Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 15
einlæglega bifa sér (svo) úr feninu“. Ég tími ekki að eyða lesmáli Samvinnunnar fyrir fleiri til- vitnanir af svipuðu tagi, það yrði of langt mál og óþarft. En ég tel að þessar fáu veiti nokkra innsýn um ritmennskutilburði Ólafs Hauks Símonarsonar, sem þykir sýnilega undur vænt um sjálfan sig. Og það er máske ekki gustuk að trufla hann í þeirri ánægju. Soffía Guðmundsdóttir á þarna langa grein, er nefnist Þjóðsagan um konuna. Sú grein er langtum skaplegri en hin fyrrnefnda og fjallar að mestu um jafnréttisbaráttu konunn- ar. Gömul og ný áhugamál, djörfustu áhugamál kvenrétt- indaforkólfanna. Ég vil láta þess getið hér, að ég tel rit- stjórann hafa gert rétt i því að leiða konur til sætis í Sam- vinnunni að þessu sinni. Geta skal greinar sr. Guð- mundar Sveinssonar skóla- stjóra. Það er lokagrein, ein af fjórum. Margt er vel og vitur- lega sagt í greininni. En hún er vafin í óljósar og hálfþoku- kenndar heimspekihugleiðingar um stöðu samvinnuhreyfingar- innar og að mínu áliti orðmörg um of. En höfundur botnar hana á snjallan og viðeigandi hátt, svo sem vænta mátti. Sómir greinin sér því vel í rit- inu. En ýmsar aðrar greinar ritsins eru að meira og minna leyti niðurstöðulausar eða botnlausar. Ég hef nú spjallað nokkuð um helztu agnúana á þessu 5. hefti. En ekki má gleyma því, sem vel er gert. Má þar nefna grein Guðjóns Ólafssonar um Sambandið og fiskiðnaðinn. Þar er i glöggu máli gerð grein fyrir þátttöku S.f.S. í fiskiðn- aðinum og söluframkvæmdum Upp á toppinn á BRIDGESTONE Bridgestone býður íslenzkum jeppaeigendum sérstaklega hannaða hjólbarða, sem vinna vel ( snjó og ófaerum. Bridgestone JS, jeppadekkin, eru harðgerð og endingarmikil, en eru jafnframt hljóðlát ( akstri á greiðfærum vegum. Reynið Bridgestone JS — jeppadekkin frá Bridgestone feróaskrifstofa bankastræti 7 simar 16400 12070 Almenn ferðaþjónusta Ferðaþjónusta Sunnu um allan heim fyrir hÓRO, fyrirtæki og einstaklingo er viCurkennd af þeim fjölmörgu er reynt hafa. Reynið Telex ferðaþjónustu okkar. Aldrei dýrari en oft ódýrari en annars staðar. sunna ferðirnar sem fólkió velnr þess, einkum á Bandaríkja- markaðinum. Sést þar hversu afdrifamikið starf til eflingar útgerð og fiskvinnslu Sam- bandið hefur unnið á þessu sviði á Bandaríkjamarkaði og einnig í Sovétríkjunum. Þáttur S.Í.S. í freðfiskframleiðslunni telst nú 25%. Það hefði þótt fráleitur spádómur fyrir fáum áratugum. Má vænta að iðnaði Sambandsins og K.E.A. verði gerð svipuð skil í ritinu innan tiðar. Ég er Guðjóni Ólafssyni þakklátur fyrir greinina. Síðast vil ég svo í þessu sam- bandi nefna grein ritstjórans um Vinstristjórn og vinstra- samstarf. Þar er gengið beint að verki með afdráttarlausu atfylgi við núverandi stjórnar- flokka, og kannazt við það á prenti. Samvinnusamtökunum ber að sjálfsögðu réttur og skylda til að stuðla að jákvæð- um árangri af störfum núver- andi ríkisstjórnar í þágu fé- lagshyggjumanna landsins. Er ástæðulaust að fela sig þar undir hlutleysisgrímu, meðan rétt er stefnt á vegum félags- hyggju og í þágu fylgismanna stjórnarinnar með markvissum aðgerðum. Þó vil ég ekki láta undan falla að lýsa undrun minni á ummælum um hinn svonefnda Framboðsflokk, „Núllistana", er hann nefnir svo. Þeir líkj- ast manni, sem stokkið hefur úr bifreið á ferð og misst við það fótanna um leið og þeir veltust um koll. Fótalaus flokk- ur er hvergi til bóta. Þá er skárra að vera utanflokka, kjósa flokk eða lista sem skárstur telst ellegar skila auðu á kjörstað, þótt slíkt sé oftast ankannalegt. Þetta er hið helzta, sem mér kemur í hug eftir lestur þessa Samvinnuheftis. Benda vil ég lesendum Samvinnunnar á það að lesa greinar Samvinnunnar, þótt þeim falli þær ekki að öllu í geð. Það veitir ávallt holla yfirsýn um mismunandi sjón- armið, þótt þeir samsinni ekki öllu því, sem á borðið er borið, svo sem ég hef hér leitazt við að gera. Svo nokkur orð til viðbótar. Ég hef jafnan haft orð á því við ritstjórann, að greinar Samvinnunnar væru alltof langar. Margir, sem ég hef rætt við um ritið, hafa tekið undir það og talið þar breytingar þörf. Slík ókjör berast nú svo að segja á hvert heimili, að kosta verður kapps um að rita hæfilega stuttar greinar. Ég álít til dæmis að ritstjórinn hafi fullan rétt til að stytta Sendum viðskiptavinum vorum um land allt eztu jóla,- PÉTUR PÉTURSSON HEILDVERZLUN HF„ Suðurgötu 14 - Reykjavík. 0(fl nýár&luekjar 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.