Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 38
Tungutak kirkjunnar Messuformið og nýjar leiðir SAM: En er ekki eitthvað at- hugavert við tungutak kirkj- unnar í samtímanum eða þær aðferðir sem hún notar til að koma boðskap sínum á fram- færi? Gunnar: Kunningi minn einn sagði mér, að hann hefði horft á helgistund í sjónvarpinu um daginn og einsett sér að taka eftir því sem presturinn segði og reyna að meðtaka það, en honum var það ekki nokkur lif- andi leið. Ég held ekki að hér sé um að ræða ofnotkun orða. Ég tel ekki ástæðu til að nota önnur orð en notuð hafa verið um grundvallarsannindi krist- innar trúar. Séra Sigurður: Það er ekkert hægara að kenna fólki ný orð heldur en að kenna því að skilja þau gömlu. Gunnar: Ég held að sæmilega skyni borinn maður fari ekki varhluta af því, hvað orð eins- og til dæmis kærleikur, náð, miskunn, langlyndi merkir. Séra Sigurður: Náð er svo yfir- mannlegt hugtak, að náttúr- lega þarf að skýra það. Það þarf að skýra öll hugtök fyrir ungu fólki. Gunnar: Víst þarf að skýra þau í prédikuninni, en fyrst og fremst þarf að fella orðin inní samhengi þar sem þau verði skilj anleg. SAM: Við getum kannski tekið dæmi úr bókmenntunum. Eitt meginvandamál skálda er það, að málið fyrnist, verður tamt og týnir ferskleikanum, hættir að vera lifandi og eggjandi. Þessvegna er ævinlega verið að gera nýjar tilraunir og bylting- ar í skáldskapnum í því skyni að endurhæfa og endurlífga tunguna. Er ekki kirkjan í ná- kvæmlega sama vanda og skáldin? Gunnar: Lestu píslarsögu séra Jóns Magnússonar. Það er fullkomlega skiljanleg bók í nútímanum. SAM: Þar er túlkuð persónu- leg reynsla á mjög ferskan og persónulegan hátt. Jón Vídalín átti lika tungutak sem við kunnum að meta og skilja. Árni: Tungutak verður nú ekki greint frá hugsuninni. Ef menn Salvador Dali: Krossfestingin. hafa ekkert nýtt að segja, þá skiptir engu máli hvort þeir nota unglingamál eða eldra orðfæri. Ég sá einmitt i bóka- búð i dag bók þar sem einhver „sniðugur" náungi tekur sér fyr- ir hendur að umorða ritningar- greinar á amerískt dægurmál. „Hugsaðu ekki um þessa dela þó þeir kalli þig kjúkling" og eitthvað í þá áttina. SAM: Það var ekki beinlínis þetta sem ég átti við, heldur til dæmis það sem þessir ungu og eggjandi guðfræðingar í Bandaríkjunum og Þýzkalandi eru að fást við. Þeir eru að orða forn og sígild sannindi á ferskan hátt, tengja þau sam- tímanum og viðfangsefnum hans. Þetta gerðu líka eldri guðfræðingur einsog Barth, Bultmann, Niebuhr, Tillich. Séra Sigurður: Þetta gera allir prédikarar. SAM: Þar finnst mér þvi miður vanta mikið á. Séra Sigurður: Ef þeir hafa eitthvað að segja, þá gera þeir það alltaf. Gunnar: En kasta þeir fyrir borð hugtökunum og orðunum sjálfum? SAM: Það er ekki urn það að ræða, heldur að fylla þau nýju lifi, endurnýja þau. Hólmfríður: Það er ekki von, að börn sem ekki vita hvað kollótt kind er viti hvað blessun þýðir. SAM: Við hvern er þar að sak- ast? Hólmfríður: Það stafar bara af vissu félagslegu uppeldi. SAM: Önnur spurning er hvort sjálft messuformið með hálf- tíma prédikun og öllu tilheyr- andi sé heppilegt á tímum einsog þessum, þegar fjölmiðl- ar keppa um athygli fólks og yfir það er