Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 55
bricks í Rio de Janeiro árið 1969, hafði tvennskonar tilgang: að fá leysta úr haldi 15 pólitíska fanga, sem flestir voru stúd- entar, og að fá birtan texta, sem for- dæmdi inntak og aðferðir herforingja- stjórnarinnar jafnframt því sem hann gerði landsmönnum grein fyrir baráttu og markmiðum borgarskæruliða: félags- legu og pólitísku réttlæti. Þessi tilraun borgarskæruliða heppnaðist: fangarnir voru látnir lausir og allir hinir stranglega ritskoðuðu fjölmiðlar í Brasilíu (blöð, út- varp og sjónvarp) birtu yfirlýsingu skæruliðanna. Kóróna verksins var að sjálfsögðu hin mikla auðmýking sem fólst í því, að ein- ræðisstjórnin féllst á skilmála skæruliða. Þessar tilraunir til að auðmýkja stjórn- völd eru önnur mikilvæg orsök til at- hafna borgarskæruliða i Rómönsku Am- eríku. Það er að miklu leyti ungt fólk — nálega allt við nám — sem skapað hefur hið nýja fyrirbæri, sem nefnt er borgar- skæruliði. Því er orðið ljóst, að ekki er framar neitt gagn í því að efna til upp- reisna útá landsbyggðinni, vegna þess að bændur og landbúnaðarverkamenn hafa ekki áhuga á að gera byltingu. Sveita- fólkið er kjarklaust eftir að það hefur kynslóðum saman mátt þola ofríki og of- beldi þjóðfélagsins. Hið menntaða unga fólk talar ekki heldur mál landsbyggðar- innar. Það var meðal annars þetta sem stuðlaði að fullkomnum óförum Che Gue- varas í Bólivíu árið 1967. í borgunum — í ört vaxandi stórborg- um Rómönsku Ameríku — gegnir öðru máli. Herskáir byltingarmenn af yngri kynslóð, sem eru reiðubúnir til að hætta lífi og limum, eru einungis lítill minni- hluti, en það þarf ekki nema lítinn hóp manna til að ógna einræðisstjórnum, sem einatt eru sundraðar innbyrðis í „dúfur“ og „hauka“. Einsog til dæmis í Brasilíu. Ungir uppreisnarmenn Rómönsku Am- eríku árið 1971 æskja ekki neinna leið- beininga eða fyrirmæla útífrá — ekki heldur frá Kúbu. Þeir eru þjóðernissinn- aðir og koma frá borgaralegum heimilum. Þeir gera uppreisn gegn þeim hugsunar- hætti foreldra sinna að fallast á félags- legt ranglæti eða láta það afskiptalaust. Með hermdarverkum vill borgarskærulið- inn ögra stjórnvöldum til að svara í sömu mynt, þannig að hægt verði að afhjúpa hið eiginlega ofbeldiseðli rikjandi stjórn- arfars. Með þessu vonast uppreisnarmenn til að geta ýtt við sjálfumglaðri millistétt- inni, góðborgurunum, og einnig verka- lýðsstéttinni, svo að þær taki afstöðu í uppgjörinu — taki afstöðu með uppreisn- aröflunum gegn ríkjandi valdhöfum. Sú stefna kynni að bera árangur. Félagi í hópi brasilískra borgarskæru- liða lét svo ummælt ekki alls fyrir löngu: „Ef erlendur stjórnarerindreki er fús til að eiga samvinnu við ógnarstjórn, þá hlýtur hann einnig að geta eytt nokkrum klukkustundum i félagsskap við okkur.“ Brottnumdir stjórnarerindrekar hafa fengið fremur góða meðferð hjá skæru- liðum, nema þegar stjórnvöld hafa neit- að að verða við kröfum þeirra. Það kost- aði til dæmis vestur-þýzka sendiherrann í Gúatemala, von Spreti, lífið. Það var einnig í Gúatemala sem bandaríski sendi- herrann Mein var drepinn, þegar hann reyndi að komast undan ránsmönnunum. Þeir tugir mannrána og hermdarverka, sem byltingarmennirnir hafa staðið að undanfarin tvö til þrjú ár, hafa ekki bara beinzt gegn erlendum erindrekum. í landi einsog Kólombíu hefur stórum hópi auð- manna verið rænt til að afla þjóðfrelsis- öflunum peninga. í Argentínu var stjórn- málaforinginn Aramburo fyrrverandi for- seti numinn brott og tekinn af lífi í fyrra. Tveir helztu verkalýðsforingjar landsins, Vandor og Alonso, urðu einnig fórnar- lömb banatilræða. Starfsaðferðir byltingarmanna eru einnig fólgnar í töku bæja útá lands- byggðinni og „timabundnu hernámi" þeirra. Ráðizt er á banka og peninga- geymslur þeirra tæmdar. í Brasilíu einni hafa um 300 velskipulögð bankarán verið framin á síðustu þremur árum. í nokkrum tilvikum hafa yfirvöld látið hart mæta hörðu og neitað að verða við kröfum mannræningjanna. Þannig fór um mannrán Tupamaros-skæruliðanna í Uruguay, sem þegar eru nefnd. En ekki hefur ennþá tekizt að finna nein ráð til að stemma stigu við þessum starfsað- ferðum. Málið var rætt af miklum hita af Samtökum Amerikuríkja (OAS) eftir brottnám vestur-þýzka sendiherrans í Brasilíu, von Hollebens, og leiddi það til þess, að Brasiliustjórn varð að láta lausa 40 pólitíska fanga (sem sendir voru flug- leiðis til Alsír). Einasta leiðin til að hefta aðgerðir skæruliða er að sjálfsögðu sú að skapa það ástand í ríkjum álfunnar, að orsak- irnar til starfsemi byltingarhreyfinga hverfi úr sögunni. Aristóteles hafði þegar í fornöld komizt að þessari niðurstöðu: „Fátæktin er móðir glæpsins og bylting- arinnar.