Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 26
að koma fram á öðrum vett- vangi eða í öðru „umhverfi“ en því sem hér um ræðir. SAM: En er það raunverulega svo, að kirkjan hafi eitthvað svonalagað fram að færa? Ég held hún fengi aðgang að blöð- um og öðrum fjölmiðlum, ef henni lægi eitthvað verulega mikið á hjarta. Hefur hún mót- að einhverja afstöðu í félags- málum og þjóðmálum yfirleitt, og þá á ég alls ekki við flokka- pólitík? Séra Sigurður: Það er einn hlutur sem ykkur dylst, að ís- lenzka kirkjan er þetta og þetta mörg prestsembætti, sem eru við lýði. Kirkjan er í raun og veru ekki ein skipulagsheild í reyndinni, sem hafi eina skoð- un og eina rödd. En ef Árni Bergmann þekkti afskipti sóknarprestanna hvers á sín- um stað af þessum hlutum, þá hygg ég að hann fengi svolitið aðra hugmynd um þetta held- ur en þegar litið er á kirkjuna sem eina stóra heild. Árni: En það hefur enginn að- gang að neinum upplýsingum um neitt slíkt. Séra SigurSur: Aðgang? Jú, með því að kynnast okkar starfi. Árni: Ef kirkjan er þessir prestar hver á sínum stað og þeirra prestaköll um allt land, þá vita menn yfirleitt ekki neitt um kirkjuna nema í mesta lagi um sinn eigin prest, ekki satt? Séra Sigurður: Það sem vant- ar svo tilfinnanlega hér er ein almenn upplýsingamiðstöð um það sem verið er að gera í söfn- uðum landsins, þvi það er svo miklu meira en nokkur gerir sér í hugarlund. Ég hef lagt mig eftir að kynnast þessu síð- astliðin tuttugu ár, og það er svo mikið sem jafnan fer Séra Sigurður: Mikilvægasta starf kirkjunnar núna er það sem unnið er í fámenninu, því þar nær presturinn til að þjóna fólkinu. Þessvegna er það háskaleg stefna, sem fylgt hef- ur verið undanfarið, að taka prestana burt frá þeim fáu. Einsog einn maður sagði, ég held hann sé kommúnisti: „Þegar presturinn fer úr byggð- inni, þá er hún búin.“ framhjá mér af því sem prestar eru að gera hér og þar, að ég get ekki einusinni fylgzt með því, hvað þá þeir sem lítið sinna kirkjunnar málum. Hólmfríður: Þeir reyna vitan- lega hver á sínum stað að móta þá unglinga sem þeir hafa undir höndum og gera ótal margt fleira. SAM: En væri ekki hægt að k.oma á blaðafulltrúaembætti innan kirkjunnar, þó ekki væri annað? Séra Sigurður: Við höfum nú talað um það á prestastefnum. Séra Bernharður: Kirkjan fær ákveðna fjárupphæð til að launa sína starfsmenn, en þeir verða að starfa á ákveðnum landssvæðum, flestir útá landi. Nú eru til dæmis komin átta þúsund manns uppí Breiðholts- hverfi, svo dæmi sé tekið, og það hefur kostað mikil átök að fá starfsmann þangað, og er ekki séð fyrir endann á því ennþá. Hinsvegar á að vera prestur í Bakkafirði, segjum, þar sem eru um tvö hundruð sálir. SAM: Þær eru væntanlega jafnmikilvægar og fjölmennari hópar annarsstaðar. Séra Bernharður: Alveg rétt, þær eru jafnmikilvægar, en það vantar fjárveitingar til emb- ætta einsog blaðafulltrúa eða annarra nauðsynlegra starfa í þéttbýlinu. Hólmfríður: Það sem hlýtur að skipta meginmáli er að annast sálirnar, en ekki að mynda þjóðfélagslegar skoðanir. Hlut- verk