Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 32
Gunnar: Ég held það beri að fordæma fóstureyðingar í öll- um tilvikum nema einu: þegar hægt er að bjarga lifi móður með þvi að eyða fóstri. Það var talað um það áðan, að heilar fjölskyldur hefðu verið lagðar í rúst vegna aumingja sem ekki var hægt að koma á hæli, en við megum líka minnast þess, að oft er lögð sú líkn með þraut, að foreldrar hljóta dýr- mæta reynslu af þessum sökum. Til dæmis kom kona fram í sjónvarpi í fyrra og þakkaði Guði fyrir þá reynslu sem hún hefði orðið aðnjótandi. Hitt er sjálfgefið, að enginn óskar eftir að eignast vanheilt barn. Hólmfríður: Hvað á til dæmis að gera við menn sem verða örkumla af slysum? Gunnar: Ef leyfilegt er að myrða í móðurkviði væntanleg- an gest í þennan heim, vegna þess að hugsanlegt er að hann verði vanheill, þá má alveg eins hugsa sér að biða með það, sjá hvort svo verður og myrða hann þá, og í framhaldi af þessu dettur mér í hug, að ef við erum byrjaðir á þvi, fáráðir menn, að dæma um það hver eigi rétt til lífsins, þá er alveg eins hægt að hugsa sér, að haldin væru um það stór þing á haustin í sjúkrahúsunum, hvaða sjúklinga eigi að setja á vetur. SAM: Nú hefur kirkjan bæði leynt og Ijóst stutt ríkisstjórnir í styrjöldum og þannig lagt blessun sína á manndráp og fjöldamorð. Hólmfríður: Þegar við tölum á þennan hátt um fóstureyðing- ar, þá megum við ekki gleyma kristinni skyldu okkar gagn- vart þessum einstaklingum sem fæðast í heiminn, hvort sem þeir verða að þola það að móð- irin treysti sér ekki til að sjá þeim farborða eða þeir eru fæddir öðruvísi en fólk flest. Þegar kirkjan fer að mótmæla fóstureyðingum, einsog hún ætti að gera, þá verður hún lika að benda á þá kristilegu skyldu þjóðfélagsins að reyna að gera eitthvað til úrbóta. Gunnar: Hver mundi til dæmis, svo ég víki að því sem ég sagði áðan, neita þeirri blessun sem hlauzt af daufdumbum litlum krakka, sem seinna bar nafnið Helen Keller? Við getum ekki svo auðveldlega setzt i dóm- arasætið. Séra Bernharður: Þú talaðir um, Sigurður, að oft væri líf heilla fjölskyldna lagt í rúst. En hvað eigum við þá að gera við alla ofdrykkjumennina, sem leggja líf sinna fjölskyldna meira og minna í rúst? Ætti þá ekki samkvæmt þessari reglu að eyða þeim líka? Það er talað um fjögur þúsund ofdrykkju- menn hér í Reykjavík. Séra Sigurður: Já, og allskonar vandræðamenn. SAM: Mér finnst satt að segja ekki á þau vandamál bætandi. Séra Bernharður: Það eru ekki einusinni til hæli fyrir alla þessa menn, en þau eru til fyrir fávita. SAM: Fyrir nokkrum árum var það svo, að örvitar urðu að bíða allt að fimmtán árum til að komast á hæli. Dr. Björn: Slíkar tölur eru ekki alveg áreiðanlegar, og ástandið hefur batnað á síðustu árum, þó það sé enganveginn gott. En ég vildi annars segja, að ég get ekki fellt mig við þennan dóm um morð, þegar gripið er til fóstureyðingar, annaðhvort vegna þess að fyrirsjáanlegt er eftir þvi sem við vitum bezt, að heilsu móðurinnar og jafnvel lifi sé stefnt í voða, eða um það mikla andlega eða líkamlega fötlun verði að ræða, að það verði þrautatilvera, ekki aðeins fyrir fjölskylduna, heldur líka einstaklinginn sem í hlut á. Séra Sigurður: En læknavís- indin verða að vita meira en þau vita nú, áður en þau taka slikar ákvarðanir. Við höfum engan sem getur úrskurðað það, hver fæðist heilbrigður og hver ekki. Dr. Björn: Nei, en þá vil ég segja það, að það er foreldr- anna að gera það upp við sig og eiga það undir sinni sam- vizku gagnvart Guði, hvort þau taka þessa ákvörðun. En ég vil að það sé i lögum, að þau megi taka þessa ákvörðun. Hólmfríður: Hér komum við aftur að því sama, að við get- um ekki sett annað fólk undir kristið siðgæði, nema það und- irgangist það sjálfviljugt og geri það upp við sinn Guð, hvað sé rétt og rangt. Dr. Björn: