Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 28
SAM: Þú átt við að það megi ekki svipta hann einkaeignar- réttinum? Heill heildarinnar má með öðrum orðum ekki ganga fyrir heill einstaklings- ins? Sigurður Örn: Heill heildarinn- ar og einstaklingsins er háð því, að hver um sig taki þessa afstöðu. SAM: En vissulega gæti þetta tvennt rekizt á og gerir raunar tvímælalaust í mörgum til- vikum. Sigurður Örn: Það rekst mjög oft á, það er rétt. SAM: Þá á heill einstaklings- ins að ganga fyrir heill heild- arinnar? Sigurður Örn: Alls ekki. Séra Sigurður: En þegar heill heildarinnar krefst einhvers, þá verður það að vera með vissri tillitssemi við einstakl- inginn. Það má ekki láta einsog hann sé ekki til. En heildin hlýtur náttúrlega líka að hafa sinn rétt. Við skulum hugsa okkur til dæmis auðsöfnun einsog hún hefur gerzt i okkar. þjóðfélögum og gerist enn í öllum þjóðfélögum, líka þeim kommúnísku, að vissir menn fá sérstaka aðstöðu vegna þess að þjóðfélagið hefur veitt þeim þetta svigrúm, og þá er rétt- mætt að þeir beri lika sinn part af byrðum þjóðfélagsins öðrum til heilla. Sigurður Örn: Það er einmitt þetta sem um er að ræða. En það er lika um annað að ræða, sem ég vil skýra með dæmi. Þegar mikil vá er fyrir dyrum einhversstaðar, einsog til dæm- is núna í Austur-Pakistan, þá gerist það að ríkisstjórn í ein- hverju landi gefur stóra upp- hæð til hjálpar þessu fólki. Þarmeð er rikisstjórnin búin að friðþægja fyrir alla þegn- ana. Þeir fá upplýsingar um að stjórnin hafi gefið þetta eða þetta háa upphæð, og þarmeð eru þeir kvittir og þurfa ekki að gefa meira. Það má segja að þetta sé tekið af skattpen- ingum þegnanna, en þetta er ákvörðun fyrir alla heildina. Hitt finnst mér æskilegra, að hver einstaklingur leggi fram af sínum diski, taki persónu- lega þátt i hjálparviðleitninni. Þetta er mikið atriði. Kristið siðgæði SAM: Eigum við þá að snúa okkur að hinu svonefnda kristna siðgæði? Er það í raun- inni nokkuð annað en manna- setningar? Dr. Björn: Það er i raun og veru ekki hægt að tala um kristilegt siðgæði nema að því leyti sem verk og athafnir eru ávöxtur trúar, þ. e. a. s. að á bak við tiltekinn verknað sé kristilegt hugarfar, sem við svo dæmum góðan eða illan, rétt- an eða rangan. Hinsvegar er algengt að talað sé um kristi- legt siðgæði og einnig að því sé haldið fram, að mannkynið þarfnist siðgæðishugmynda kristindómsins, en geti vel ver- ið án kreddusetninga hans. Þetta er að mínu viti misskiln- ingur á eðli kristilegs siðgæðis, vegna þess að kristin trú legg- ur áherzlu á að verknaður verði góður af því að hann er sprottinn af góðum hvötum. Ef einkenna ætti kristilegt sið- gæði með einu orði, þá er það þakklætiff, þ. e. a. s. sú athöfn eða verknaður sem sprettur upp eðlilega í samskiptum við náungann í þakklæti við það góða sem ég hef orðið aðnjót- andi í trúnni, eða með öðrum orðum í því að Guð elskar mig, en það verður aftur farvegur minna athafna gagnvart ná- unganum. Ég held að tímabært væri að ræða um siðgæðishug- myndir og kristilegt siðgæði með tilliti til þess, hvort það sé mjög á undanhaldi. Gunnar: Það er oft talað um, að við verðum vitni að ein- hverjum mestu siðspillingar- timum sem yfir mannkyn hafi gengið, og þá er jafnframt tal- að um dvínandi ítök