Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 37
um að koma á skemmtistaði, þegar svo ber undir. Dr. Björn: Hefur ekki skort ákaflega mikið á það í krist- inni lífsskoðun, að minnsta- kosti i reynd, að menn hafi opin augu fyrir gildi leiksins, fantasíunnar og slíkra hluta? Þá komum við aftur að hippa- hreyfingunni. Hólmfríður: Mér finnst það einkenna margt ungt fólk, að það vantar fantasíuna og lífs- gleðina. Séra Sigurður: Ég held það hafi verið yfirbótarreglur mið- alda sem afmynduðu þessa hluti, og lútherskan tók það alveg upp, því hún er nú bara miðaldamunkaviðhorf. Gunnar: Ég fór til Bretlands með unglingahóp í sumar, og þegar þangað kom voru Bret- arnir með tilbúna dagskrá handa okkur, heimsóknir á merka sögustaði, skoðun kirkna og annað slíkt. Heimsóknin var semsé á kristilegum grundvelli. Þetta voru unglingar á aldrin- um 14 til 18 ára, og það var greinilegt að þeir höfðu hverf- andi lítinn áhuga á þessum hlutum, en mjög mikinn áhuga á diskótekum. Ég sagði nú við prestinn, sem tók á móti okkur, að ég ætti eftir að sjá brezku unglingana, sem koma hingað næsta sumar, hafa lifandi á- huga á Árbæjarsafni, Þjóð- minjasafninu. Ég held það sé ákaflega eðlilegur hlutur að hafa gaman af þvi sem er skemmtilegt. Hólmfríður: En það felur ekki í sér að taka orðalaust við öllu sem boðið er uppá. Það verður að velja og hafna. SAM: Það á við um alla hluti. En ég held menn séu yfir- leitt alltof bundnir af fortíð- inni. Einn af hinum æsilegu ungu guðfræðingum samtím- ans, Þjóðverjinn Jurgen Molt- mann, segir í bók sinni, „Guð- fræði vonarinnar": „Það er aðeins eitt raunverulegt vanda- mál í kristinni guðfræði: vandamál framtíðarinnar.“ Það er sú rétta vinstristefna sem hafnar hægrivillu fortíð- arbindingarinnar. Sigurður Örn: Við höfum ekki áhrif á framtíðina nema i nú- tíðinni. SAM: Við höfum hana í hendi okkar að minnstakosti að hálfu leyti. Framtiðin á beinlínis rætur sinar i nútiðinni og sprettur uppaf því sem við erum að gera hér og nú. Séra Sigurður: Við erum byrj- unin á framtíðinni. Sigurður Örn: Það eina sem við getum gert er að hugsa um samtímann, en ekki um fram- tíðina. Það getur vel verið að framtíðin hafni öllu sem við höfum gert, og raunar lang- líklegast að hún geri það. Ég held það þýði ekki að leggja meðvitað grundvöll að framtíð- inni. Við eigum bara að lifa lífinu í samtímanum, og svo tekur framtíðin við því sem við afhendum áfram og byggir á því eða hafnar því. Séra Sigurður: En ef við lifum á morgun, þá er það afþví við eigum framtíðina í dag. Dr. Björn: Enda er þetta mjög djúpstætt i kristinni trú; upp- risusjónarmiðið er einmitt það að sjá heiminn i nýju ljósi og í ljósi nýrra lífsmöguleika. Það er semsé ákveðið markmið sem stefnt er að. Kristin trú legg- ur einmitt áherzlu á líf undir þessu formerki vonarinnar, sem Moltmann talar um, og vissu- lega á þetta erindi til heimsins einsog hann er á þessari stundu. Mér finnst ákaflega mikilvægt að geta boðað, að heimurinn eigi sér von. Ég held við verðum að hyggja mjög vandlega að framtíðinni vegna þess að breytingarnar gerast orðið svo ört, og þær ákvarð- anir sem eru teknar i dag í ýmsum ráðum og skipulags- stjórnum eru mjög mótandi fyrir líf okkar barna. Sigurður Örn: Mér finnst það ekki vera meginvandamálið. Aðalvandinn er að lifa núna. Von kristninnar er aðeins ein, hún er Kristur fyrir hvern ein- stakan kristinn mann og fyrir alla kristna menn, og við höf- um ekki framtíðina á okkar valdi nema að takmörkuðu leyti. Það er mjög hæpið að gera einhverjar langdrægar framtíðaráætlanir og ætla að fara að byggja fyrir aðrar kyn- slóðir. Þær kynslóðir, sem eftir okkur koma, munu langtrúleg- ast rífa niður okkar hús, eins- og við höfum rifið niður hús kynslóðanna á undan okkur. SAM: Kirkjan stendur and- spænis því áþreifanlega vanda- máli núna, að hún verður að finna leiðir til að ná til þess fólks sem nú er að vaxa úr grasi. Hún verður að gera áætl- un um hvernig það megi tak- ast. Sigurður Örn: Vissulega, en það tel ég vera vandamál sam- tímans, en ekki framtíðarinnar. Gunnar: Sannleikurinn er sá, að við eigum oft fullt í fangi með samtíðina, og þess eru dæmi í kirkjusögunni að kirkj- an hafi gert sér rangar hug- myndir um framtíðina og dreg- ið stytzta stráið. Séra Sigurður: Ég held að fyrsta stigið í sambandi við framtíðina sé það að vera sjálf- ur ekki of háður þeim hefðum, sem eru tímabundnar og mað- ur er sjálfur alinn upp við, og hafa vakandi auga á því hvað er að gerast; með öðrum orð- um, vera með í samtíðinni og samferða samtíðinni inní framtíðina sem við fáum ekki að lifa. Martin Schongauer: Pílatus leiðir Krist frarn fyrir lýðinn. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.