ausið syndaflóði af blöðum og bókum og allskyns upplýsingum? Séra Sigurður: Það prédikar enginn lengur en i tuttugu mínútur núorðið. Séra Bernharður: Samfélagið er orðið gerbreytt, og menn fella sig ekki lengur við að ein- hver maður standi þarna uppi og tali niður til safnaðarins. Hólmfríður: Það er að minnsta- kosti fjórðungur af samtíma- mönnum okkar sem þarf á þessu að halda. Við megum ekki gleyma því fólki. Ég á við eldri hluta þjóðarinnar. Séra Bernharður: Það kann að vera, en hinsvegar er tvímæla- laust skortur á „samtali“ milli prédikarans og hlustandans. Ástæða þess að prédikarinn notar þessi orð, sem fáir skilja, er sú að hann heyrir ekki „ha- ið“ frá þeim sem hlusta. Mér er mjög til efs að þetta sé rétt form hjá okkur. Væri ekki vænlegt til árangurs að hafa til dæmis hringborðsumræðu einsog þessa eða minni um- ræðuhópa um trúarleg efni? Séra Sigurður: Það er nú gert líka. SAM: Þetta er sérstaklega á- takanlegt í sjónvarpi. Þar er látinn ónotaður miðill sem er alls ekki fyrst og fremst ætl- aður hinu talaða orði. Séra Bernharður: Nú skal ég segja ykkur sögu: Sjónvarpið er nýr miðill og enginn okkar kann þar almennilega til verka. Prestunum er bara sagt að koma og lesa inn fimmtán mín- útna hugleiðingu. Við höfum farið framá námskeið, ein- hverja kennslu um hvernig eigi að beita þessum nýja fjöl- miðli, en ekkert orðið úr. Sjón- varpið kallar að sjálfsögðu inn menn eftir eigin geðþótta, og það hefur yfirleitt ekki getað orðið við ábendingum sem kirkjan hefur lagt fram. Séra Sigurður: Ég vildi fá helgistund í sjónvarpi með tveimur guðleysingjum eða mönnum sem kalla sig guðleys- ingja. Það yrði gaman. Og ég vildi gera það að helgistund. Séra Bernharður: Sjónvarpið er ekki miðill fyrir tilbeiðslu. Það er alltaf hægt að hlaupa burt eða slökkva eða gera eitt- hvað annað á meðan. Gunnar: Samt var það svo, þegar breytt var um form „Helgistundar“ á sínum tíma og lögð niður bein prédikun, en í stað þess var tveimur mönn- um fenginn þessi tími til um- ráða og þeir notuðu hann til að flytja inní stofu til fólks ýmis samfélagsleg vandamál, ræddu við ofdrykkjumenn, fyrr- verandi fanga og svo fram- vegis, þá saknaði meginþorri landsmanna hugleiðingarinnar og bænarinnar. Þetta er stað- reynd. Svo ég held að sjón- varpið sé ekki síður fallið til tilbeiðslu en annars. Séra Sigurður: Afhverju á að fleygja því sem talar til fólks- ins? Séra Bernharður: Ætli það sé meginþorri landsmanna sem lætur frá sér heyra? Gunnar: Ég hef engar tölur um það. En þetta var það sem ég heyrði utanað mér. Sveinbjörn: Er það ekki fólkið sem sízt þurfti á þessu að halda, sem kvartaði? Hólmfríður: Það er orðin svo mikil skipting á fólkinu í land- inu, ekki bara eftir því hvar það býr, heldur lika eftir því af hverju það hefur mótazt, að ég veit ekki hvað skal segja um þetta. Ég rek mig á það stundum þegar ég tala við mína nemendur um hluti, sem þeir hafa ekki hugsað útí, að þeir eru þeim alls ekkert vanda- mál, þó sömu hlutir séu mikið vandamál útí heimi og í Reykj avík. Sveinbjörn: En það hlýtur að vera forkastanlegt að nota tæki, sem er fyrst og fremst myndrænt, til þess eins að tala i það. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.