Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.04.1971, Blaðsíða 18
2 97' SAM VINNAN ÍSLAND ÁRIÐ 2000 Jóna Sigríður Þorleifsdóttir: 3. verðlaun. Náttúruauðlindir auka svolítið sjávarútveg, svo- lítið landbúnað, snapa af ferða- mönnum nokkra mánuði á ári, hægja gang vinnu, stytta vinnutíma, gera minni kröfur til lífsins, fjölga okkur hægar og þar frameftir götunum. Með þessu móti gætum við haft örfá prósent í aukningu hvors fyrir sig, þjóðartekna á mann og fólksfjölgunar. En ég held að þetta sé ekki það sem við mun- um stefna að og standi okkur opið, vegna þess að ef við för- um niður fyrir eitthvert ákveðið mark í þjóðartekjum, mun það leiða til þess að fólk sópist af landi brott. Þessi möguleiki er fyrir hendi, en ég held að hinn sé nærtækari. Sigurður: Ertu þá ekki að gleyma til dæmis aðild okkar að Efnahagsbandalaginu, sem vissulega er hugsanlegur mögu- leiki á næstu þremur áratug- um? Þegar landið verður opnað erlendu fjármagni og erlendu vinnuafli, þá er sá kostur líka hugsanlegur að íslendingar verði orðnir minnihlutahópur í landi sínu. Það gæti vissulega haft í för með sér örari og meiri hagvöxt en dæmi eru til, en sannarlega yrði það ekki talinn þjóðarhagur. Baldur: Ég held að á næstu ár- um verði tiltölulega miklir möguleikar á íslandi og fyrir fslendinga sjálfa, ef þeir vilja hagnýta þá. Það er auðvitað fyrst og fremst að byggja á fiskveiðum og úrvinnslu fisk- afurða ásamt aukinni ræktun bæði í ám og vötnum og fjörð- um hér í kring. Ég held að ís- lendingar hljóti að átta sig á því, að þeir verði að hafa þetta í eigin höndum. Þeir mega ekki falla í þá freistni að ganga inní efnahagsbandalög eða hleypa útlendingum of mikið inní landið. Það er greinilegt að hér verður mikill vöxtur í ferða- mannastraumnum, og við get- um gert mikið í því að byggja upp heilsulindir hér og ýmislegt fleira í sambandi við jarðhit- ann. Mér þykir trúlegt að hag- vöxturinn geti orðið um 3% á ári, og er þessvegna bjartsýnn á að þróunin verði með þeim hætti sem bj artsýnismenn ræða um, án úrvinnsluiðnaðar- greina sem leiði til mengun- ar og umhverfisspjalla. Þorbjörn: Þetta sjónarmiðdug- ir okkur kannski næstu 30 ár- in, en ég held að stefnt sé í hreinan voða, ef við höldum áfram að líta svona nærri okk- ur. Þú talar um aukna ferða- mannaþjónustu. Hvaða ferða- menn eru það? Það eru ríkis- bubbar frá nálægum löndum, og um heilsulindir á það sama við: það á að lengja lífið hjá ríkustu útlendingunum. Með svona hugsunarhætti held ég við gleymum öllu því fólki sem raunverulega skiptir máli, þeim hundruðum milljóna sem lifa umhverfis þennan litla blett sem við erum staddir á, þ. e. a. s. löndin kringum Norður-Atl- antshaf. Ég held við séum al- veg vonlausir til frambúðar, ef við einblínum á þessi atriði, þó það nægi okkur kannski næstu áratugi. Björn: Mig langar til að fylla betur út þá mynd sem náttúru- fræðingar hafa gert sér. Nátt- úruauðlindir og það sem hver maður getur haft til fram- leiðslu verður mjög takmaikað um aldamótin. Við fáum ekki hráefni frá öðrum löndum. Það verður barizt um þau. Þess- vegna fáum við lítið annað en það sem landið hefur uppá að bjóða, sem er tiltölulega lítið. Það verður barizt um réttinn til að fá að fiska