“ f löndum Rómönsku Ameríku á sér hinsvegar stað sífelld stigmögnun ofbeld- is og gagnofbeldis. Það á til dæmis við um Brasilíu, þar sem valdbeiting og kúg- un hafa á síðustu rúmum tveimur árum orðið umfangsmeiri en nokkrusinni fyrr i sögu landsins. Á miðju síðasta ári birti Alþjóðlega lögfræðinganefndin í aðal- stöðvum sínum í Genf skýrslu, þar sem því var haldið fram, að í Brasilíu væru að minnstakosti 12.000 pólitískir fangar, og að pyndingar væru orðnar „pólitískt vopn“, „kerfisbundin og visindalega þró- uð réttarvenja“. Ástandinu í landinu var lýst svo, að þar væri um að ræða „dulda borgarastyr j öld“. Yfirmaður brasilíska herforingjaráðs- ins, Silva Murici, lýsti þvi yfir á liðnu ári, að svo mótsagnakennt sem það hljómaði, þá væri það ungt fólk „frá bezt settu fjölskyldum, sem gerir samsæri gegn rik- isstjórninni“. 56% af 500 félögum skæru- liðasamtakanna voru stúdentar og pró- fessorar, og fimmtungur þeirra konur. En hershöfðinginn bætti við hughreystandi: „Við erum í þann veginn að sigrast á skæruliðum.“ Meðal helztu skotmarka byltingarhreyf- inganna í Rómönsku Ameríku eru banda- rísk fyrirtæki, sem oft verða fyrir sprengjutilræðum, og Bandaríkjamenn sem sendir eru á vettvang sem stjórnar- erindrekar eða hernaðarlegir „ráðunaut- ar“, er oft verða fyrir banatilræðum. Vinstrisinnaðir ibúar Rómönsku Ameríku hata Bandaríkjamenn af þvílikri iieift, að jafnvel harðsnúnustu hatursmenn þeirra í Vestur-Evrópu geta tæpast gert sér það í hugarlund. Orsökin til þessa ástríðufulla haturs er yfirburðastaða Bandaríkjanna í Rómönsku Ameríku, jafnt á sviði stjórnmála og efnahagsmála sem í hernaðarlegu tilliti. Litið er á Bandaríkin sem tryggingu fyrir valda- aðstöðu eignastéttanna í álfunni — og stjórnin í Washington hefur sízt orðið til að draga úr þessu almenna áliti með end- urtekinni beinni og óbeinni íhlutun sinni í málefni þessara landa í því skyiil að hjálpa „fámennisstjórnum“ til að bæla niður félagslegar umbótahreyfingar. í skýrslu þeirri, sem Nelson Rocke- feller lagði fyrir Nixon forseta eftir hina frægu för sína um ríki Rómönsku Amer- íku árið 1969, lagði hann til, að Banda- rikjastjórn reyndi að auka hjálp sína við þessi ríki í þvi skyni að efla herstyrk þeirra og lögreglu. Einn þeirra Bandaríkjamanna, sem gerðu sér raunhæfari grein fyrir því sem var að gerast í Rómönsku Ameríku, var Robert Kennedy þáverandi öldunga- deildarþingmaður. í ræðu um vandamál álfunnar í öldungadeild Bandaríkjaþings vísaði hann til byltingarinnar sem væri á næstu grösum og sagði: „Byltingin verður friðsamleg, ef við Bandaríkja- menn erum skynsamir. Hún mun eiga sér stað án alltof mikilla þjáninga, ef við sýnum henni áhuga. Og hún mun heppn- ast, ef við erum lánsamir.“ Brottnám svissneska sendiherrans í Brasilíu, Buchers, í desember í fyrra kost- aði herforingjastjórnina þar 70 pólitíska fanga. Síðan hefur verið tiltölulega hljótt um brasilíska borgarskæruliða. Geysilega öflugu og víðtæku kúgunarkerfi (250.000 hermenn og yfir 100.000 öryggislögreglu- þjónar) hefur lánazt að kála flestum leið- togum borgarskæruliða. Þeir verða samt ekki afskrifaðir, því þeir eru pólitiskt samtimafyrirbæri, stór- hættulegt hvaða rikisstjórn sem er. Gott dæmi um það er Kanada, þar sem Frels- ishreyfing Québecs (FLQ) setti þjóðina á annan endann í október í fyrra. f Uru- guay hefur Tupamaros-hreyfingin skap- að alnýjar pólitískar aðstæður. í fyrsta sinn á heilli öld var hugsanlegt að þriðja pólitíska aflið — semsé samfylking sósial- ískra flokka — næði völdum frá hinum hefðbundnu \ r'claflokkum í kosningunum í nóvember sl., þegar kosinn var nýr forseti og nýtt þing. Tupamaros-hreyfing- in hefur nokkra gísla i haldi, og hún framdi fyrr á þessu ári mesta bankarán sögunnar — aðeins 50 metra frá aðal- stöðvum innanríkisráðuneytisins og ör- yggislögreglunnar. í Argentínu halda borgarskæruliðar áfram að hertaka bæi, fremja bankarán og mannrán. Borgarskæruliðinn er ekki svar við vonzku veraldarinnar. Hann er miklu fremur afleiðing hennar. Við þurfum ekki annað en líta á gleggsta dæmi þess — Tet-sóknina í Víetnam árið 1968. 4 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.