Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 62
Árangurinn, sem FRELIMO hefur náð, er ekki sizt að þakka fyrrverandi leiðtoga hreyfingarinnar, Eduardo Mondlane, sem var einn mikilhsefasti pólitískur leiðtogi er komið hefur fram í Afríku á seinni árum. Mondlane, sem var um skeið prófessor við Syracuse-háskóla i Bandaríkjunum, drýgði þá fágætu dáð að vera í góðu vinfengi samtímis bæði við stjórnvöld í Moskvu og Peking. Honum tókst einnig að afla sér stuðnings allmargra ríkisstjórna í Evrópu og var jafnan velkominn til Bandarikj- anna. Hann var drepinn i leyndardómsfullri sprengingu í febrúar 1969. Sprengingin átti sér stað um svipað leyti og háttsettur maður i FRELIMO sveik málstaðinn og gaf sig á vald portú- gölsku yfirvöldunum í Mózambik. Seinna á árinu 1969 kaus miðstjórn hreyfingarinnar þriggja manna forsætisráð til að fara með forustu hennar og eyddi um leið ótta meðal margra félaga hennar um, að ættflokkadeilur kynnu að liða hana i sundur. í forsætisráðinu eiga sæti fyrr- verandi varaforseti hreyfingarinnar, Úria Símangó, utanríkis- ráðherrann Marcellino dos Santos og varnarmálaráðherrann, Samova Moises Machel. Úria Símangó, sem ástæða er til að fylgj- ast með, er sagður hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá Peking og vera „vinstrisinnaðri" en Mondane, en i þessu efni, einsog reyndar flestum öðrum málefnum Afriku, er útí hött að setja á menn merkimiða. Frú Janet Mondlane, hin hugrakka unga ekkja frá miðvestur- fylkjum Bandaríkjanna, hvít og uppalin i repúblikanafjölskyldu, hefur starfað áfram í hreyfingunni og er meðal verðmætustu liðsmanna hennar. Hún er frábær skipuleggjari, og eftir fráfall manns síns hefur hún verið helzti tengiliður milli FRELIMOs og vestrænna ríkisstjórna — einkum þeirra engilsaxnesku og nor- rænu. Önnur ástæða þess, hve vel FRELIMO hefur orðið ágengt, er stuðningur stjórnarinnar i Tanzaniu (undir forustu hins bylt- ingarsinnaða en raunsæja forseta, Júlíusar Nyerere), en hún hefur meðal annars veitt FRELIMO heimild til að koma sér upp þjálfunarbúðum í Tanzaníu og gera árásir á Mózambik frá Tanzaníu. Aðalstöðvar FRELIMOs eru í Dar-es-Salaam. í þriðja lagi er það einmitt í Norður-Mózambik sem einn her- skáasti ættflokkur landsins á heima, hinn gáfaði og listelski Makonde-ættflokkur. Hann lifir i hálöndum héraðsins Cabo Delgado og er kringum 400.000 manns talsins. Makonde-ætt- flokkurinn, sem er einnig helzti ættbálkurinn handan við Róvúma-fljótið, þ. e. í Tanzaníu, var aldrei að fullu sigraður af portúgölsku nýlendukúgurunum. Það er fyrst og fremst úr þess- um ættflokki sem skæruliðar FRELIMOs koma. FRELIMO telur sig hafa 8000 manns undir vopnum. Flestir eru þeir búnir nýtizkulegum skæruhernaðarvopnum, sem koma frá Rússlandi, Tékkóslóvakiu og þó fyrst og fremst frá Kína. Þetta merkir þó enganveginn að FRELIMO sé undir stjórn eða áhrifavaldi ríkjanna i austurbiökkinni, þó vissulega séu komm- únistar meðai skæruliðanna, til dæmis Úría Símangó. Á árinu 1968 hóf FRELIMO baráttu á nýjum vígstöðvum, semsé frá Zambíu inni Tete-hérað í fljótsdal Zambezi-árinnar. Það er á þessum slóðum sem fyrirhugað er að reisa hið tröll- aukna Cabora-Bassa-orkuver. FRELIMO hefur einsett sér að gera allt sem hægt er til að ónýta þessar ráðagerðir, vel vitandi um pólitískt mikilvægi fyrirtækisins. Þegar ég heimsótti Tete- hérað sá ég, að öflugri portúgalskri herstöð hafði þegar verið komið fyrir þar. Formælandi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Lúsaka, höfuðborg Zambíu, tjáði mér að nokkur þús- und innfæddra manna hefðu þegar flúið frá Tete til Zambíu til að komast burt frá stríðinu. FRELIMO nýtur stuðnings Zambíu. Stjórn Portúgala í Mózambik hefur verið lýst „þriðji mesti óvinur Afriku“ af Einingarsamtökum Afriku (OAU) — næst á eftir stjórninni í Suður-Afríku og nýlendustjórninni í Angóla. Einræðisherra Portúgals í fjóra áratugi, dr. Antónío Salazar, sagði í síðustu ræðu sinni til hvíta minnihlutans í Mózambik, að hann væri „bjartsýnn“. Þegar Eduardo Mondlane heimsótti London árið 1968, sagði hann meðal annars: „Hvað eftir annað höfum við reynt að fá Portúgala að samningaborðinu. Það hefur aldrei tekizt. Kannski kynni annað Dien Bien Phu að koma einhverri vitglóru inní kollinn á þeim.“ 4 Agostinho Neto: Kveðja við brottför Móðir mín (ó svörtu mæður yfirgefnar af börnum sínum) þú kenndir mér að biða og vona eins og þú gerðir á stundum neyðarinnar En frá mér hefur lifið rænt dul þeirrar vonar Ég bíð ekki framar nú er min beðið Við sjálf erum vonin börnin þín á vegi trúar sem glæðir líf Við nöktu þörnin úr sanzales-kjarrinu óuppdregnu pottormarnir með tuskuboltana á hádegissléttunni við sjálf launuð brennifórn kaffiekranna fávísir svartir menn sem ber að virða þá hvítu og óttast hina ríku við erum börnin úr hverfum innfæddra sem rafljósin ná aldrei til heldrukknir menn burtkvaddir við tam-tam-slög dauðans börnin þín sem hungrar sem þyrstir sem fyrirverða sig að kalla þig móður sem þora ekki yfir göturnar sem hræðast mennina Við erum sjálf vonin um betra líf Ljóð Glamur hlekkja af vegunum fuglasöngur úr dökkvaðri grænku myrkviðarins kæti í pálmalundsins Ijúfa sinfón; eldur eldur yfir savönnunni eldur yfir brennheitum blikkþökunum í Cayatte Langir vegir, krökkt af fólki, krökkt af fólki krökkt af fólki á vegferð úr öllum áttum langir vegir til lokaðra sjónhringa — en vegir opnir vegir ofar vanmætti vopnanna Brennandi eldur dansar i hljóðfalli tam-tam Hljóðfall Ijóss hljóðfall litar hljóðfall hljóms hljóðfall hreyfingar hljóðfall naktra fóta blæðandi und hljóðfall táa með afrifnar neglur — en hljóðfall hljóðfall Ó sársaukafullu raddir Afríku Úlfur Hjörvar þýddi 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.