Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 46
einu er presturinn kominn með 300 fermingarbörn. Það sem verra er: Þessi blessuð ferming- arbörn eru svo önnum kafin í skólanum, að þau geta alls ekki sinnt fermingarundirbúningn- um sem vert væri, þó þau væru öll af vilja gerð. Þetta er nátt- úrlega stundarfyrirbrigði þang- aðtil þenslan hér minnkar og kirkjan fær meira starfslið. En það er samt ábyrgðarhluti fyrir hana að láta þetta viðgangast. Sveinbjörn: En bætir það úr skák að seinka fermingunni um eitt ár? Á að binda hana við nokkurt ákveðið aldursskeið? Ætti þetta ekki að vera frjáls ákvörðun hvers einstaklings? Árni: Einsog nú er, þá er þetta bara þvingun umhverfisins. Þó foreldrar kæri sig kannski alls ekki um fermingu, eru þeir einatt þvingaðir til að láta ferma börn sín vegna veizlu- haldanna og gjafanna allt í kring. Sveinbjörn: Börn sem eru full- komlega heiðarleg og finna ekki hjá sér hvöt til að ferm- ast, þeim er þröngvað inní þennan farveg af foreldrum og umhverfi. Séra Bernharður: Þarna er náttúrlega líka við foreldrana að sakast. Ég man það til dæm- is úr mínum prestsskap, að það var svo mikið miðað við ferm- inguna: húsið var málað, það var gert hreint eða teppalagt fyrir ferminguna. Þetta er auð- vitað fjölskylduhátíð. En mjög mörg barnanna eru í rauninni á móti öllu þessu tilstandi, þó þau séu auðvitað fegin að fá gjafir. Þau hafa oft talað um það í alvöru, að í stað þess að halda fermingarveizlur væri nær að fara saman í ferðalag eða gera eitthvað þarflegt, til dæmis gefa peningana sem annars færu í veizluhöldin. Hinu verður ekki neitað, að það er afarmikils virði fyrir kirkj- una að hafa aðgang að næst- um öllum unglingum landsins. En mér finnst það vera skylda prestanna að tala alvarlega við börnin um það, hvort þau ætli að fermast. Það er mikilvægt að börnin fái þennan ferming- arundirbúning, og þá einkan- lega ef hann er á réttu aldurs- og þroskaskeiði, en það verður endilega að brýna fyrir þeim, að þeim sé í sjálfsvald sett hvort þau fermast. Sveinbjörn: Auðvitað er mjög mikils virði fyrir kirkjuna að fá öll þessi börn, ef tækifærið er réttilega notað. En það er mikið tjón fyrir kirkjuna þar sem tækifærið er ekki notað, og líka mikið tjón fyrir börnin. Séra Bernharður: Það sem hér þyrfti að koma eru þessir svo- kölluðu fermingarskólar um sumartímann, einsog tiðkast á Norðurlöndum. Þá fer prestur- inn og býr með fermingarbörn- unum i hálfan mánuð eða þrjár vikur jafnframt því sem hann fræðir þau. Sveinbjörn: Annað óviðkunn- anlegt i sambandi við ferming- arathöfnina er sú hefð sem skapazt hefur, að fjölskyldan stendur upp þegar barnið er fermt. Séra Sigurður: Það er að hætta. Séra Bernharður: Það er mjög sjaldgæft útá landsbyggðinni, en þetta er smávægilegt atriði. Sveinbjörn: Það er ekki smá- vægilegt atriði til dæmis fyrir einstæðingsmæður. Séra Sigurður: Um aldur ferm- ingarbarna vildi ég segja, að það ætti að færa hann niður en ekki upp, ef honum verður breytt. Ástæðan er sú, að þegar börn eru komin á þennan ald- ur og yfir hann, þá eru þau rugluð á öllum sviðum, trúar- lega, siðferðilega, vitsmuna- lega, en fermingin er fyrst og fremst trúarleg athöfn. Hún er ekki þvinguð, vegna þess að ég geri ráð fyrir að allir prestar geri börnum það ljóst, að þeim er frjálst að fermast eða láta það ógert. Foreldrarnir gera það sennilega sjaldan, en prest- urinn gerir það. Svo er hitt vandamálið, að presturinn hef- ur svo mörg börn í einu, að það nær engri átt. Hver lætur sér koma til hugar að hægt sé að kenna hundrað börnum i einu? Þennan vanda verður að leysa með fermingarskóla, þar sem fleiri en einn prestur stunda kennsluna. Síðan mín fermingarbörn fóru yfir fimm- tíu, hef ég skipt þeim niður í þrjá til fjóra flokka og jafnvel fimm í fyrravetur þegar þau fóru uppí sjötíu. Það er ekki nokkurt vandamál að upp- fræða börnin þegar þannig er