Mér finnst vera tals- verður eðlismunur á því, þegar þessar forsendur eru fyrir hendi, sem ég nefndi áðan, og svo aftur þegar um er að ræða konur sem ekki verður annað um vitað en að þær muni fæða heilbrigða einstaklinga og ekki hafa neitt verra af sjálfar. Það mætti gjarna koma inní þessa umræðu, að hér á landi eru ætíð margir tugir mjög góðra foreldra sem af ýmsum ástæð- um geta ekki eignazt börn, en eiga þá ósk heitasta að fá að eignast kjörbörn. Ég er ekki hræddur um, að það sé vand- kvæðum bundið að finna gott fóstur fyrir börn, sem fæðast i heiminn ánþess að mæðurnar hafi óskað eftir þeim og vilji þarafleiðandi ekki um þau hugsa. Það er ekki vandamál hér á landi. Séra Sigurður: Kaþólski bisk- upinn hér sagði við mig í fyrra, að óskandi væri, að það væri alstaðar einsog hér á íslandi með þetta, að hér væru í raun- inni öll börn skilgetin vegna þess að ekki væri til neitt vandamál fyrir barn, sem fæddist óskilgetið. Það er séð fyrir því, og það líður ekkert fyrir það, nema náttúrlega að SAM: Við höfum nú verið að tala um tilvik, þar sem horfa má framá alvarlegar afleið- ingar barnsfæðingar, likamlegt eða andlegt böl. En við skulum þá snúa okkur að þvi sem séra Sigurður vék að núna, fólks- fæð íslendinga annarsvegar og vönun eða getnaðarvörnum hinsvegar. Hefur kirkjan ein- hverja skoðun á þeim málum? Þegar kona hefur til dæmis átt fimm eða sex börn og fer framá að vera tekin úr sam- bandi, teljið þið nokkuð mæla gegn því? Séra Sigurður: Ég tel það rangt, vegna þess að þó að kon- unni finnist þetta á einhverju augnabliki, þá getur það orðið henni ævikvöl bara eftir fáa daga. SAM: Semsagt, konan má ekki ráða þessu sjálf, heldur verða aðrir að ráða fyrir hana, til dæmis einhver nefnd útí bæ? Séra Sigurður: Hún má ekki ráða því sjálf með skyndi- ákvörðun. Auðvitað á hún að ráða því, en það á að ráða henni frá því. Sveinbjörn: Ég held það hljóti að vera ákvörðun konunnar sem hér eigi að vera þyngst. En að sjálfsögðu er nauðsynlegt að benda henni á hugsanlegar af- leiðingar. það missir af sambúð við for- eldrana. Það á alla sina fram- tiðarmöguleika einsog önnur börn, en suður i löndum er það svoleiðis, að óskilgetið barn á í raun og veru afskaplega litla framtíðarmöguleika. SAM: Jafnvel á öðrum Norður- löndum eiga slík börn lika erfitt uppdráttar. Sveinbjörn: Þetta mun vera al- veg einstakt á íslandi. Séra Sigurður: Þessvegna held ég það sé alveg ástæðulaust fyrir okkur að vera að auka á þennan möguleika til fóstur- eyðinga og reyna að réttlæta hann, því þetta er ekki vanda- mál. Það getur verið vorkunn- armál hjá sumum þjóðum sem ráða ekki við að leysa vandann, en við ráðum mjög vel við það. Og eina fátæktin sem amar ís- lendingum er fólksfæð. Séra Sigurður: Þetta er spurn- ing sem prestar þekkja dálítið inná, vegna þess að þeir hafa kynnzt því fólki sem lendir i þessum vandamálum. Þau eru hryllileg. SAM: Hér talið þið einungis með hliðsjón af íslenzkum að- stæðum, býst ég við? En ef við lítum á heiminn í heild, hlýtur annað að verða uppá teningn- um, eða hvað? Séra Sigurður: Við ráðum ekk- ert við að bjarga honum hvort sem er. Við verðum að hugsa um okkar eigið þjóðfélag. Dr. Björn: Þegar talað er um vönun, þá kemur það líka inná spurninguna um óeðlilegar að- stæður hjá fólki. Það var minnzt á fimm eða sex börn. Ég hef í huga geðsjúklinga eða vanvita og örvita. Þar er þetta raunhæf spurning. Séra Bernharður: Ég hef heyrt um hjón, sem áttu orðið ellefu börn og öll meira eða minna vangefin. Hreppsnefndin fór fram á það að heimilisfaðirinn yrði vanaður, en þá var það landlæknir sem neitaði og svaraði því til, að þetta skap- aði bara skemmtilega tilbreytni i tilveruna. SAM: Það má nú kannski lika horfa á þetta mál frá kærleiks- Vönun og getnaðarvarnir 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.