Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 22
stofnun. En hún er það ekki lengur. Kirkjan er ekki orðin annað en þeir sem í alvöru trúa hennar boðskap. Það er sú kirkja sem nú er starfandi og lætur til sín taka í heiminum, og í framtíðinni mun það verða algerlega bert. Það er ekki bert ennþá, vegna þess að hennar ytri umgerðir, hennar gömlu sögulegu umgerðir, eru ekki al- veg hrundar. Þær eru að hrynja. SAM: Þú gerir semsagt ráð fyrir að hinar ýmsu kirkju- stofnanir séu á hverfanda hveli? Séra Sigurður: Þeirra verald- lega aðstaða er algerlega að hverfa. Kirkjan byggir ein- göngu í framtíðinni á sínu andlega afli. f ' ir “ : u|kv Franskir biskupar í Lourdes. Sveinbjörn: Ríkisskipulag á kirkju er þá úr sögunni? Séra Sigurður: Það hlýtur að verða það fyrr eða síðar. SAM: Þá mundu hreyfingar einsog Hvítasunnumenn og aðrir kristnir sértrúarflokkar teljast til kirkjunnar? Séra Sigurður: Þeir eru lika kirkjan. Hún gengur í gegnum alla sem trúa. Sveinbjörn: Ég held við verð- um samt að viðurkenna, að ým- islegt í þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið, sé réttmætt. Séra Sigurður: Það var rétt- mætt, en er nú úr gildi gengið. SAM: Hver hræðist kristna kenningu á íslandi nútímans? Það langar mig til að heyra. Hólmfríður: Getur ekki verið, að okkar stjórnvöld hafi ekki alveg eins slæma samvizku og til dæmis sænsk stjórnvöld, og að þau hafi ekki heldur ástæðu til þess? Sveinbjörn: Kirkjan í Sviþjóð er miklu sterkari en kirkjan hér á landi. Árni: Ég skal nú ekki gera mér upp neinar sérstakar áhyggj- ur af kirkjunni og framtíðar- velferð hennar, það væri óheið- arlegt; en ég las dálitið áhuga- verðar kristnar hugleiðingar, að vísu mjög sérvizkulegar, þar Hólmfríður: Hún hefur kannski að einhverju leyti orðið meira stríðandi kirkja vegna and- stöðu. Það er hópur í henni sem þekkir sinn vitjunartíma að einhverju leyti. Sveinbjörn: Er ekki sænska kirkjan líka fjárhagslega sterk- ari en kirkjan hér? Séra Sigurður: Sænska kirkjan getur sagt skilið við ríkið án- þess að þurfa að biðja um pen- inga. Hún á sínar eignir, hef- ur ekki verið rúin einsog okkar kirkja, og getur haldið áfram að starfa af fullum krafti fyrir eigin reikning. SAM: Pengi nú ekki islenzka kirkjan sínar eignir aftur, ef til aðskilnaðar ríkis og kirkju kæmi? Dr. Björn: Já, ætli sé ekki ein- hver ótti fyrir hendi í því sam- bandi hér á landi ekki síður en í Svíþjóð? Ég gæti hugsað mér að ríkisvaldið hérlendis sé uggandi útaf því uppgjöri sem þá færi fram. sem höfundur kvað það vera sína reynslu og sjálfsagt margra annarra, að Guð væri ævinlega innan seilingar, en menn hefðu ýmsar aðferðir til að komast hjá því að heyra til hans. Hann sagði til dæmis, að alls ekki væri fjarstætt að halda því fram, að skipulögð kirkja, að maður tali nú ekki um ríkiskirkju, væri ein af þeim milligerðum sem menn settu upp milli sjálfra sín og raddar Guðs. Hann talaði bæði um, að rödd Guðs kafnaði í sálmasöng og þar frameftir götunum, og svo fjallaði hann einkum um það í einni hug- leiðingu, að sterk ríkiskirkja, sem væri flestum þegnum þjóðfélagsins sjálfsagður hlut- ur, yrði einskonar „bureaukra- tísering“ eða skriffinnskuvald- ur trúarbragðanna, þ. e. a. s. að kristin viðfangsefni yrðu sér- grein guðfræðinganna einna; og það leiddi til þess að mönn- um fyndist sjálfsagt að prest- urinn talaði um Krist, en held- ur óviðeigandi að aðrir gerðu það, og jafnvel óviðeigandi að prestar minntust á slík efni þegar þeir væru komnir í venjuleg jakkaföt. Gunnar: Samkvæmt lúthersk- um skilningi er það alls ekki presturinn einn sem sinnir boð- un orðsins, þó hann geri það að vísu með sérstökum hætti. Árni: Þetta er bara það sem gerist í þjóðfélaginu við rikj- andi aðstæður. Gunnar: Að lútherskum skiln- ingi er einnig til hið svonefnda almenna prestsembætti, þann- ig að sérhver kristinn maður er í rauninni prestur. Hérlend- is hefur þetta dálítið fallið í skuggann, og það er miður. Séra Sigurður: Ég held að það sé ófrjótt að tala um þessa hluti, vegna þess að þeir eru úreltir. Við erum að tala um kirkjuna sem þá, sem trúa á Krist, lútherska og kaþólska, Hvítasunnumenn eða hvað sem þeir eru. Það er sú kirkja sem skiptir máli nú, og hitt er bara að tala afturfyrir sig. Árni: En stofnanirnar eru til, og þessvegna er eðlilegt að þetta komi fram. Séra Sigurður: Þær eru varla til. Þær eru magnlausar sem stofnanir. Hólmfríður: Ég held að þetta eigi ekki við í íslenzkri sveit. Mér virðist fólk ekkert hrætt við að tala um Guð, og ekki bara við prestinn, heldur hvern sem vera skal. Og ég held meira að segja að það vilji gjarnan gera það. Dr. Björn: En verðum við ekki einnig að hafa í huga, að kirkj - an, hvað sem sagt verður um hana réttilega sem andlegan veruleika, þá er hún óneitan- lega í heiminum, einsog Gunn- ar sagði áðan, og hún hlýtur að taka á sig eitthvert form. Væntanlega eru brestir á því formi einsog öllum öðrum skipulagsháttum í mannlegu samfélagi, þannig að við verð- um að gera ráð fyrir því að kirkjan sem slik sé gölluð, þeg- ar við tölum um hana sem ver- aldlega stofnun og samfélag manna, og að hún þurfi sí- felldrar endurnýjunar við. Gunnar: Ég held að ótti við að kerfisbinda trúarbrögðin, eins- og kom fram áðan í sambandi við „bureaukratíseringu" kirkj - unnar, sé óeðlilegur og óæski- Er kirkjan tálmi þeim sem leita Guðs? 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.