Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.12.1971, Blaðsíða 57
samfélög nýjum aðstæðum án þess að til átaka komi. Fyrrnefnda ástandið er oft nefnt neikvæður friður og hið síðara já- kvæður friður. Skilgreining þessi byggist á því gildi, sem lagt er í athafnir eða at- hafnaleysi hvers friðarástands. John Cohen, prófessor við Manchesterháskóla, sem haldið hefur nokkra fyrirlestra á ís- landi, hefur nefnt sem dæmi um nei- kvæðan frið pólitiskt samband íslands og Equador, þar eð samskipti þjóðanna eru lítil og fátt er þar af leiðandi til að vinna saman að eða kljást út af. Þetta er þó vafasamt sjónarmið, þar eð samskipta- leysi af slíkum orsökum veldur í versta lagi óvirku (neutral) ástandi, sem þrosk- azt getur og orðið hvort heldur sem er jákvætt eða neikvætt. Réttast er því að skilja þessar tvenns konar greiningar að og lita á hin ýmsu fyrirbrigði friðar í tveimur víddum, ann- ars vegar það er lýtur að virkni ástandsins og hins vegar það er varðar gildislegt eðli þess. Hina ýmsu atburði eða kringum- stæður, sem tengdir eru orðinu friði í hugum fólks, má síðan fella inn í ein- falda töflu eins og sýnt er hér að neðan. Samkæmt þessari greiningu er litið á allar athafnir, sem stefna að friðsamleg- um mannlegum samskiptum (þ. e. sam- vinnu), sem jákvæðar (t. d. verk S.Þ.), en þær sem stefna að þvi að varna sam- skiptum (t. d. aðskilnaðarstefnan í Suð- ur-Afriku) sem neikvæðar. Eigi einungis friðsamlegt nábýli án samskipta sér stað (sem oft má sjá í sambýlishúsum), verður að líta á ástandið sem óvirkt. Þar eð at- hafnaskortur ríkir i stöðnuðu friðar- ástandi, eru kringumstæður persónulegri. Einhliða hugarfar, sem verið getur já- kvætt, óvirkt eða neikvætt, kemur i stað raunverulegra samskipta. Þetta stig er augljóslega undirstaða virknisstigsins, en áorkar litlu sem slíkt í því að stöðva stríðsrekstur og koma á alþjóðafriði. Er friður æskilegur? Varast ber að draga þá ályktun, að skörp skil séu milli friðar og ófriðar. Á milli liggur víðáttumikið svið sem nefnt hefur verið status mixtus (Schwarzen- berger). Einkennist það af óvinsamlegum aðgerðum, svo sem brottrekstri einstakl- inga úr landi og fj árhagslegum bola- brögðum í alþjóðlegum viðskiptum. Líklegt er að flestir telji það friðar- ástand farsælast sem gerir kleift að skera úr hagsmuna- og hugsjónaágreiningi með samningum byggðum á rökum fremur en með afli eða ofbeldishótunum. Sannur friður er því ekki einungis tímabil þegar hlé hefur verið gert á ofbeldisverkum, né heldur ástand þar sem árekstrar eiga sér ekki stað, því að ósamkomulag og árekstrar munu alltaf verða innan hvers þess mannlegs samfélags, sem er i þróun og framför. Auðvitað má spyrja hvort almennur friður sé æskilegur. í bók, sem kom út í Bandaríkjunum 1967 (Report from Iron Mountain) og sögð er samin af háttsettri ráðgjafarnefnd forsetans, er litið á stríð sem undirstöðu fjárhagslegrar afkomu, pólitísks stöðugleika, félagslegrar velferð- ar og vísindalegra framfara hverrar þjóð- ar. „Nefndin" telur að ekkert eitt afl sem þekkt sé í dag geti þjónað sama allsherj- artilgangi jafnvel. Höfundar halda því fram að til að halda þjóðarframleiðslu gangandi þurfi að eyðileggja álíka magn framleiðslunnar og nú er eytt í stríðs- rekstri; til að halda stjórnmálum lands á sporinu þurfi að vera til staðar utanað- komandi ógnun; her þurfi til að halda i skefjum ofbeldi innan þjóðfélagsins; og yfirvofun styrjalda sé nauðsynleg til að halda framförum í vísindum og listum. Friður sé því óæskilegur. Það er nærtækt GILDISLEGT EÐLI FRIÐAR Jákvæður Óvirkur (neutral) Neikvæður Samninga leitað. Einungis eigin högum Virk andstaða gegn c Jafntefli boðið. sinnt. samskiptum við aðra. c Deilumál leyst. Unnið I nábýli við aðra Aðskilnaðarstefna. 2 Nýrra vina aflað. án samskipta. <0 *o Stöku ofbeldi án árekstra. Almenn samskipti. > Vingjarnlegt hugarfar Kyrrð eftir styrjöld. Óvinsamlegt hugarfar 3 K> í garð annarra Kyrrð náttúrunnar. í garð annarra c kO án athafna. Heimilisf riður. án athafna. (0 Friður grafarinnar. Fordómar. Hugarfriður. Kreddur. Hjörtur Pálsson: BELFAST Var hún þá ekki yfir þetta hafin, eyþjóðin, blóðskyld vorri? Oss fellur þungt að eyjan græna, þögn og þoku vafin, með þjáning sína hefst í brennipunkt. I nafni krossins berjast báðir partar um brauð og rétt í þungum kúlnagný á götunum er sótið litar svartar á sumardegi. Hrafna ber við ský en annars staðar út er liði boðið unz eldur fer um rústir. Því er bent í grimmdaræði á andlit blóði roðið og eftir því án minnstu tafar sent en smáralaufið, tákn vort, fótum troðið og trú Vors Herra enn um bölið kennt. GRIKKLAND Hvílíkur brúðkaupsdagur í landi marmarans og ólívulundanna. Eins og frostnótt hafi stungið lífinu svefnþorn. Samt skyldi enginn örvænta — safírblátt haf dregur andann við strendurnar og aldin frelsisins springur út í fylling tímans. Ó, Grikkland! Ég bíð þess að eldingu ijósti niður í sölnað haustgrasið. Og úr öskunni rísi ný von nýtt lif nýtt frelsi. Unnur S. Bragadóttir: f SÓLSKININU ,,Ég taldi þau öll fjögur“ — „Taldir þau á hvað?“ greip dómarinn fram í fyrir honum. „Bara á það,“ sagði hann og byrgði blóðugt andlitið í höndum sér, „bara á það, að við mættum skjóta eins og þið.“ „Sekur um morð,“ sagði dómarinn. Þeir leiddu hann út í sólskinið og skutu hann, skutu hann I sólskininu. •— Skyldu einhverjir sakna fimm manna fjölskyidu í Vietnam? 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.