Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 9
iilllt BIÐJIÐ UM BÆKLING FRÁ SlBS. kosti helmingur af því fylgi, sem Samtökin fengu, hefði far- ið til Alþýðubandalagsins og Framsóknar, en það hefði þó ekki nægt þeim til að öðlast meirihluta. Áróður þeirra í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna reyndist réttur, að þeir einir gætu fellt „við- reisnarstjórnina", og sá áróður færði þeim sigurinn. Mörgum virðist sem ihaldið hafi nokkurn veginn haldið velli í kosningunum. Þetta er þó mikil missýning. Hið mikla tap krata er fyrst og fremst mótmæli við stefnu íhaldsins. Þó að sjálft höfuðbólið hafi ekki verið stórlega skert, þá er það vissulega ekki lítið tap, þegar hjáleigan, sem verið hef- ur gjörnytjuð í 12 ár, leggst í eyði. Þótt þessar pólitísku kal- skemmdir hafi enn ekki lagzt á höfuðbólið að verulegu ráði, þá verða þær þeim mun stór- virkari næstu árin. Að segja að íhaldið haldi sínum hlut, er sama og að segja að brezka heimsveldið hafi ekki sett nið- ur, þegar það missti nýlendur sínar, eða Frakkland, þegar það missti Alsír. Hlöðver Sigurðsson. Akureyri 21. nóv. 1971. Herra ritstjóri. Það er algjör fyrirmunun að láta bjóða sér uppá samræður í útvarpi um heimsvaldabar- áttu, Atlantshafsbandalag og Rússa, þegar farið er kringum allt þetta eins og kettir heitan graut. Við vitum allt um þetta hvort sem er, íslendingar. Ég lýsi því hér með yfir, að við eigum Atlantshafið! Rússar og Atlantshafsbandalag geta bara farið, ef þeir eru gefnir fyrir ófrið. Hins vegar mega þeir í friðsamlegum tilgangi spásséra með pípuhatta um öldudalina og veiða sér fisk. Við skulum spila við þá póker uppá það. Eiginlega veit ég ekki hvern andsk..... það kemur öðrum þjóðum við, þótt íslendingar kjósi sér stundum marxistíska ríkisstjórn og geri tilraunir með samvirkt þjóðfélag. Hitt vitum við líka vel, og það þarf ekkert hispur um það að nota í okkar eigin útvarpi og öðrum fjöl- miðlum, að vitanlega eru til fleiri form en seta varnarliðs, sem koma til greina við að gæta landsvæða, sem hafa þýðingu í styrjöldum og heims- valdabaráttu, sem eru einkamál stórþjóða — meðan þær kunna ekki friðsamleg viðskipti. Tak- ist ekki samningar við þjóðir, sem slík landsvæði byggja, verður neyðarúrræðið auðvitað hernám — og það fyrr en seinna, svo sem ástand gefur til kynna. Hernám þarf ekki að vera nein þvingun, ef það er framkvæmt á réttan hátt. Og flestu má haga sífellt betur, ef vilji og hugsjónaþroskun kem- ur til greina með öðru. Annars liggja öll ægileg hern- aðarleyndarmál okkur íslend- ingum í augum uppi, og þýðir ekkert að túlka þau öðruvísi en okkur dettur í hug. Viljum auk þess ekkert með þau hafa — hvorki frá austri né vestri. Sigurður Draumland. ísafirði, 29. nóv. 1971. Heiðraði ritstjóri. Ég hef verið að skyggnast í Samvinnuna undanfarið og stundum gripið mig löngun til að grípa pennann og aðrir þá líka tekið af mér ómakið og sagt sumt af því, sem ég hefði viljað leggja áherzlu á. Má yfir- leitt segja um efni Samvinn- unnar að „sumt er gaman, sumt er þarft, sumt vér ei um tölum“. Má þó raunar segja, að flest sé efni ritsins umtalsvert. Nú þegar mér berst i hendur 5. hefti ritsins, vil ég kveðja mér hljóðs í nokkrum línum. — Gísli bóndi í Eyhildarholti, einn af ritslyngustu blaðagreinahöf- undum landsins, var skorin- Hjólið, sem veldur byltingu^ Bylting hefur oft orðið á efnahag fólks vegna þess að það átti miða í happdrætti * SÍBS og glæsilegir vinningar hafa dreifzt wsjmésM um land allt. Meira en fjórði hver miði - hlýtur vinning. Bylting hefur orðið í heilbrigðismálum. íslendinga, með því að berklaveikinni hef- ur verið útrýmt með aðstoð SÍBS. Það tapar engin í happdrætti SÍBS. Leitið frekari upplýsinga. , %Ú ''é ! Í Nafn Heimilisfang SENDIST TIL SKRIFSTOFU SÍBS, BRÆÐRABORGARSTÍG 9, REYKJAVÍK 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.