Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 61
Þeldökkur götusali virðir jyrir sér leikföng handa hvítum bórn- um í aðalstrasti borgarinnar Lourengo Marques í Mózambik höggið á misheppnan kerfisins. í Suður-Afríku kunna menn að vera öfgafengnir, en þeir eru þá að minnstakosti opinskáir og heiðarlegir. í Mózambik er minna um öfgar, en mun minna um heiðarleik hjá hvita minnihlutanum — bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Portúgalska stjórnin i Lissabon gerir sér ekki sjálf grein fyrir sannleikanum sem liggur bakvið þann hjúp hræsni og sjálfsánægju, sem hún hefur vafið afrískar nýlendur sínar í. Á síðustu árum hafa verið sett lög sem banna ýmsar verstu teg- undir ofbeldis — einsog hýðingar til að refsa innfæddum verka- mönnum og hið illræmda nauðungarvinnukerfi. En einsog aðrar þjóðir, sem búa við kynþáttavandamál, hafa komizt að raun um — þeirra á meðal Bandaríkjamenn — er ekki nóg að breyta lögunum. Menn verða lika að breyta afstöðu sinni, og þess sjást lítil merki í portúgölsku nýlendunum. Hinn látni biskup í Beira fordæmdi árum saman með þrumu- raust ástandið í Mózambik. En enginn hlustaði á hann. Enginn hlustar heldur á biskupinn i Nampula. Ástandinu í Mózambik verður kannski í sem stytztu máli lýst með þeim upplýsingum, að meðal blökkumanna í nýlendunni á sér stað hörð samkeppni um að komast í þann 250,000 manna hóp, sem árlega er sendur til að vinna í gullnámum nálægt Jóhannesarborg og á búgörðum í Ródesíu — en þessir farand- verkamenn afla Portúgal verulegra gjaldeyristekna. Ólíkt þvi sem er í Angóla, er aðeins ein uppreisnarhreyfing sem máli skiptir í Mózambik, semsé FRELIMO, sem er skamm- stöfun á Frente de Libertaeao de Mocambique (Þjóðfrelsisfylking Mózambiks). FRELIMO var stofnsett með þvi að sameina ýmsar leynilegar andspyrnuhreyfingar, sem höfðu starfað í Mózambik framtil 1964 án verulegs árangurs. Ein þessara hreyfinga hafði skipulagt djarfa árás í litlum stríðsbátum á portúgalska „þrælaeyju" undan strönd Mózambiks. Hætta varð við árásina vegna þess að eyjan fannst aldrei. Þegar FRELIMO var sett á stofn, birti hreyfingin eftirfarandi yfirlýsingu: „Tilgangur þessarar vopnuðu baráttu er að leggja nýlendustefnu Portúgala i rúst . . . og koma til leiðar nýjum, alþýðlegum stjórnarháttum." í september 1964, þegar hin vopnaða uppreisn hófst, hafði FRELIMO einungis yfir að ráða 250 skæruliðum; þeir höfðu verið þjálfaðir í búðum hreyfingarinnar í Suður-Tanzaníu. Með litlum herflokkum, sex til tólf mönnum, voru farnar árásar- ferðir inni Norður-Mózambik með þvi að fara yfir Róvúma, stórt vatnsfall sem skilur á milli Tanzaníu og Mózambiks. Siðan hefur FRELIMO þróazt ört og er nú orðin bezt skipulagða og öflugasta frelsishreyfing í Afriku. FRELIMO telur sig „stjórna" nálega öllu svæðinu sem myndar norðurhéruðin Niassa og Cabo Delgado í Mózambik. Þessi svæði eru um 198,510 ferkílómetrar, og samkvæmt síðasta manntali (1960) bjuggu þar 823,400 manns eða um tíundi htuti allra íbúa nýlendunnar. FRELIMO-menn halda þvi fram, að Portúgalar hafi einungis á valdi sínu borgirnar á strönd Indlandshafs og svo virki einsog Vila Cabral nálægt Níassa-vatni, sem myndar landamærin við Malaúí. Ennfremur er sagt, að uppreisnarmenn hafi umkringt nokkrar portúgalskar herstöðvar, sem verði að fá vistir flugleiðis. Sennilega er nær sönnu að segja, að Portúgalar hafi ekki lengur fulla stjórn á tveimur umræddum héruðum. Nýlendu- stjórnin er að minnstakosti á allt annarri skoðun en FRELIMO. Hún vill ekki ganga lengra en að viðurkenna, að FRELIMO hafi á valdi sínu um 5% af Mózambik eða um 40,000 ferkilómetra. Portúgalskir liðsforingjar, sem ég ræddi við um ástandið, stað- festu að meira eða minna leyti fullyrðingar FRELIMOs. Viglínan liggur nú meðfram ánum Lugende, Messalo og Montepuez — þ. e. a. s. rúmum 300 kilómetrum fyrir sunnan landamæri Tanz- aníu. Endaþótt Portúgalar virðist hafa horfið frá þeirri fyrir- ætlun að hrekja uppreisnarmenn til baka, eru þeir staðráðnir í að koma í veg fyrir frekari landvinninga FRELIMOs — því fyrir sunnan víglinuna eru nokkur þéttbýlustu héruð nýlendunnar. En hinar stuttorðu skýrslur um ástandið við viglínuna, sem birtar eru í Lissabon, staðfesta, að þegar hafa átt sér stað meiri- háttar átök eins sunnarlega og við Mecanhelas og Nova Freixo, þ. e. a. s. á svipaðri breiddargráðu og hin mikilvæga borg Nampula, þar sem portúgalski heraflinn í norðurhéruðum Mó- zambiks hefur aðalstöðvar sínar. Nampula liggur um 200 kiló- metra frá ströndinni og er höfuðborg héraðsins sem ber sama nafn og nýlendan öll, þ. e. Mózambik. í borginni búa 1,4 milljónir manna. Nampula er falleg borg með beinum breiðgötum jöðruð- um trjám, en portúgalska stríðsvélin hefur gerbreytt yfirbragði hennar. Portúgalar hafa nú um 60,000 velþjálfaða og velbúna hermenn í Mózambik, sem eru sérstaklega þjálfaðir til að fást við skæru- liða. Þeir hafa orð fyrir að vera harðgerir og einstaklega vel hæfir til að stunda þann erfiða og úttaugandi hernað sem þeim er att útí í Afriku. En þeir hafa orðið fyrir miklu tjóni. Enginn veit með vissu hve margir hafa fallið. Afrisk fréttastofa dagblaðsins The Star í Jóhannesarborg skýrði frá þvi i júni 1967, að „meir en 5000 manns hafa þegar látið lífið (á báðar hliðar) i hinu hálfgleymda en blóðuga litla frumskógastríði" í Norður-Mózambik. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.