Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 39
Kristján Pétur Guönason: Jól (verðlaunamynd). Séra Bernharður: En íslenzka sjónvarpið hefur sínar skoðan- ir á þessu. Sé prestur beðinn að koma fram í „Helgistund“, sem tekur stundarfjórðung, eru honum skammtaðar þrjátiu mínútur til upptökunnar. Við höfum lært í guðfræðideild að semja prédikanir; það er það eina sem við kunnum, og því fer sem fer í sjónvarpi. Séra Sigurður: Það getur ekki hafa verið kennt til hlítar. Séra Bernharður: Ég kom til írlands, sem þykir svona held- ur gamaldags og afturúr á mörgum sviðum, en þar er ekki svo aumur prestaskóli, að þar sé ekki útvarpsstúdíó og jafn- vel sjónvarpsstúdíó. Dr. Björn: Þið hafið talað hér um boðun orðsins, og það hef- ur verið vikið að því hvort þörf sé á öðru og ferskara tungutaki, sem mér finnst sennilegt, en við megum þá ekki heldur gleyma því, að boðun orðsins er meira heldur en hið talaða eða skrifaða orð. Boðun orðsins er þjónusta kirkjunnar í heim- inum, þannig að nýjar leiðir til að gera orðið heyranlegt eru alls ekki endilega bundnar við breytingar á prédikunarmáta eða nýju tungutaki. Ég held einmitt að nú sé tími til að boða meira með verkum en orðum. Séra Sigurður: Nútímakristnin líður fyrir það, að gleymzt hef- ur þetta gamla að tala um holdtekjuna sem raunveruleik- ann í þessu öllu saman. Hólmfríður: Það má boða orðið annarsstaðar en í prédikunar- stól. Ég held að jafnvel hljóti að verða miklu meira um það í framtíðinni. Sigurður Örn: Boðunin er ekki endilega prédikun, en hún þarf að vera líka. Ég er ekki að draga í efa, að það þurfi endur- nýjun í boðun orðsins i merk- ingunni prédikun, en hinsvegar er ég ekki viss um, að hún sé jafnaðkallandi hér á landi og víða annarsstaðar. Hér tala all- ir nokkurnveginn sama tungu- mál, og almenningur skilur, held ég, velflest þessi orð sem notuð eru. Ég held það séu ákaflega fá orð af prédikunar- stóli, sem séu óskiljanleg manni með fullnaðarpróf. Séra Bernharður: En þau vekja ekki enduróm. Dr. Björn: Haldið þið að það séu margir sem skilja hugtök einsog réttlætingu, friðþæg- ingu? Sigurður Örn: Til þess er ferm- ingarundirbúningurinn, að menn læri að skilja þau. Hólmfríður: Það er fyrst og fremst ve.kefni hvers prests að þekkja sinn söfnuð og reyna að prédika einsog hann telur að sé skiljanlegt söfnuðinum. Séra Sigurður: Það er ógjörn- ingur í Reykjavík. Sveinbjörn: Er það raunveru- lega svo, að við séum að fjalla um þær spurningar og þau vandamál sem fólkið í landinu er að spyrja? Það vantar, held ég, þetta samband, að prestur- inn finni og fái að vita, hvað fyrir fólkinu vakir og veltist. Kirkjusókn SAM: Ég er með fróðlegar töl- ur frá Finnlandi, þar sem menn eru nú víst betur kristnir en hér á landi eða að minnsta- kosti kirkjuræknari. Þar eru 92% þjóðarinnar í þjóðkirkj- unni. 3—5% sækja kirkju á sunnudögum. 40% hlusta á út- varpsmessur. 17% horfa á sjón- varpsmessur og 23% fylgjast með sjónvarpsþætti sem heitir „Fyrir helgina" og er sýndur á laugardagskvöldum. Séra Bernharður: Þessi 3—5% sem sækja kirkju á sunnudög- um er kannski dálítið villandi tala. Það var nýlega gerð könn- un i Ruhr-héraði á því, hvað væri helzta tómstundastarf fólks, og þá kom í ljós að kiikjuganga i einhverri mynd var í þriðja eða fjórða sæti. Hér er alltaf verið að tala um þessar tómu kirkjur, en það eru ekki fáar þúsundir sem koma í hverri viku til allskonar at- hafna í kirkjum landsins. Og við skulum bara hugsa um það, hve margir koma þó til messu klukkan ellefu. Þýddi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa samkomu klukkan ellefu á sunnudagsmorgni? En auðvit- að er kirkjusókn alltof lítil. Sveinbjörn: Það er alkunna, að vilji stjórnmálaflokkur halda fund, þá verður hann að troða upp með skemmtikrafta. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.