farið að. En svo er það ein af villum siðaskiptanna sem er lögð alltof mikil áherzla á, en það er að leggja svo mikið uppúr þekkingaratriðum. Þetta er trúaratriði, og börnin þurfa að alast upp trúarlega, því að fræðslunnar er maðurinn að afla sér alla ævi. En trúarleg afstaða tólf ára barna er enn mjög jákvæð. Slik börn eru mjög móttækileg, en það verð- ur strax erfiðara þegar þau eru orðin þrettán ára, að ekki sé talað um fjórtán og fimmtán ára aldurinn. Þetta er trúar- athöfn sem við verðum að sýna fyllstu virðingu, þó hún þurfi að ganga í gegnum þessa of- boðslegu erfiðleika í fjölbýlinu, þannig að presturinn ræður ekki við uppfræðsluna. Það verður að breyta því, afnema þann hátt sem nú er hafður á þessu. SAM: Þarf ekki líka að breyta inntaki fermingarinnar? Hún á að vera staðfesting á skírnar- sáttmálanum, en ekki hefur tólf ára barn þroska eða þrek til að taka á sig slíka ábyrgð! Séra Sigurður: Þroska, hvaða þroska? Tólf ára barn er búið að fá allar þær gáfur sem það fær á ævinni. SAM: Því eru nú samt ekki veitt borgaraleg réttindi fyrr en sextán til átján ára. Séra Sigurður: En kirkjan er ekki borgaraleg. Kirkjan er mannleg. SAM: Þú telur þá að tólf ára barn eigi að bera fulla ábyrgð á sjálfu sér og athöfnum sín- um? Séra Sigurður: Það ber sína ábyrgð náttúrlega þegar það er tólf ára. SAM: Á það að bera ábyrgð á fermingarheiti sínu? Sveinbjörn: Það er mikil spurn- ing, hvort það á að vera ferm- ingarheit. Er þetta ekki tóm vitleysa að vera að staðfesta skírnarsáttmálann? Þetta er sáttmáli sem ekki þarfnast neinnar staðfestingar. Séra Sigurður: Gallinn er sá, að hvergi í kirkjunni nema í austurkirkjunni er til almenni- leg fermingarkenning. En ég er sannfærður um það, að þar sem fermingarundirbúningur er ræktur með sóma er sjálf fermingin afarmikilvæg fyrir börnin. Sjálfur hef ég til dæmis aldrei gengið í gegnum eins merkilegan hlut og fermingu mína, ekki vitandi vits. Hún er logandi stólpi í mínu lífi. Sveinbjörn: En þú varst fermd- ur í allt öðru þjóðfélagi en því sem við búum í. Séra Sigurður: Munurinn er ekki eins mikill og þið haldið. SAM: Ég held að margir for- eldrar, sem gjarna vilja taka ferminguna alvarlega, sakni þess, að kirkjan fordæmi af- dráttarlaust allt pjattið, óhófið og snobbið sem er samfara fermingunni nú á tímum. Séra Sigurður: Á tímabili var orðinn siður að hafa vínveit- ingar í fermingarveizlum. Það er gjörsamlega horfið. SAM: Það eru þeim mun fleiri tertur og annar hégómi. Séra Bernharður: En þetta er náttúrlega mál foreldranna. SAM: Kirkjan á bara ekki að taka þetta í mál, meðan ferm- ingin er á hennar vegum. Séra Sigurður: Hvað segir þú þá um samkomuhaldið í þjóð- lífinu núna? Þú fordæmir ekki það sem gerist í félagsheimil- um og annarsstaðar í viku hverri, en þó það sé haldin veizla og hafðar miklar veiting- ar í sambandi við fermingu barns, þá er það forkastanlegt. Hversvegna? SAM: Sennilega fer ég þar vill- ur vegar, en ég get ekki lagt að jöfnu skrall í félagsheimili og trúarlega athöfn einsog ferm- inguna. Séra Sigurður: Skrall? Þetta er bara félagsleg athöfn. SAM: Gott og vel, ef þetta er félagsleg athöfn, hættið þá allri hræsni og talið ekki um ferm- inguna sem trúarlegan áfanga. Séra Sigurður: Hún er félagsleg athöfn, fjölskylduhátíð, alveg á sama hátt og útfarardrykkj- ur. SAM: Þá veit ég það, og þú ert ánægður með þetta einsog það er? Séra Sigurður: Það vil ég ekki segja, en ég tel enga ástæðu til að fara að berjast á móti þessu. Það þarf að lagfæra það, mæta tímanum, skipuleggja undir- búninginn betur — einn prest- ur getur ekki uppfrætt hundrað börn. SAM: Það er semsagt upp- fræðslan sem þú ert óánægður með, en ekki framkvæmdin á sjálfri fermingunni og eftirköst hennar? Séra Sigurður: Alveg rétt, og ef einhverju á að breyta, þá á að færa fermingaraldurinn niður, en ekki upp. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.