nokkra þorska og fá að nytja landið, en inn- flutningur á hráefnum og þar- með grundvöllur annars úr- vinnsluiðnaðar en fiskvinnslu verður sama og enginn. Þetta er ekki mín persónulega sann- færing, heldur sú mynd sem náttúrufræðingar draga upp, þegar hún er færð útí öfgar svo að segja. Bjarni Bragi: Ég vil láta það koma fram hér, að í þessum hópi séu ekki eingöngu menn sem eru hræddir við nýjar leið- ir og framfarir á nýjum braut- um. Ég sé ekkert athugavert við það, að við þjónum mannkyn- inu með því að nýta okkar eigin orkulindir, sem kalla má meng- unarfríar orkulindir. Að sjálf- sögðu verðum við að gæta þess að nýting þeirra mengi ekki okkar umhverfi, en ég á ekki von á því, að það verði nein vandkvæði að fá hráefni til úr- vinnslu, þar sem það léttir á mjög erfiðri úrvinnslu annars- staðar og er hagkvæmara, fyrir nú utan það að sennilega verð- ur til gnótt af málmum og ým- Jónas: Mér heyrist á ýmsum hér, að þeim finnist dregin upp helzti dökkleit mynd af okkur sem fáumst við einhverskonar náttúrufræðirannsóknir. Ég held sjálfur fram því sem nefnt er á þýzku „Zweckpessimis- mus“, þ. e. a. s. svartsýni með ákveðnum tilgangi. Ég vil gjarna fara að sjá einhverjar tillögur um að breyta þeirri þróun, sem nú á sér stað. Ég hef mikið velt þessu fyrir mér sjálf- ur í sambandi við fæðuöflun í heiminum, sem er undirstöðu- atriði. Við höfum á þeim vett- vangi enganveginn ótakmark- aðar auðlindir, og alvarlegasti þátturinn er framleiðsla eggja- hvítuefna, en þau eru af skorn- iskonar efnum, en það verða líffræðilega takmörkuðu auð- lindirnar sem þverra. Margrét: Ég er ekki viss urn að það sé bezta nýting á auðlind- urn okkar að flytja hér inn eitthvað af efnum til að bræða. Ég held að hitt sé ekki minna um vert að varðveita þá ó- snortnu náttúru sem við höf- um, svo að hér sé áfram hægt að anda að sér hreinu lofti. Ég held það sé töluvert mikilvægt að til sé ómenguð náttúra og ég held við gerðum réttast í þvi að láta okkar umhverfi vera í sinni upphaflegu mynd og skemma það sem allra minnst. Ágúst: Hvað er átt við þegar talað er um mengunarfríar orkulindir? Bjarni Bragi: Til dæmis raf- orku. Ágúst: Hún hefur að vísu ekki mikil bein áhrif á andrúmsloft- ið, en hún hefur áhrif á plönt- ur og dýr sem lifa í náttúrunni. Það er líka mengun, þó í ann- arri mynd sé. Steingrímur: Vatnsmiðlun get- ur líka verið til bóta. Bjarni Bragi: Fljótin hér á landi hafa skemmt stórkostlega landið, og það er ein mesta blessun sem hugsazt getur ef við náum valdi á þessum afl- miklu jökulvötnum. Náttúran stendur ekki kyrr. Við þurfum lifandi, dýnamíska náttúru- vernd, en ekki staðnaöa. um skammti. Það er nóg til af orku fyrir lífið, en eggjahvítu- efnin eru takmörkuð, og þau eru því veikasti hlekkurinn í lífskeðjunni. Bjatni Bragi: Hvað merkir það, að til sé nóg orka fyrir lífið? Jónas: Allt líf þarf ákveðin efni sér til viðhalds og viðgangs. Meginþættirnir í næringar- f ræðinni eru eggj ahvítuefni, steinefni, orka og ýmis snefil- efni. Hér er það ekki orkan sem er takmarkandi, heldur eggja- hvituefnin. Þau eru veikasti þátturinn í fæðuöflunarkerfi heimsins. Þannig mun þetta alla tíð verða. Eggjahvítuefnin 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.