs- aukalaust fyrir sig. Þvi auðugra sem landið varð, þeim mun örar hrundu fyrir- tækin, og oft var vandséð hvort það voru gætnir fésýslumenn eða ævintýramenn sem urðu undir í hinni geysihörðu sam- keppni. Á árinu 1968 einu urðu 10.776 fyrirtæki gjaldþrota eða tíu sinnum fleiri en árið 1960, og þau skulduðu samtals rúma tvo milljarða dollara. Sjöundi áratugurinn einkenndist líka af ákafri sókn í menntun og upplýsingar. Fjöldi skráðra háskólastúdenta tvöfald- aðist og varð 1.500.000. Sífelldur straumur sendinefnda lá til svo að segja allra landa heims til að kynna sér nýjungar og að- ferðir annarra þjóða. Þessar nefndir voru ekki alténd sérlega sleipar í er- lendum tungumálum, en þær voru vopn- aðar myndavélum, skrifblökkum og reiknistokkum og höfðu meðferðis langa spurningalista. Síðan settust þær á rök- stóla með ráðuneytisstjórum, iðjuhöld- um og sérfræðingum heimafyrir, eftir að þær höfðu skilað löngum skýrslum um ferðir sínar. Nótt var lögð við dag í ráðu- neytum og fyrirtækjum meðan skrifað var og lesið. Á árinu 1967 einu var farið yfir sex milljón innfluttar bækur, fyrst og fremst um tækni og hagfræði. Allur þessi áhugi, einbeitni, framtak og bjart- sýni hlaut að bera ríkulegan ávöxt. Og það sem er kannski athyglisverðast af öllu: opinberir embættismenn hafa meiri stjórn á atvinnu- og efnahagslífinu en í nokkru öðru landi utan kommúnista- heimsins; þeir vita einnig miklu meira um þessi mál en starfsbræður þeirra á Vesturlöndum og eiga því tiltrú iðnaðar- forkólfanna. Annað mál er það, hvaða bagga hagvöxturinn hefur bundið hin- um almenna launamanni og neytanda í Japan, og verður nánar vikið að því í næstu grein. 4 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.