Samvinnan - 01.04.1971, Síða 53

Samvinnan - 01.04.1971, Síða 53
Sá þjóðsöngur, sem vinnur hjörtu og hugi fólksins í land- inu á þennan hátt, á sannar- lega engan tilverurétt. Þess vegna legg ég til, að skólum verði bannað að láta börn læra þennan samsetning utanað. Annars afsannar ljóðið raun- ar tilverurétt sinn sjálft, og þar sem enginn virðist kunna tvö síðari ernidin, þá leyfi ég mér að birta þau hér og vona að hinn stórmerki, mæti klerkur og annars magnaði ljóðjöfur, Matthías (Jochumsson), snúi sér ekki við í gröfinni. Ó, guð, ó guð, vér föllum fram og fórnum þér brennandi, brennandi sál, guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns, og vér kvökum vort helgasta mál. Vér kvókum og þökkum í þúsund ár, því þú ert vort einasta skjól. Vér kvökum og þökkum með titrandi tár, því þú tilbjóst vort forlagahjól. íslands þúsund ár voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár, sem hitna við skínandi sól. Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð, vér lifum sem blaktandi, blakt- andi strá. Vér deyjum, ef þú ert ei Ijós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá. Ó, vert þú hvern morgun vort Ijúfasta líf, vor leiðtogi í daganna þraut, og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf og vor hertogi á þjóðlífsins braut. íslands þúsund ár verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár. sem þroskast á guðsrikis braut. Svona ijóð bannar sig sjálft. Þegar ég var patti, fékk ég einu sinni vinnu í pakkhúsi niðri við höfn í gegnum kliku. Þar lærði ég að yrkja. Undir- stöðuatriðin í bragfræði kenndi Siggi Fiskur mér, en æðri ljóð- list Jón Kristófer Sigurðsson kadett. Námið var að sjálfsögðu bæði bóklegt og verklegt, og mun ég láta ósagt, hver árangurinn varð. En þess er ég fullviss, að ef ég hefði skilað verklegri úr- lausn í þessum pakkhúsljóða- skóla, sem eitthvað hefði verið í líkingu við framangreint ljóð, þá hefði mér umsvifalaust ver- ið sparkað, og ég hefði ekki átt afturkvæmt. Svona vondur finnst mér nú þjóðsöngurinn. / Napólí á góu 1971. 7Bim UM.GUBBEZCSS. Einu sinni bjó maður nokkur norður í Skagafirði. Hvarf kona hans frá honum og vissi enginn hvað af henni varð; o var hennar þó leitað víða. Loksins fór bóndi til Hálfdans prests i Felli og beiddi hann um ásjá. ,,Sýna má ég þér konu þína“, mælti prestur, „en ekki get ég náð henni þaðan sem hún er niður komin og ertu þá litlu þættari." Bóndi kvað sér myndi þá verða hug- hægara ef hann fengi að sjá hana. Prestur tók hann þá með sér með því skilyrði að hann beiddi aldrei fyrir sér meðan þeir væru á leið saman, en bóndi áskildi sér aftur að hann mætti vera kyrr hjá konu sinni ef hann vildi. o Prestur fór á bak gráum hesti og lét bónda sitja að baki sínu, hleypti til sunds út á Skagafjörð. Sóttist honum sundið skjótt. Einu sinni tók hesturinn kaf venju fremur. Æpti bóndinn þá en prestur hastaði á hann og sagði: „Þeg- iðu, það skriplaði á skötu.“ Héldu þeir þá áfram þangað til þeir komu upp undir Tindastól. Sá bóndi að fjallið var opið, voru mörg tröll þar inni og þar þekkti bóndi konu sína. Var hún orðin mesta tröli. Hafði hún verið heilluð þangað. Prestur spurði bónda hvort hann vildi komast til konu sinnar, en hann kvað nei við og bað prest fyrir hvern mun að fara þaðan sem fyrst. Lét prestur það eftir honum og farnaðist þeim vel. Er þá ekki annars getið en bóndi yrði konu sinni afhuga.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.