kirkjunn- ar í lifi manna og miklu meiri óhlýðni við siðakröfur kristin- dómsins en áður hafi verið. Oft er kaþólska kirkjan samt undanskilin í þessu sambandi og talað um, að hún hafi enn sem fyrr töluvert vald yfir hugum manna. Mér dettur í hug umburðarbréf Páls páfa sjötta um getnaðarvarnapill- una. Einhver kaþólsk kona varpaði að vísu fram þeirri spurningu, hvaða erindi páfinn ætti inní svefnherbergi til hennar, en lykilorðið í þessu öllu er að mínu viti sú upplausn sem orðið hefur og stafar af örari framvindu þjóðfélags- háttanna þessa síðustu áratugi. Sem dæmi um þessa upplausn má taka heimilið. SAM: Þú notar orðið „upp- lausn“ og veizt náttúrlega að það hefur ákveðinn neikvæð- an blæ í hugum manna. Áttu við að þróunin sem þú nefnir sé óeðlileg eða óæskileg? Gunnar: Já, að því leyti sem hún er undirrót þess, að erfið- ara er að hafa hönd í bagga með siðferðinu. Kirkjan á erf- iðara með að beita áhrifum sínum á siðferðissviðinu. Litum bara á heimilið, sem áður gegndi miklu þýðingarmeira hlutverki i lífi manna, ekki að- eins trúarlegu, heldur einnig efnahagslegu, menntandi og afþreyjandi hlutverki. Þó til- minnstakosti sumar hverjar, að þær eigi að fá að velja og hafna fyrir sig. Þær beygja sig ekki undir neitt kristið vald. SAM: Erum við ekki hér komin í hægrivilluna hans séra Sig- urðar? t Hólmfríffur: Ég veit ekki hvort það er hægrivilla. SAM: Jú, þetta að vilja halda í það gamla. Séra Sigurffur: í sambandi við upplausnina, sem réttilega var bent á, hefur það gerzt, að hefðir, sem eru ákaflega góð- ur stuðningur og þægileg hjálp- armeðul, hafa misst gildi sitt. Að því leyti verður upplausn. En það er alls ekki tímabært að segja, hvort um er að ræða upplausn í heilbrigði mann- lífsins. Það er ekki víst að svo Siguröur A. Magnússon og Árni Bergmann. finningalegt hlutverk heimilis- ins hafi aukizt að sama skapi sem hin hlutverkin hafa rýrn- að, þá er heildarútkoma fram- vindunnar upplausn eða firr- ing. Hólmfríffur: Stafar þetta ekki líka af því, að allt uppeldi hér á Vesturlöndum miðar að því að gera fólk frjálst og sjálf- stætt, andvígt boðum og bönn- um að ofan og kröfuhart um rök fyrir öllum sköpuðum hlut- um? Það er ekki alltaf auðvelt að gera fólki skiljanlegt, af- hverju einn hlutur er æskileg- ur og annar ekki. Það er til dæmis afskaplega erfitt fyrir mig að skýra fyrir stúlkunum á skólanum, afhverju þær megi ekki fara og sofa hjá hvaða strák sem er. Það þýðir ekkert að segja þeim, að þær eigi ekki að gera það. Þær virðast ekki læra af reynslu annarra. Þær eru aldar upp þannig, að sé. En það er algjör upplausn á þessum hefðum sem við höf- um vanizt við. Hólmfríffur: Má ég koma aftur inná kröfur kristins siðgæðis? SAM: Þú talar um kröfur krist- ins siðgæðis, en dr. Björn sagði, að kristin trú gerði ekki neinar beinar siðgæðiskröfur, heldur væri siðferði manna ávöxtur trúar og þakklætis. Hólmfríffur: Þetta dæmi senr ég tók byggir nú einusinni á boðorðunum tíu, og ég held við verðum að líta svo á, að það sé kærleikur Guðs til mann- anna og umhyggja hans fyrir velferð þeirra sem sé undirrót þeirra; Guð hafi með öðrum orðum sett boðorðin til að hjálpa mönnum að lifa. Dr. Björn: Ég held það hafi verið Lúther sem sagði, að við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.