kirkjunnar er að móta þá sem hún þjónar og láta þjóð- félagið sem slíkt lönd og leið, afþví hún er ekki áhrifaaðili í þjóðfélaginu. Árni: Þú komst svo að orði, að prestar væru teknir frá þeim fáu. Hver tekur þá? Séra Sigurður: Rikisvaldið leggur niður prestaköll. SAM: Það er nú kannski ekki síður ískyggilegt og ömurlegt, að til er álitlegur fjöldi guð- fræðinga, sem fremur kjósa að taka upp kennarastörf eða ein- hver ámóta verkefni í þéttbýl- inu en fara útá landsbyggðina og þjóna fólkinu þar. Það er engu líkara en litið sé á þetta fólk sem annars flokks mann- eskjur, einnig af guðfræðing- um. Hér er greinilega um að ræða tregðu hjá kirkjunnar þjónum. Sigurður Örn: Ég held nú samt að tregðan innan kirkjunnar sé minni en hjá flestum öðrum stéttum, til dæmis læknastétt- inni. SAM: Læknar eru ekki Guðs þjónar í sama skilningi og prestarnir. Hólmfríður: Prestar þurfa líka að lifa. Þeir þjóna ekki Guði lengur en þeir lifa. SAM: Áttu við að prestar í dreifbýli lifi við sultarkjör? Séra Sigurður: Ungir prestar geta ekki lagt útí lífið við þau kjör sem þeim er boðið uppá í dreifbýlinu. Þetta hefur versn- að stórlega stanzlaust alla mína 38 ára prestskapartíð. Sveinbjörn: Það var talað um það áðan að kirkjan ætti að vera fleinn í holdi samfélags- ins og samtímans. Þá hlýtur hún einnig að vera fleinn í holdi þeirra sem í kirkjuna koma, þannig að þeir sem sækja guðsþjónustuna hljóta um leið að vera hvattir til að berjast gegn óréttlætinu. Hlut- verk guðsþjónustunnar er líka það að vekja manninn til vit- undar um mannfélagið og bresti þess o% hvetja hann til jákvæðra aðgerða. Hólmfríður: Hlutverk guðs- þjónustunnar er náttúrlega að Séra Siguröur Pálsson, vígslubiskup. hjálpa þeim, sem koma í kirkju, til að lifa sem kristnir menn þegar þeir koma útúr henni. Sigurður Örn: Það er alveg rétt. Og það er byltingin sem á sér stað innan kirkjunnar. Bylting kirkjunnar byrjar þannig, að hún mótar manninn, en hún byrjar ekki á því að gera áætl- un, sem allir menn eigi að mót- ast af. Árni: í sambandi við spurning- una um að breyta heiminum: Er það hlutverk kirkjunnar að taka frá mönnum freistingar? Ég á við það, að sé hlutverk kirkjunnar að vinna gegn því sem kalla mætti þensluna í sjálfinu og hverskonar sjálfs- hyggju, þarmeð talin auðsöfn- un í heimi þar sem meirihluti mannkyns býr við sáran skort, kemur þá einkaeignarrétturinn kirkjunni ekki við? Dr. Björn: Hann kemur henni mjög mikið við og hefur verið stöðugt vandamál í kristilegri siðfræði. Árni: Hver á að vera rammi hans? Hann er forsenda mikils af því óréttlæti sem til er í heiminum, og einkanlega öm- urlegasta óréttlætisins. Hólmfríður: Þetta er hlutur sem ég er ekki viss um, að við séum öll sammála um, þ. e. a. s. að hve miklu leyti kirkjunni beri að setja reglur fyrir aðra einstaklinga en þá sem í raun- inni lifa lífi kirkjunnar. Sigurður Örn: Það er rétt, þetta er vandamál. Dr. Björn: Ég held, að kirkjan hljóti að horfa lengra, vegna þess að hún ber fyrir brjósti Kirkjan og strjálbýiið 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.